Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 318

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
02.02.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Framlögð kostnaðaráætlun frá Verkfræðistofunni Eflu vegna vinnu við deiliskipulag í Hvömmum.
Byggðarráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun vegna vinnu við deiliskipulag í Hvömmum.
2. 2401044 - Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki I
Framlögð tillaga að Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2024.
Hækka kostnað v.Barnaverndar kr. 27.000.000
Tekjur v.mótframlags ríkisins allt að kr. 5.400.000
Hækkun kostnaðar v.Lengdrar viðveru kr. 1.967.000
Hækkun kostnaðar v.Deiluskipulags kr. 2.000.000
Hækkun á húsaleigutekjum kr. 11.900.000

Samtals breytingar á A-sjóði kr. 13.667.000 og til lækkunar á handbæru fé

Viðauki_1.pdf
3. 2312008 - Ábyrgð á ráðstöfun aukaafurða dýra (dýraleifa)
Framlagt afrit af minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sent var til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu vegna ábyrgðar á ráðstöfun dýraleifa.
Byggðarráð þakkar fyrir minnisblaðið og hvetur til þess að málinu sé komið í réttan farveg eins og lýst er í framlögðu minnisblaði.
minnisblad ábyrgd á radstofun dyraleifa utsent.pdf
4. 2110010 - Sjúkraþjálfun í Dalabyggð
Framlagt erindi vegna mögulegrar starfsemi sjúkraþjálfunar í Dalabyggð og regluverks Sjúkratrygginga Íslands.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að eiga samskipti við Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðherra í samræmi við erindið og umræður á fundinum.
Erindi á byggðaráð_sjúkraþjálfun.pdf
5. 2401017 - Heilsuefling
Framlagt erindi með hvatningu um að heilsuefling fyrir eldri borgara í Dalabyggð verði efld með t.d. samstarfi við Janus heilsueflingu
Byggðarráð þakkar fyrir erindið.
Þá bendir ráðið á nýgerðan samning sveitarfélagsins við Umf. Óla pá um gjaldfrjáls afnot elli- og örorkulífeyrisþega af líkamsræktinni að Vesturbraut 8 og því góða starfi sem Íþróttafélagið Undri hefur haldið úti fyrir eldri borgara í aðstöðunni.
Sveitarfélagið leitar reglulega leiða til að stuðla að heilsueflingu íbúa og verður erindið tekið með til frekari skoðunar í þeim málum.
6. 2401021 - Varúðarniðurfærsla skattkrafna 2023
Kynnt tillaga um að varúðarniðurfærsla vegna útistandandi skattkrafna verði hækkuð.
Samþykkt samhljóða.
7. 2401022 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Kynnt umsókn um leikskólavist í Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða.
8. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur í Dalabyggð
Sveitarstjóri kynnti stöðu á vinnu starfshópsins.
Mánudaginn 29. janúar var haldinn opinn fundur með starfshópi ráðuneytisins.
Verið er að taka saman punkta frá fundinum sem verða birtir á næstu dögum.
9. 2401037 - Umsagnarb. tækifærisleyfi Þorrablót Suður-Dala
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts 10. febrúar n.k. með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007.
Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, þ.e. fædd 2006 eða 18 ára á árinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Árbliki 10. febrúar 2024.
10. 2401042 - Umsagnarbeiðni Rekstrarleyfi Sælukotið Árblik
Framlögð umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi varðandi útgáfu rekstrarleyfis.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við rekstrarleyfi með þeim fyrirvara að rekstraraðili hafi gert samning vegna sorphirðu.

Samþykkt samhljóða.
11. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
12. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Rætt um ljósleiðarakerfi Dalaveitna, stöðu og horfur.
Sveitarstjóri mun eiga fund með Mílu um miðjan mánuðinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:07 

Til bakaPrenta