Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 343

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.12.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Á 262. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var Fjárhagsáætlun 2026 - 2029 vísað til seinni umræðu. Farið yfir stöðu mála og þær breytingar sem orðið hafa í kjölfar vinnu á milli umræðna og íbúafunda sem haldnir voru þann 2. desember sl.
Byggðarráð þakkar starfsmönnum Dalabyggðar fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í vinnu við fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir að beina fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2026 til 2029 til seinni umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar, með áorðnum breytingum í fjárfestingum er varðar hundagerði, eftir framkomnar ábendingar. Í stað hundagerðis verður fjármagninu varið til opinna svæða.
2. 2512001 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki VI
Framlögð tillaga að Viðauka VI við fjárhagsáætlun 2025.

Í tillögunni felast breytingar á rekstrarliðum til kostnaðarlækkunar í A-sjóði um 8,0 m.kr. Einnig eru lagðar til breytingar varðandi eignfærslur sem nema, til hækkunar á þeim lið, 636 þús.kr.
Einnig er lagt til að veitt verði heimild til tilfærslu á milli bókhaldslykla sbr. yfirferð á fundinum - ekki fylgja breytingar til hækkunar eða lækkunar útgjalda vegna þeirra aðgerða.

Áætluð afkoma A og B hluta á árinu 2025 er um 139,8 m.kr. í rekstrarafgang.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki_6.pdf
3. 2511008 - Erindi frá Foreldrafélagi Auðarskóla
Framlagt erindi frá foreldrafélagi Auðarskóla.
Byggðarráð vísar málinu til umsagnar fræðslunefndar.
Erindi frá foreldrafélagi Auðarskóla.pdf
4. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024/2025
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina og lagðar fram fundargerðir verkfunda. Rætt um fyrirliggjandi tillögur að búnaðarkaupum og fleira því tengt.
Unnið er að innkaupum m.a. á tækjum í líkamsrækt, ræstingar- og þvottavörum.

Verið er að ganga frá ráðningum og tímalína stenst enn, þ.e. afhending í byrjun febrúar.
5. 2501006 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2025
Framlögð fundargerð og fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2026.
199_2025 1117_Samþykkt fundargerð..pdf
6. 2512002 - Erindi frá ADHD samtökunum
Framlagt erindi með ósk um stuðning frá ADHD samtökunum.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við því að svo stöddu.
7. 2511026 - Þóknun kjörstjórnar
Lagt fram minnisblað frá formanni sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra.

Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga um að þóknun fulltrúa í sameiginlegri kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra verði í samræmi við þóknun fulltrúa í kjörstjórn Húnaþings vestra. Formaður fái greiddar kr. 8.664 pr. klst. Aðrir stjórnarmenn kr. 7.076 pr. klst.

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu. Vert er að taka fram að þóknun kjörstjórnar greiðist af sérstökum styrk Jöfnunarsjóðs til sameiningarviðræðna.
8. 2511027 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Kynnt framkomin umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt samhljóða.
9. 2501029 - Skammtímadvöl barna
Framlögð drög að viljayfirlýsingu milli sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar um uppbyggingu skammtímadvalar fyrir fötluð börn á Vesturlandi

Sveitarstjóri undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Dalabyggðar miðvikudaginn 3. desember 2025.
10. 2511028 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasölu (skoteldar)
Björgunarsveitin Ósk óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar smásölu á skoteldum í húsnæði sveitarinnar að Vesturbraut 12b. Fyrirkomulag verður með sama sniði og fyrri ár.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við sölu Björgunarsveitarinnar Óskar á skoteldum.

Samþykkt samhljóða.
11. 2511030 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasýningar 2025
Björgunarsveitin Ósk óskar eftir umsögn og leyfi landeigenda vegna fyrirhugaðrar flugeldasýningar á Gamlárskvöld þ.e. 31. desember nk. Áætlaður sýningartími er kl. 21:00 og áætluð staðsetning á gömlu bryggjunni eins og undanfarin ár.
Byggðarráð veitir fyrir hönd Dalabyggðar sem landeiganda leyfi fyrir flugeldasýningu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisumsóknir fyrir flugeldasýningu á Gamlárskvöld.

Samþykkt samhljóða.
thumbnail_Flugeldasýning í Búðardal_yfirlitsmynd.pdf
Ásmundur Einar Daðason mætir á fundinn sem gestur undir dagskrárlið 12. Bold Magvan ræðismaður Íslands í Mongólíu, Teitur Erlingsson og Kristjan Edwards mæta á fundinn í gegnum fjarfundabúnað undir dagskrárlið 12.
12. 2512003 - Mögulegt samstarf við Dalabyggð er tengist Mongólíu
Rætt um mögulegt samstarf við Dalabyggð um þróunarverkefni sem tengist Mongólíu.
Ásmundur kynnti drög að samstarfs- og þróunarverkefni sem tengist Mongólíu.

Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna.

Lagt er til að Dalabyggð haldi samtalinu varðandi verkefnið áfram, með mögulegt samstarf í huga.

Samþykkt samhljóða.
13. 2511031 - Samningur við verkefnastjóra hátíðarhalda 2026
Auglýst var eftir verkefnastjóra hátíðarhalda í Dalabyggð 2026.

Samið hefur verið við Ingibjörgu Grétu Gísladóttur um undirbúning, skipulag og framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní og bæjarhátíðarinnar Heim í Búðardal.

Mál til kynningar
14. 2511006 - Þjónusta sveitarfélaga, húsnæði þess og innviðir - Skýrsla RBS
Skýrsla Rannsóknarstofnunar í Byggða- og sveitarstjórnarmálum um Þjónusta sveitarfélaga, húsnæði þess og innviðir lögð fram til kynningar.
Thjonusta svf husnaedi og innvidir SKYRSLA..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til bakaPrenta