Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 31

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.09.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Sigurður Bjarni og Sigrún Hanna boða forföll við upphaf fundar.

Frá síðasta fundi hefur atvinnumálanefnd Dalabyggðar fundað með forsvarsaðilum RARIK vegna starfstöðvar í Búðardal, framkvæmdaáætlana innan Dalabyggðar á komandi mánuðum og árum.

Lagt til að mál nr. 2209016 - Umsögn sveitarfélags vegna umsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða komi inn sem dagskrárliður 3. Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við það.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir málaflokk atvinnumála í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
Skoðað verði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð að gera ráð fyrir upplýsingaskiltum innan þéttbýlis varðandi þjónustuframboð eða kostnaði fyrir uppfærslu á núverandi skilti.
Skoða verði að uppfæra þjónustuskilti við mynni dala innan sveitarfélagsins.
2. 2011018 - Áfangastaðaáætlun 2021-2023
Unnið að uppfærslu verkefnalista í Áfangastaðaáætlun Vesturlands.
Uppfærslan er unnin í vinnuskjali og verður því ekki birt fyrr en uppfærsla allra sveitarfélaga innan SSV liggur fyrir.

Áfangastaðaáætlun yfirfarin og verkefnastjóra falið að skila gögnum til Áfangastaðastofu Vesturlands.
3. 2209016 - Umsögn sveitarfélags vegna umsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Óskað er eftir jákvæðri umsögn Dalabyggðar vegna fyrirhugaðar styrkumsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Lagt til að Dalabyggð gefi jákvæð viðbrögð við beiðni um umsögn/viljayfirlýsingu um uppbyggingu áningarstaða/opna skóga.
Mál til kynningar
4. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022
Atvinnuleysistölur fyrir ágúst 2022.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 1.

Lagt fram til kynningar.
Atvinnuleysi-agust-22-toflur.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:01 

Til bakaPrenta