Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 18

Haldinn á fjarfundi,
22.09.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1911005 - Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur
Farið yfir tillögu að áningarstað við Klofning.
Nefndinni lýst vel á framlagða hugmynd.
2. 2009012 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Rætt um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og stöðu verkefna sem hafa fengið úthlutun.
Nefndin felur verkefnastjóra og umsjónarmanni framkvæmda að skoða mögulegan kostnað við framkvæmd við Klofning og undirbúa umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
3. 2006018 - Áskorun og ný hugmynd
Bréf lagt fram til kynningar. Verkefnastjóri boði Steinunni M. Sigurbjörnsdóttur á næsta fund atvinnumálanefndar.
4. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Farið yfir skipulag og verkefni vegna mögulegs nýsköpunarseturs í Dalabyggð.
Nefndin telur verkefnið mjög spennandi og hvetur til þess að það sé unnið áfram.
5. 2001047 - Fréttir frá Verkefnastjóra
Farið yfir verkefnið "Dalirnir heilla"
Lagt framm
6. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Farið yfir áætlun til málaflokka sem heyra undir atvinnumálanefnd.
Nefndin bendir á að taka þarf tillit til þess á fjárhagsáætlun ef hefja skal undirbúning að uppbyggingu íþróttamannvirkja.
7. 2009028 - Atvinnuleysi
Þróun atvinnuleysis og minnkandi starfshlutfalls í Dalabyggð og á Vesturlandi rædd.
Atvinnuleysi er alltaf áhyggjuefni. Á yfirliti um þróun atvinnuleysi og minnkað starfshlutfall á Vesturlandi má sjá að þróunin í Dalabyggð er álíka þróun landsins alls þ.e. yfirfærsla úr minnkuðu starfshlutfalli yfir á almenna atvinnuleysisskrá síðustu mánuði. Nefndin leggur áherslu á að standa vörð um þau störf sem þegar eru í sveitarfélaginu og vill einnig skoða alla möguleika á nýjum tækifærum til atvinnu á svæðinu, má þar nefna nýsköpunarsetur Dalabyggðar sem stendur til að byggja upp.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta