Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 100

Haldinn á fjarfundi,
27.11.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Haraldur Haraldsson skólastjóri,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Sigríður Huld Skúladóttir, Formaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2011029 - Ungmennaráð Dalabyggðar 2020 - 2021
Skipun fulltrúa í ungmennaráð Dalabyggðar
Fræðslunefnd óskaði eftir tilnefningum í ungmennaráð og gáfu 7 stúlkur kost á sér, ein af þeim hefur ekki náð 14 ára aldri og kemur því ekki til greina þetta árið. Til að gæta jafnréttis kynjanna var reynt að fá stráka til að gefa kost á sér í ráðið en án árangurs.

Ungmennaráð Dalabyggðar skal skipað 4 ungmennum á aldrinum 14-20 ára, tveir aðilar af þeim skulu vera á aldrinum, 17-20 ára, einn á aldrinum 14-16 ára og varamaður á aldrinum 14-20 ára.

Tveir aðilar eru á aldrinum17-20 ára og eru því sjálfskipaðir í ráðið, milli hinna fjögra var ákveðið að velja á milli með að draga tvö nöfn úr potti.

Ungmennaráð Dalabyggðar 2020-2021 er skipað eftirfarandi ungmennum:

Sigurdís Katla Jónsdóttir
Soffía Meldal Kristjánsdóttir
Birna Rún Ingvarsdóttir
Dagný Sara Viðarsdóttir

Samþykkt samhljóða
Mál til kynningar
2. 2005037 - Niðurstöður ytra mats Auðarskóla
Niðurstöður ytra mats lagðar fram.
Haraldur Haraldsson skólastjóri fór yfir niðurstöður ytra mats.
Auðarskóli.pdf
Auðarskóli - foreldrabréf.pdf
3. 2003031 - Breytingar á skólastarfi vegna heimsfaraldurs COVID-19
Haraldur skólastjóri fer yfir skólastarfið og þær takmarkanir á skólastarfinu sem hafa verið vegna covid-19. Skólanum var skipt niður til að uppfylla sóttvarnir auk þess að kennsla miðstigs fer fram í Leifsbúð. Nemendur sem og allir eru jákvæðir og hefur skólastarf gengið vel.
4. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Upplýsingar um framkvæmd framhaldsdeilda/útibúa frá framhaldsskólum.
Fræðslunefnd mun vinna áfram að málinu.
samantekt_framhaldsskólar_svör.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:20 

Til bakaPrenta