Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 17

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.05.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Svana Hrönn Jóhannsdóttir varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Úr fundargerð 245. fundar byggðarráðs 07.05.2020, dagskrárliður 10:
2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Atvinnumálanefnd vill hvetja til þessa að farið í úrbætur á þeim innviðum sem kallað er eftir að bætt verði úr og gætt að fjármagn verði til þess á næstu áætlun.
2. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
Samkvæmt jafnréttisáætlun Dalabyggðar skal í starfsemi sveitarfélagsins vinna út frá því að kynjasjónarmið verði hluti af þeim forsendum sem byggt er á við stefnumótun og gerð áætlan. Nefndir sveitarfélagsins skulu rýna stöðu sinna málaflokka m.t.t. kynjasamþættingar við upphaf vinnu við fjárhagsáætlun.
Nefndin horfir til kynjasamþættingar við vinnu sína og horfir til þess í þeim tillögum og málum sem lögð eru fram þ.á.m. tillögum sem lagðar eru til við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
3. 2001047 - Fréttir frá Verkefnastjóra
Verkefnastjóri fer yfir verkefni tengd ferðaþjónustu í Dölum fyrir sumarið 2020
Dalabyggð hefur nýtt fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og þá er horft til svæðisins í heild.
Rætt er um stöðu sumarsins og frekari Verkefni. Verkefnastjóri vinnur áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta