Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 34

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
16.06.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020
Almenn umræða um starfsemina.
2. 2001028 - Útboð/verðkönnun vegna mötuneytis.
Samþykkt samhljóða að fela hjúkrunarframkvæmdastjóra í samráði við formann stjórnar að útbúa kröfulýsingu vegna mötuneytis Silfurtúns. Í framhaldi af því verði auglýst eftir verktaka. Stefnt að því að auglýst verði í júlí.
3. 1910017 - Svar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna rekstrar Silfurtúns
Í svari HVe kemur fram að stofnunin hafni beiðni Dalabyggðar um að taka við rekstri Silfurtúns. Stjórn Silfurtúns hvetur sveitarstjórn til að halda áfram með málið gagnvart heilbrigðisráðuneytinu.
Mál til kynningar
4. 2005038 - Vinnuhópur lítilla hjúkrunarheimila innan SFV
Hjúkrunarframkvæmdastjóri hefur tekið þátt í starfi vinnuhópsins. Verið að vinna að blaðagrein.
5. 2005029 - Fundir SFV 2020
Hjúkrunarframkvæmdastjóri, formaður stjórnar og sveitarstjóri sátu aðalfund Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05 

Til bakaPrenta