Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 126

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.04.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Fyrir liggur tillaga að aðalskipulagi Dalabyggðar og minnisblað með svörum við athugasemdum í kjölfar yfirferðar Skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur yfirfarið umsögn Skipulagsstofnunar dags. 19.4.2022 um tillögu að aðalskipulagi Dalabyggðar og samþykkir að aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrsla hennar verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.
gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, að gerðum þeim lagfæringum sem lýst er í minnisblaði dags. 24.4.2022 með fyrirvara um afgreiðslu sveitarstjórnar um aðalskipulagsbreytingar vegna vindorkuvera í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima.

Samþykkt samhljóða.
Aðalskipulag_Dalabyggðar_yfirferð skipulagsstofnunar (ID 272895).pdf
ASK-Dalabyggdar 2020-2032-GRG-tillaga (ID 176795).pdf
2. 2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Úr fundargerð 217. fundar sveitarstjórnar 05.04.2022, dagskrárliður 34:
2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Lagt er til að ærslabelgur verði settur niður á strandblakvellinum í Búðardal.
Til máls tók: Kristján, Jón Egill, Anna, Pálmi, Skúli og Kristján (annað sinn).
Tillaga að staðsetning verði lögð fyrir ungmennaráð, umhverfis- og skipulagsnefnd og fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 109. fundar fræðslunefndar 13.04.2022, dagskrárliður 1:
2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Úr fundargerð 217. fundar sveitarstjórnar 05.04.2022, dagskrárliður 34:
2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Lagt er til að ærslabelgur verði settur niður á strandblakvellinum í Búðardal.
Til máls tók: Kristján, Jón Egill, Anna, Pálmi, Skúli og Kristján (annað sinn).
Tillaga að staðsetning verði lögð fyrir ungmennaráð, umhverfis- og skipulagsnefnd og fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd mælir með því að ærslabelgurinn verði settur niður á strandblakvellinum.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að strandblaksvöllurinn verði skoðaður sem fyrsti valkostur fyrir ærslabelg þar sem kostnaður við undirlag verður í lágmarki.

Samþykkt samhljóða.
Ærslabelgur.pdf
Búðardalur - Ærslabelgir - 2021.pdf
3. 2204021 - Stofnun lóðar í Giljalandi
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Giljalands, landnr. 137528.
Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.
Giljaland-skemma-lóðamynd-1.01-2022.04.03.pdf
Mál til kynningar
4. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ákvörðun ráðherra varðandi breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima.
Nefndin tekur undir með ráðherra um óhóflegar tafir á afgreiðslu málsins hjá Skipulagsstofnun.

Þar sem fyrir liggur ákvörðun ráðherra um synjun á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umrætt iðnaðarsvæði verði skilgreint sem varúðarsvæði.

Samþykkt samhljóða.
Ákvörðun ráðherra í máli IRN22011084 varðandi breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar.pdf
5. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ákvörðun ráðherra varðandi breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin tekur undir með ráðherra um óhóflegar tafir á afgreiðslu málsins hjá Skipulagsstofnun.

Þar sem fyrir liggur ákvörðun ráðherra um synjun á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umrætt iðnaðarsvæði verði skilgreint sem varúðarsvæði.

Samþykkt samhljóða.
Ákvörðun ráðherra í máli IRN22011084 varðandi breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45 

Til bakaPrenta