Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 28

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Alexandra Rut Jónsdóttir aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209004 - Jörvagleði 2023
Nefndin heldur áfram skipulagningu fyrir Jörvagleði 2023.
Athuga þarf með húsnæði fyrir sýningar og auglýsa eftir þátttöku ásamt því að hafa samband við þá sem hafa sýnt áhuga.

Ásmundi Sveinssyni verður gert hátt undir höfði.
Farið verður í að safna þátttakendum í einstaka dagskrárliði.
Setningarathöfn verður á miðvikudagskvöldinu.
Stefnt að kvöldviðburðum alla hátíðina.
Félög, íbúar og fyrirtæki verði hvött til þátttöku.
Unnið áfram að dagskránni.
2. 2005013 - Menningarviðburðir í Dalabyggð
Nefndin ræðir aðra viðburði í Dalabyggð.
Nefndin ræðir möguleika á fleiri og smærri viðburðum, hvernig sé hægt að útbúa þá og skipuleggja.
Viðburði í aðventunni, viðburði nærri páskum og að sumri.

Menningarmálanefnd hvetur íbúa til að hafa samband við nefndina ef þeir hafa hugmyndir varðandi viðburði og minnir á menningarmálaverkefnasjóðinn sem verður auglýstur 2. desember n.k. þar sem hægt er að sækja um fyrir viðburði og fleira menningartengt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til bakaPrenta