Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 24

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.08.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuþróunar hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi kemur á fundinn.
Rætt er um stöðuna, möguleika og framtíðarsýn fyrir atvinnumál í Dalabyggð.
Samdráttur í ákveðnum atvinnugreinum á meðan ferðaþjónusta á svæðinu eykst og styrkist. Samdráttur í landbúnaði á svæðinu, gæti þurft að horfa í átt til ákveðinnar breytingar þar. Breyta úr þjónustu við landbúnað yfir í þjónustu t.d. við ferðaþjónustu eða þá atvinnugrein sem sterk er hverju sinni. Það er slæm staða ef að ástand vega í héraðinu fer að hamla framþróun, þ.e. ef menn leggja ekki í breytingar vegna þess að vegakerfið styður ekki við þær til lengri tíma. Tækifæri til ræktunar í firðinum. Verið að kanna möguleika á að sækja um styrk í Byggðaáætlun (C1) sem nýta á til að styrkja svæðið, slíkt ferli tekur ákveðin tíma en styrkir ekki síður sjálfsmynd svæðisins og samstöðu íbúa. Vöntun er á íbúðarhúsnæði í Dalabyggð m.a. þörf fyrir minni leiguíbúðir svo hægt sé að fá starfsfólk inn á svæðið ásamt frágangi á gatnakerfi fyrir skipulagðar lóðir. Kanna þyrfti möguleika á ræktun í stað hefðbundinar grasræktunar í ræktanlegu landi sem annars fellur jafnvel úr notkun s.s. iðnaðarhamp eða repju. Skoða nýtingu á því húsnæði sem sveitarfélagið á og hægt væri að nýta til atvinnu. Fleiri tækifæri verða með tilkomu iðnaðarhverfis sem er í skipulagsferli.
2. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Nýting á húsnæði í eigu sveitarfélagsins rædd.
Rætt undir dagskrárlið 1.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:23 

Til bakaPrenta