Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 40

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
21.08.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Bjarnheiður Jóhannsdóttir kom ekki inn á fundinn fyrr en eftir 1. dagskrárlið.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Farið yfir stöðu mála.
Nefndin upplýst um stöðu mála.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir kemur inn á fundinn.
2. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrispurn um viðhald og endurnýjun
Lagt er fram svar RARIK til Dalabyggðar vegna fyrirspurnar atvinnumálanefndar. Svarið barst 25.07.2023.
Farið yfir svarbréf RARIK, nefndin þakkar fyrir svarið.

Einnig rætt um fund með forsvarsmönnum RARIK síðar í vikunni.
Svar til Dalabyggðar v fyrirspurnar frá atvinnumálanefnd 25.07.2023.pdf
Viðhaldsáætlun hitaveitna RARIK.pdf
Viðbragðsáætlun hitaveitna.pdf
3. 2210026 - Uppbygging innviða
Farið yfir stöðu mála.
Garðar kynnir stöðuna á uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Mál til kynningar
4. 2208004 - Vegamál
Skýrsla sem nefndin vann um forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð var send með sem fylgigagn við umsögn sveitarfélagsins við drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn Dalabyggðar við mál nr.112_2023 (samgönguáætlun)..pdf
5. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Atvinnuleysistölur fyrir maí 2023, tölur fyrir júní og júlí hafa ekki verið birtar á vef Vinnumálastofnunar.
Þó ber að nefna að í skýrslu júlímánaðar kemur fram að almennt atvinnuleysi hefur farið lækkandi, var 3,7% í janúar á þessu ári en stóð í 2,8% í júlí.
Fjöldi atvinnulausra í lok maímánaðar í Dalabyggð var 3.

atvinnuleysi_2023_mai.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til bakaPrenta