Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 246

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.05.2020 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtaldar breytingar verði gerðar á dagskrá:
Mál 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar, almennt mál, verði tekið á dagskrá sem dagskrárliður 14.
Mál 2005004 - Vinnuskól Dalabyggðar sumarið 2020, verði almennt mál í stað þess að vera mál til kynningar og verði dagskrárliður 15.
Mál 2003023 - Samningurn um refaveiðar 2020-2022, almennt mál, verði dagskrárliður 16.
Mál 2005041 - Ísland ljóstengt, aukaúthlutun 2020, almennt mál, verði dagskrárliður 17.
Mál 2005042 - Verðskrá 2020 fyrir tjaldsvæðið við Sælingsdalslaug, almennt mál, verði dagskrárliður 18.
Mál 2005040 - Heimsókn frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 3. júní, mál til kynningar, verði dagskrárliður 19.
Mál 1911008 - Tilboð vegna fráveitu í Búðardal - landagnir, mál til kynningar, verði dagskrárliður 28.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði.
Rætt um málefni vatnsveitu m.t.t. þarfa MS.
Viðari falið að hafa samband við MS og afla upplýsinga um notkun og þarfir varðandi vatnið. Ljúka þarf viðbragðsáætlun fyrir vatnsveituna.
Tekið aftur upp á næsta fundi byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Ólafsson verkstjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2005033 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki IV.
Tillaga að viðauka í samræmi við sviðsmynd 1 sem kynnt var á fundi sveitarstjórnar 14. maí sl.Í viðaukanum felst lækkun tekna um kr. 43.462.000 (3% lækkun útsvars og 15% lækkun frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga) og lækkun fjárfestinga um kr. 14.000.000 (Dalabúð 6.000.000, sorphirða 6.000.000 og Laugar 2.000.000).
Byggðarráð leggur til að haldinn verði vinnufundur sveitarstjórnar þar sem farið verði yfir endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2020.
Samþykkt samhljóða.
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð IV.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Umræður um verklag við fjárhagsáætlun 2021-2024.
Áætlun um vinnslu fjárhagsáætlunar samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2005008 - Vinna við fjárhagsáætlun 2021.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 3.
4. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.
Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál

Ekki verða sendar umsagnir um þessi mál.
Frumvarp til laga um fjarskipti 775 mál.pdf
Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd brottvísunartilskipunin dvalar- og atvinnuleyfi) 717 mál.pdf
5. 2005028 - Leiga beitar- og ræktunarlands og matjurtargarður
Beitar- og ræktunarland var auglýst í Dalapóstinum og á vef Dalabyggðar, umsóknarfrestur var til 18. maí. Tvær umsóknir bárust frá tveimur aðilum.
Umsóknir samþykktar. Fyrirvari verði gerður í samningi við Hesteigendafélagið vegna væntanlegs útivistarskógs í Fjósalandi.
Samþykkt samhljóða.
Reglur um úthlutun og leigu á beitar- og ræktunarlandi (túnum) í eigu Dalabyggðar.pdf
Teikning - uppdráttur beitiland í Búðardal 2020.pdf
Gjaldskrá-Fjósar-og-grasnytjar-2020-undirrituð.pdf
Auglýsing á vef Dalabyggðar.pdf
6. 2005025 - Sjálfboðavinnuverkefni 2020
Auglýst var eftir styrkjum til sjálfboðaliðaverkefna í Dalapóstinum og á vef Dalabyggðar, umsóknarfrestur var til 18. maí. Tvær umsóknir bárust frá einum aðila.
Framlag vegna skjólbeltis samþykkt.
Afgreiðslu á umsókn um lokun skurðar frestað. Óskað verði eftir samþykki frá lóðarhafa og að umsjónarmaður framkvæmda hjá sveitarfélaginu hafi samþykkt hvernig verkefninu verði hagað.
Samþykkt samhljóða.
Hringlaga skjólbelti ofan við Leifsbúð.pdf
Loka skurði á milli lóða.pdf
7. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Hugmynd að undirbúningi nýsköpunarseturs.
Byggðarráð samhljóða samþykkir að fela sveitarstjóri að vinna áfram að málinu.
Minnisblað - 2005027 - Nýsköpunarsetur.pdf
8. 2002020 - Umsókn um styrk - fasteignagjöld - UMF Ólafur Pái
Viðbótargögn lögð fram.
Styrkur samþykktur vegna þess hluta húsnæðisins sem ekki er í fastri útleigu.
Samþykkt samhljóða
9. 2001050 - Hnúksnes
Lagt fram svar frá Hnúksnesi ehf.
Byggðarráð lýsir ánægju yfir að til stendur að taka til á svæðinu og fjarlægja pramman sem þar hefur verið. Ekki er gert ráð fyrir framlögum frá sveitarfélaginu til Hnúksness í gildandi fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
Bréf frá Hnúksnes ehf. með upprifjun á nokkrum atriðum úr sögu félagsins og fyrri starfsemi þess..pdf
10. 1911019 - Samstarfssamningur 2020
Út fundargerð 96. fundar fræðslunefndar 08.05.2020, dagskrárliður 2:
1911019 - Samstarfssamningur 2020
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.02.2020, dagskrárliður 18:
1911019 - Samstarfssamningur 2020 - UDN og Dalabyggð
Tillaga að samstarfssamningi UDN og Dalabyggðar lögð fram.
Sveitarstjóra falið að ganga frá lokadrögum að samningi og leggja fyrir fræðslunefnd til umsagnar.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða.
11. 2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
2016 var lóð úthlutað á orlofshúsasvæði í Sælingsdalstungu. Ekki hefur verið farið í framkvæmdir á svæðinu.
Byggðarráð óskar eftir að unnin verði kostnaðaráætlun um framkvæmdir vegna frístundasvæðisins í Sælingsdalstungu áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið.
Samþykkt samhljóða.
12. 2005032 - Beiðni um afnot af Árbliki fyrir fund frá ferðaþjónustuaðilum í Dalabyggð
Ferðaþjónustuaðilar í Dalabyggð óskuðu eftir afnotum án endurgjalds fyrir fund í Árbliki 11. maí.
Afnot heimiluð en greiða þarf fyrir þrif á húsnæðinu. Haft skal samráð við húsvörð.
Samþykkt samhljóða.
13. 2005024 - Afnot af eldhúsi í Dalabúð
Slysavarnadeild Dalasýslu óskar eftir afnotum af eldhúsinu í Dalabúð án endurgjalds
Afnot heimiluð en greiða þarf fyrir þrif á húsnæðinu. Haft skal samráð við skólastjóra Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða.
14. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
Sælingsdalslaug verði opin kl. 10 - 18 júní til 20. ágúst. Opið verði á miðvikudögum til kl. 21.
Samþykkt samhljóða.
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri, Jóhanna Sigmundsdóttir verkefnastjóri og Guðbjörn Guðmundsson umsjónarmaður Sælingsdalslaugar sátu fundinn undir dagskrárlið 14.
15. 2005004 - Vinnuskóli Dalabyggðar sumarið 2020
Skipulag Vinnuskólans í sumar.
Tími í vinnuskólanum verður eftirfarandi (vinnudagur kl. 8 til 15):
Árgangur 2007, 10. júní til 2. júlí.
Árgangur 2006, 6. júlí til 30. júlí.
Argangar 2005 til 2003, 10. júní til 30. júlí.
Samþykkt samhljóða.
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Sigríður Jónsdóttir umsjónarmaður vinnuskóla sátu fundinn undir dagskrárlið 15.
16. 2003023 - Samningur um refaveiðar 2020-2022
Samningur og áætlanir lagðar fram.
Byggðarráð óskar eftir skýringum á af hverju endurgreiðsluhlutfall er 25% en ekki 30% (sem er hæsta endurgreiðsla).
Samningurinn samþykktur samhljóða.
Aetlanir SF 2020_2022_Endurgreiðsluhlutfall.pdf
Áætlun Dalabyggð.pdf
Refasamningur_Dalabyggð_2020_2022.pdf
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 16.
17. 2005041 - Ísland ljóstengt, aukaúthlutun 2020
Samþykkt, með fyrirvara um afgreiðslu í stjórn Dalaveitna ehf., að leggja inn fimm umsóknir, eina vegna veiðihúss á Skarðsströnd og fjórar vegna tengingar á Svínadal.
Samþykkt samhljóða.
Ísland ljóstengt - aukaúthlutun - skilmálar.pdf
Ísland ljóstengt - aukaúthlutun - umsóknargögn.pdf
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda og sat fundinn undir dagskrárlið 17.
18. 2005042 - Verðskrá 2020 fyrir tjaldsvæðið við Sælingsdalslaug
Tillaga að verðskrá verði sama og er á tjaldsvæðinu í Búðardal.
Verð fyrir fullorðna kr. 1.500
Verð fyrir elli- og örörkulífeyrisþega kr. 1.200
Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum(16 ára og yngri).
Rafmagn:
Fyrsta nótt/ein nótt kr.1.000
Eftir fyrstu nótt með rafmagni kr.500

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
19. 2005040 - Heimsókn frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 3. júní
20. 2005026 - Bréf Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga til sveitarstjórna 2020
EFS bréf til sveitarstjórna maí 2020.pdf
21. 2005031 - Stuðningur til að efla virkni vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19
Samþykkt hefur verið að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög, sem umfram hefðbundið sumarstarf sumarið 2020, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn
Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19.pdf
22. 2005030 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19
Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla enn frekar félagsstarf fullorðinna í sumar
Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19.pdf
23. 1912023 - Starfsemi Skeljungs Vesturbraut 20 Búðardal
Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af bruna- og mengunaráhættu. Staðsetning er við lóðarmörk en er nógu langt frá húsnæði en áhyggjur eru af gluggum.
Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 23 (í síma).
24. 2004022 - Samningur um tæmingu rotþróa
Tvö verðtilboð bárust.
Ákveðið að semja við þann aðila sem býður lægra verðið. Viðari falið að ræða við aðila um götusópun þar sem hámarksfjöldi tíma verði 15.
Samþykkt samhljóða.
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 23.
25. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Almannavarnir hafa aflýst neyðarstigi. Viðbragsteymi hefur hætt að hafa fasta fundi.
26. 2005036 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna áhrifa Covid-19 á opinber fjármál
Til sveitarstjórna landsins.pdf
27. 1807013 - Vínlandssetur
Framkvæmdir við Vínlandssetur stefna í að fara umfram áætlun. Byggðarráð lýsir yfir óánægju með að þessar upplýsingar hafi ekki komið fram fyrr.
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda og Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 27.
28. 1911008 - Tilboð vegna fráveitu í Búðardal, landagnir
Niðurstöður útboðs vegna fráveituframkvæmda kynntar.
Fjögur tilboð bárust. Kostnaðaráætlun var 24.212.000
Íslandsgámar ehf. kr. 34.943.240
Stafnafell ehf. kr. 21.364.250
Jenni ehf. kr. 27.793.850
Kolur ehf. kr. 35.925.200

Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda.
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 28.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta