Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 10

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.06.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Hlöðver Ingi Gunnarsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
Fyrirkomulag bæjarhátíðar rætt og dagskrá yfirfarin.
Farið er yfir þá dagskrárliðið sem eru komnir og rætt um hverju skuli bæta við.
Vegna lítils áhuga á þátttöku í kjötsúpurölti verður um að ræða kjötsúpurölt/hverfagrill til að fleiri geti tekið þátt.
Einhverjir ferðaþjónar eru búnir að lýsa yfir áhuga á að vera með í dagkskrá.
Margir bæði brottfluttnir og látnir sem hafa í gegnum tíðina tekið og átt mikið af myndum. Hafa í huga fyrir næstu hátíð að skoða möguleika á ljósmyndasýningu sem sýnir gamla daga.
Nefndin vinnur áfram að skipulagi bæjarhátíðar.
2. 2006010 - Ráðstefna um aukið samstarf safna á Vesturlandi
Nefndarmenn hafa fengið boð á netráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi.
Nefndarmenn fagna auknu samtali um samstarf safna á Vesturlandi.
3. 2005013 - Menningarviðburðir í Dalabyggð
Fyrirkomulag á hátíðarhöldum 17.júní rætt
Dagskrá verður að megninu til í streymi auk skemmtidagskrár fyrir börn.
Þar sem dagskrá hefur undan farin ár verið á flötinni við Silfurtún og er eins í ár, verður gætt að því að sú dagskrá hitti ekki á aðra dagskrá íbúa Silfurtúns hér eftir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta