Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 282

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
16.12.2021 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2110023 - Samstarf um rekstur öldrunarheimilis, almennt mál, verði dagskrárliður 2.
Mál.nr.: 2012023 - Rekstur Silfurtúns 2021, almennt mál, verði dagskrárliður 3.
Mál.nr.: 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð, almennt mál, verði dagskrárliður 6.
Mál.nr.: 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða, almennt mál, verði dagskrárliður 7.
Mál.nr.: 2112016 - Álagning gjalds vegna fltutnings og förgunar dýrahræja, almennt mál, verði dagskrárliður 15.
Mál.nr.: 2112017 - Umsókn um skólavist í Auðarskóla, almennt mál, verði dagskrárliður 16.
Mál.nr.: 2106023 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja, mál til kynningar, verði dagskrárliður 18.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2102015 - Umboð til SFV vegna samninga við Sjúkratryggingar Íslands.
Tillaga um að veita Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu umboð til samninga við Sjúkratryggingar Íslands vegna Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns.

Sigurjón Norberg Kjærnested framkvæmdastjóri SFV tengdist fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Sigurjón fór yfir stöðu og horfur í samningaviðræðum vegna hjúkrunarheimilanna.

Samþykkt samhljóða að veita Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu umboð til samninga við Sjúkratryggingar Íslands vegna Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns.
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti og formaður stjórnar Silfurtúns, Haflína Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri Silfurtúns og Sigurjón Norberg Kjærnested framkvæmdastjóri SFV sátu fundinum undir dagskrárlið 1 í gegnum fjarfundabúnað.
2. 2110023 - Samstarf um rekstur öldrunarheimilis.
Svar hefur borist frá Reykkhólahreppi með tölvupósti dags. 15.12.2021. Á fundi sínum 08.12.2021 bókaði stjórn Barmahlíðar eftirfarandi: Stjórn Barmahlíðar samþykkir að ræða við Dalabyggð um samstarf um rekstur og er sveitarstjóra og oddvita falið að ræða málin við Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða að fela formanni byggðarráðs, formanni stjórnar Silfurtúns (og varaoddvita) og sveitarstjóra að ræða við Reykhólahrepp.
3. 2012023 - Rekstur Silfurtúns 2021
Starfsfólk vantar á Silfurtún. Auglýst verður í Dalapóstinum og sömuleiðis í blöðum.
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti og formaður stjórnar Silfurtúns og Haflína Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri Silfurtúns sátu fundinum undir dagskrárliðum 2 og 3 í gegnum fjarfundabúnað.
Skúli Guðbjörnsson vék af fundi og Ragnheiður Pálsdóttir kom inn sem varamaður.
4. 2112012 - Leiga á Árbliki
Úr fundargerð 212. fundar sveitarstjórnar 09.12.2021, dagskrárliður 9:
2001030 - Eignarhald félagsheimila
Úr fundargerð 280. fundar byggðarráðs 25.11.2021, dagskrárliður 9:
2001030 - Eignarhald félagsheimila
Menningarmálanefnd Dalabyggðar hefur unnið úttekt á nýtingu félagsheimila í eigu sveitarfélagsins og leggur til eftirfarandi sem fyrstu kosti:
- Árblik - gestastofa, athugað verði með hentugt rekstrarform og mögulega leigt til rekstraraðila.
- Tjarnarlundur - menningarhús/Sturlustofa, athugað verði með hentugt rekstrarform og mögulega leigt til rekstraraðila.
- Staðarfell - samtal við Hvöt og Dögun um yfirtöku á eignarhlut Dalabyggðar í félagsheimilinu.
- Dalabúð - Frekara hlutverk verði skoðað eftir að hönnun og tenging íþróttamannvirkja liggur fyrir.
Að öðru leiti vísar nefndin í skýrslu sem lögð er fram á fundinum.
Boðað verði til fundar formanns byggðarráðs og sveitarstjóra með Kvenfél. Hvöt og Umf. Dögun um Staðarfell.

Lagt er til við sveitarsjórn að Árblik verði auglýst til leigu.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Anna

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að undirbúa auglýsingu og skilmála og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Skúli Guðbjörnsson kom aftur til fundar og Ragnheiður Pálsdóttir vék af fundi.
5. 2112013 - Að vestan 2022
Styrkur til N4 vegna þáttanna "Að vestan" á árinu 2022.

Gert er ráð fyrir samstarfi við N4 í fjárhagsáætlun. Samþykkt að taka þátt í verkefninu fyrir sömu upphæð og 2021.
Tölvupóstur 09_12_2021 - N4.pdf
6. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Stofna þarf félag/sjálfseignarstofnun fyrir starfsemi nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs í Dalabyggð.
Samþykkt að setja á stofn félag um nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs.
7. 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða.
Athugasemd kom frá HMS um opinber sem reiknuð voru inn í stofnframlag sveitarfélagsins.
Beint fjárframlag í stofnframlagi sveitarfélagsins verður 8,5 millj.kr. Samþykkt samhljóða.
8. 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Á 212. fundi sveitarstjórnar 09.12.2021 var eftirfarandi tillaga samþykkt undir dagskrárlið 2 (2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - Gjaldskrár 2022.) þegar gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps var samþykkt:
Anna gerir tillögu um að gera könnun á notkun sorpíláta út frá tunnuflokkum.
Borið upp að tillögu Önnu sé vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Byrjað verður á að kanna þær upplýsingar sem Íslenska gámafélagið hefur um notkun sorpíláta.
Samþykkt samhljóða.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 4 til 8. Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir dagskrárlið 8.
9. 2107002 - Umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnis
Úr fundargerð 212. fundar sveitarstjórnar 09.12.2021, dagskrárliður 33:
2107002 - Umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna tilraunaverkefnis
Svarbréf Jöfnunarsjóðs vegna umsóknar um framlag til skólaaksturs leikskólabarna lagt fram.
Til máls tóku: Eyjólfur, Anna, Eyjólfur (annað sinn).

Lagt fram til kynningar.

Tillaga um að byggðarráð sendi áskorun til skólamálaráðherra varðandi útgjaldajöfnun leikskólastigs.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að senda erindi til skóla- og barnamálaráðherra í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
10. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Lóðarleigusamningar vegna Gunnarsbrautar 5, Miðbrautar 9 og Dalbrautar 8 lagðir fram til afgreiðslu.
Samningarnir samþykktir samhljóða.
11. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ekki hefur borist svar frá Skipulagsstofnun.


Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar er varðar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Sólheima hefur ekki borist.
Byggðarráð vísar í afgreiðslu sveitarstjórnarfundar dags. 14.10.2021 og svör er varða málið í samræmi við álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins. Dalabyggð væntir þess að málið, sem dregist hefur úr öllu hófi, fái skjóta málsmeðferð og afgreiðslu.
12. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ekki hefur borist svar frá Skipulagsstofnun.


Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar er varðar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða hefur ekki borist.
Byggðarráð vísar í afgreiðslu sveitarstjórnarfundar dags. 14.10.2021 og svör er varða málið í samræmi við álitsgerð lögmanns sveitarfélagsins. Dalabyggð væntir þess að málið, sem dregist hefur úr öllu hófi, fái skjóta málsmeðferð og afgreiðslu.
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi sat fundinn undir dagskrárliðum 11 og 12.
13. 2112014 - Fráveita - hreinsistöð
Niðurstaða útboðs kynnt.

Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Tvö tilboð bárust. Kristján Ingi fór yfir þau. Niðurstaða skráð í trúnaðarbók.
14. 2110021 - Úttekt HMS á starfsemi Slökkviliðs Dalbyggðar.
Úr fundargerð 209. fundar sveitarstjórnar 14.10.2021, dagskrárliður 22:
2110021 - Úttekt HMS á starfsemi Slökkviliðs Dalbyggðar.
Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) lagt fram.
Til máls tóku: Anna, Skúli, Pálmi.

Slökkviliðsstjóra falið að gera umsögn um úttekt HMS ásamt tímasettri áætlun um úrbætur. Frá slökkviliðsstjóra fari úttektin til umfjöllunar í byggðarráði.

Samþykkt með 6 (SHG, ABH, EJG, JEJ, RP, EIB) atkvæðum, 1 (PJ) situr hjá.

Umsögn slökkviliðsstjóra lögð fram.

Byggðarráð óskar eftir áætlun frá slökkviliðsstjóra um kostnaðarmat framkvæmdaáætlunarinnar.
Umsögn slökkviliðsstjóra og aðgerðaráætlun 2022-2026.pdf
Framkvæmdaáætlun Slökkviliðs Dalabyggðar 2022-2026.pdf
15. 2112016 - Álagning gjalds vegna flutnings og förgunar dýrahræja
Bústofn var skráður á lögbýli þar sem ekkert dýrahald var. Hefur nú verið leiðrétt með staðfestingu frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Samþykkt samhljóða að endurgreiða álagningu vegna 2021.
16. 2112017 - Umsókn um skólavist í Auðarskóla
Fært í trúnaðarbók.
Mál til kynningar
17. 2112011 - Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum
Fyrirspurn hefur borist um leigu á útihúsinum á Fjósum fyrir hesthús.
Sambærileg umsókn barst á árinu 2015 og var henni þá hafnað af sveitarstjórn á eftirfarandi forsendum eftir að umhverfis- og skipulagsnefnd hafði fjallað um málið:
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 tilheyrir svæðið sem húsin standa á landnotkunarflokki Opin svæði til sérstakra nota. Í flokki opinna svæða til sérstakra nota eru svæði með útivistargildi þar sem gert er ráð fyrir mannvirkjagerð í tengslum við starfsemi sem þar er stunduð. Hér er t.d. um að ræða tjaldsvæði fyrir almenning, golfvelli, íþróttasvæði og skipulögð trjáræktarsvæði. Á uppdrætti er svæðið umhverfis útihúsin mörkuð smáhýsum og tjaldsvæði annars vegar og golfvelli hins vegar. Ekki er heimilt að gefa út leyfi til framkvæmda sem samrýmist ekki landnotkun í skipulagi. Miðað við núgildandi skipulag eru því verulegar takmarkanir á notkun húsanna og t.d. ekki hægt að vera með dýrahald eða iðnaðarstarfsemi í þeim. Hins vegar voru ekki gerðar athugasemdir við að húsin væru nýtt sem lokaðar geymslur svo sem verið hefur.

Erindinu vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar,
Samþykkt samhljóða.
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 17.
18. 2106023 - Stjórnsýslukæra vegna gjaldskrár fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu dýrahræja.
Niðurstaða úrkurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna gjaldskrár fyrir förgun dýrahræja lögð fram.
89 2021 Hofakur þjónustugjald gjaldskrá dýrahræ.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til bakaPrenta