Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 260

Haldinn á fjarfundi,
07.12.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Frestað á síðasta fundi.
Gjaldskrár Auðarskóla, Silfurtúns, Vatnsveitu, Slökkviliðs, Fráveitu, félagsheimila, hafna Dalabyggðar, Íþróttamiðstöðvar Laugum, vegna hundahalds, fyrir söfnun og eyðingu sorps og söfnun og eyðingu dýraleifa samþykktar samhljóða og verða lagðar fyrir sveitarstjórn.

Byggðarráð leggur til að eftirtaldar breytingar verði gerðar á tillögu að fjárhagsáætlun þannig að fjárfestingar hækki um kr. 1.500.000 (vegna sorphirðu) og rekstrarliðir um kr. 4.258.000 (þjónustusamningar hækkun um kr. 1.014.000, heilbrigðiseftirlitsgjöld hækkun um kr. 500.000, framlag til B hluta hækkun um kr. 331.000, starfræn þjónusta nýtt kr. 280.000, jólagjafir nýtt kr. 450.000, vaxtakostnaður lækkun kr. 85.000, framlag frá A hluta til B hluta kr. 331.000, aðrar húsaleigugreiðslur v. skóla nýtt kr. 250.000, sameiginlegur kostn hækkun kr. 1.876.000).
Samþykkt samhljóða.

Greinargerð vegna fjárhagsáætlunar staðfest.
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2021-2024 - DRÖG 2.pdf
Fjárhagsáætlun 2021-2024.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1. Ingibjörg, Magnína og Kristján viku af fundi undir lok umræðu um dagskrárlið 1.
2. 2012004 - Álit vegna fjárhags
Álit vegna fjárhags, í samræmi við 66. gr sveitarstjórnarlaga nr, 238/2011 með síðari breytingum, um miklar fjárfestingar og skuldbindingar.
Niðurstaða sérfræðiálitsins er að ekki verði séð að áform um fjárfestingu á íþróttamannvirkjum hafi verulega íþyngjandi langtímaáhrif á rekstur og fjárhag sveitarfélagsins gangi áætlanir eftir að öðru leyti.

Byggðarráð óskar eftir gerðir verði útreikningar á greiðslum m.t.t. þess að sala á Laugum dragist og rekstrarkostnaðar á nýjum mannvirkjum.
Álit v fjárhags.pdf
Fygliskjal m áliti.pdf
3. 2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð
Núverandi samþykkt er frá 1995 og er orðin úrelt. Setja þarf nýja samþykkt vegna breytts fyrirkomuklags á söfnun úrgangs og flokkun.

Úr fundargerð 110. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 4.12.2020, dagskrárliður 11:
2012001 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð.
Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð.
Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á 7. grein: Fyrsta setning hefjist svo: „Fyrirtækjum, stofnunum, bújörðum og öðrum rekstraraðilum, sem starfa að einhverju leyti í Dalabyggð er skylt að flokka þann úrgang ....“
Jafnframt falli út 3. málsgrein 7. greinar.
Nefndin bendir á að gott væri að skilgreina í tillögunni meðferð bindigarns og neta af heyrúllum.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að samþykkt um meðhöndlun úrgangs verði samþykkt óbreytt.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - drög.pdf
4. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Tillaga um að stækka ílát fyrir flokkunarúrgang í dreifbýli.
Samþykkt samhljóða að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun að ílát fyrir endurvinnsluúrgang í dreifbýli verði 660 lítra.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sátu fundinn undir dagskrárliðum 3 og 4.
5. 2012003 - Umsögn um leyfi til sölu á skoteldum
Lögreglustjórinn á Vesturlandi Óskar eftir umsögn vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Ósk um sölu skotelda.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við leyfi til sölu skotelda.
Samþykkt samhljóða.
Björgunarsveitin Ósk.pdf
6. 2004009 - Afskriftir 2020
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi um afskriftir kr. 6.169.784.
Beiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi samþykkt samhljóða.
7. 2012007 - Álagning fasteignagjalda á vörugeymslu Vesturbraut 12
Beiðni um breytingu á gjöldum 2020 vegna lækkun fasteignamats og að fyrri ár verði skoðuð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að álagningu fyrir 2020 verði breytt í samræmi við nýtt fasteignamat en að álagning fyrri ára verði óbreytt.
8. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Umræða um útfærslu á styttingu á vinnutíma dagvinnufólks frá og með 1.01.2020.
Samþykkt samhljóða að leggja til að samið verði fyrst um fyrirkomulag styttingar vinnutíma til þriggja eða fjögurra mánaða og síðan gengið frá samningi til 2023.
9. 2003016 - Jafnlaunastefna
Endurskoðun jafnlaunastefnu, viðmið um launamun.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að við 6. málsgrein jafnlaunastefnunnar bætist við setningin "Stefnt er að því að óútskýrður launamunur verði minni en 1%."
Samþykkt samhljóða.
Jafnlaunastefna - undirrituð.pdf
Mál til kynningar
10. 1907006 - Jafnlaunavottun
Launagreining sýnir að 1,7% óútskýrður munur er á launum karla og kvenna, körlum í hag. Munurinn er ekki marktækur.
Úttekt vegna jafnlaunavottunar hjá Dalabyggð fór fram 3. og 4. desember sl. Niðurstaða í uttektarskýrslu er eftirfarandi: „Niðurstaða úttektarstjóra, að lokinni vottunarúttekt, er að jafnlaunakerfi DB uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Hvorki frávik né athugasemdir, þar sem kröfur voru ekki uppfylltar, standa eftir að lokinni vottunarúttekt. Þar af leiðandi mælir úttektarstjóri með að veitt verði vottun á jafnlaunakerfi DB innan hins tilgreinda gildissviðs, „allir starfsmenn DB“." Næsta skref í ferlinu er að vottunarnefnd tekur nú ákvörðun um vottun með hliðsjón af gögnum málsins. Niðurstaða mun liggja fyrir innan tveggja vikna.
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 8, 9 og 10.
11. 1905028 - Ægisbraut 2
Fyrirvarar í kauptilboði hafa verið uppfylltir og verður gengið frá kaupsamningi á næstunni.
12. 2012006 - Frá Sveitarfélaginu Skagafirði - Áskorun á Reykjavíkurborg
Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir áskorun Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Reykjavíkurborg og gerir bókun þess að sinni.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur frá Sveitarfélaginu Skagafirði 26_11_2020.pdf
13. 2012005 - Frá Bláskógabyggð - Miðhálendisþjóðgarður
Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir álit Bláskógabyggðar og gerir bókun þess að sinni.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur frá Bláskógabyggð 1_12_2020.pdf
14. 2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020
Alls eru 17 vikur í dvalar- og hjúkrunarrýmum sem hafa verið ónýttar á árinu og ekki nýst fyrir hvíldarinnlagnir.
Byggðarráð beinir því til stjórnar Silfurtúns að skoða nýtingu á rýmum.
Samþykkt samhljóða.
15. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.
Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.
Tillaga til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.
Tillaga til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.

Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun 322 mál.pdf
Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð 321 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum 106 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum 113 mál.pdf
16. 1807013 - Vínlandssetur
Byggðarráð tók á 258. fundi sínum 9.11.2020 ákvörðun um að hafna greiðslu á efnisreikningi vegna sýningu í Vínlandssetri. Kröfuhafi er ósáttur við niðurstöðuna.
Afstaða byggðarráðs er óbreytt.
17. 2008003 - Bilun í fráveitu
Umræða um reikninga vegna bilunar í fráveitu sl. sumar.
Niðurstaða færð í trúnaðarbók byggðarráðs.
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 17.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta