|  | |  | 
| | 1. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður |  |
 | 6 umsóknir bárust og þakkar nefndin kærlega fyrir góðar undirtektir. 
 Eftirfarandi úthlutun lögð fram til afgreiðslu í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins:
 
 Skemmtikvöld Slysavarnadeildar Dalasýslu: 30.000 kr.-
 Byggðasafn Dalamanna - Bæir í Miðdölum (ljósmyndasýning): 40.000 kr.-
 Byggðasafn Dalamanna - Bæir á Skarðsströnd (ljósmyndasýning): 40.000 kr.-
 Jólatónleikar - Er líða fer að jólum: 90.000 kr.-
 
 Samþykkt samhljóða.
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 2. 2110030 - Bæjarhátíð 2022 |  |
 | Nefndin vinnur áfram að dagskrá, búið er að hafa samband við nokkra aðila og einnig hafa borist erindi frá þátttakendum fyrri hátíða. |  |  |  |  | 
 | 
| | 3. 2203007 - Aðgengi að bókasafni |  |
 | Nefndin ræðir möguleika á aðgangsstýringu að Héraðsbókasafni Dalasýslu með það að markmiði að rýmka aðgang íbúa að safninu. Nefndin leggur til við byggðarráð að kannaðar verði lausnir til að ná því markmiði. |  |  |  |  | 
 |