Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 24

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.03.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Sigrún Hanna Sigurðardóttir boðar forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Nefndin fer yfir og afgreiðir innsendar umsóknir.
6 umsóknir bárust og þakkar nefndin kærlega fyrir góðar undirtektir.

Eftirfarandi úthlutun lögð fram til afgreiðslu í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins:

Skemmtikvöld Slysavarnadeildar Dalasýslu: 30.000 kr.-
Byggðasafn Dalamanna - Bæir í Miðdölum (ljósmyndasýning): 40.000 kr.-
Byggðasafn Dalamanna - Bæir á Skarðsströnd (ljósmyndasýning): 40.000 kr.-
Jólatónleikar - Er líða fer að jólum: 90.000 kr.-

Samþykkt samhljóða.
2. 2110030 - Bæjarhátíð 2022
Nefndin vinnur áfram að dagskrá Heim í Búðardal 2022.
Nefndin vinnur áfram að dagskrá, búið er að hafa samband við nokkra aðila og einnig hafa borist erindi frá þátttakendum fyrri hátíða.
3. 2203007 - Aðgengi að bókasafni
Nefndin skoðar tillögur vegna aðgengismála að Héraðsbókasafni Dalasýslu
Nefndin ræðir möguleika á aðgangsstýringu að Héraðsbókasafni Dalasýslu með það að markmiði að rýmka aðgang íbúa að safninu. Nefndin leggur til við byggðarráð að kannaðar verði lausnir til að ná því markmiði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til bakaPrenta