Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 29

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.01.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Alexandra Rut Jónsdóttir aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Fundurinn var fyrst óvart boðaður sem 30. fundur nefndarinnar.

Sigurður Ólafsson kom inn sem varamaður Alexöndru við afgreiðslu á dagskrárlið 3.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Drög að Jafnréttisáætlun Dalabyggðar lögð fyrir fastanefndir.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við drög að Jafnréttisáætlun Dalabyggðar.
Jafnrettisaaetlun Dalabyggd uppfaersla2022 DROG..pdf
2. 2212005 - Stofnun Safnaklasa Vesturlands
Klasi safna, sýninga og setra á Vesturlandi er hugsaður sem samstarfsvettvangur viðurkenndra safna á Vesturlandi og sjálfstæðra sýninga og setra starfandi í landshlutanum.
Óskað er eftir því að sveitarfélagið sendi svar til menningarfulltrúa SSV um hvort að söfn í eigu og rekstri sveitarfélagsins verði hluti af umræddum klasa.

Nefndin gerir tillögu til sveitarstjórnar Dalabyggðar um að sveitarfélagið verði hluti af Safnaklasa Vesturlands í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Drög að samþykktum Klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi 18.11.2022..pdf
Hlutverk og verkaskipting 18.11.2022..pdf
Minnisblað-Safnaklasi Vesturlands.pdf
Alexandra víkur af fundi og Sigurður kemur inn sem varamaður við afgreiðslu dagrárliðs 3.
3. 2301029 - Menningarmálaverkefnasjóður 2023
Farið yfir innsendar umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar. Opið var fyrir umsóknir frá 2. desember 2022 til og með 14. janúar 2023.
Í sjóðinn bárust 12 umsóknir að upphæð 2.290.000 kr.- til úthlutunar voru 1.000.000 kr.-

7 verkefni hljóta styrk að þessu sinni:

Sigurbjörg Kristínardóttir - Kórstarf - 200000kr.-
Alexandra Rut Jónsdóttir - Tónleikahald - 200000kr.-
Slysavarnadeild Dalasýslu - Skemmtikvöld - 200000kr.-
Sælureiturinn Árblik - Jólaball - 40000kr.-
Sigrún Hanna Sigurðardóttir - Sýning, hlaðvarp - 200000kr.-
Iceland up close ehf - Vinnusmiðja - 100000kr.-
Ungmennafélagið Ólafur Pá - Þrautabraut - 60000kr.-

Nefndin þakkar fyrir umsóknir og áhuga á sjóðnum.
Samantekt_mmvsjodur.pdf
4. 2209004 - Jörvagleði 2023
Farið yfir dagskrá Jörvagleði 2023.
Nefndin heldur áfram að vinna að dagskrá.
Búið er að senda út á félög og fyrirtæki í heimabyggð varðandi mögulega þátttöku.
5. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023
Farið yfir markaðsmál 2023 er snúa að menningarmálum.
Rætt um uppfærslu söguskilta og merkingu eyðibýla.
Skoðað meðfram markaðsmálum og uppfærslu skilta 2023.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:47 

Til bakaPrenta