Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 244

Haldinn á fjarfundi,
24.04.2020 og hófst hann kl. 10:15
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá:
2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020, almennt mál, verði dagskrárliður 11.
2004022 - Samningur um tæmingu rotþróa, almennt mál, verði dagskrárliður 12.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III
Úr fundargerð 243. fundar byggðarráðs 16.04.2020, dagskrárliður 1:
2004011 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki III
Endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna covid-19.
Samþykkt að leggja fram viðauka, kr. 7.000.000 vegna fráveitu og kr. 1.500.000 vegna viðgerða í Skarðsstöð. Verði tekið af handbæru fé.
Unnið verði að endurskoðun fjárhagsáætlunar út fá því að halda óbreyttum rekstri, auka viðhald og flýta fjárfestingum vegna íþróttamannvirkja.
Samþykkt samhljóða.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.


Viðauki v. fráveitu og viðgerða í Skarðsstöð.

Tillaga að viðauka samþykkt samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð III.pdf
2. 2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
Úr fundargerð 243. fundar byggðarráðs 16.04.2020, dagskrárliður 3:
2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
Úr fundargerð 190. fundar sveitarstjórnar 02.04.2020, dagskrárliður 15:
2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
Verktakar í skólaakstri óska eftir að ákvæði um 50% greiðslu þegar skólaakstur fellur niður verði endurskoðað.
Til máls tóku: Kristján.
Oddviti leggur fram tillögu:
Erindi frá verktökum í skólaakstri vísað til fullnaðarafgreiðslu í byggðarráði. Við afgreiðslu málsins þarf að gæta að því að hún sé í samræmi við 90. gr. laga um opinber innkaup.
Greiðslur vegna mars verða samkvæmt ákvæði 5. mgr. greinar 1.5.6 í útboðsskilmálum.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra falið að óska eftir frekari upplýsingum frá verktökum.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að klára málið út frá eftirfarandi forsendum: Um er að ræða viðbrögð við fordæmalausum aðstæðum vegna Covid-19 og ekki fordæmisgefandi afgreiðslu. Frá greiðslu dragist breytilegur kostnaður s.s. eldsneyti og lækkun útgjalda vegna hlutabótaleiðar ríkisins.
Samþykkt samhljóða.
3. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Framhald í ljósi breytinga á samkomubanni. Birt hefur verið auglýsing um að öllum takmörkunum á starfi leik- og grunnskóla verði aflétt 4. maí. Sjá https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/

Byggðarráð telur nauðsynlegt að sveitarstjórn komi saman og ræði fyrirkomulag mála frá 4. maí.
Auglýsing nr 360_2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.pdf
Skóla- frístunda- og íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4 maí.pdf
4. 2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019,
Bókun með ársreikningi vegna Covid-19
Sveitarstjóra falið að leggja tillögu fyrir fund byggðarráðs sem verður 7. maí.
Samþykkt samhljóða.
5. 2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Úr fundargerð 241. fundar byggðarráðs 27.05.2020, dagskrárliður 12:
2002040 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Samþykkt að hefja undrbúning útboði. Gögn verði lögð fyrir fund byggðarráðs í apríl.

Stefnt að því að útboð verði auglýst í byrjun júní.
Samþykkt samhljóða.
6. 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
Innkaupareglursveitarfélagsins eru frá 18. janúar 2011. Frá þeim tíma hafa verið sett ný lög um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tekið hafa gildi gagnvart sveitarfélögum, að öðru leyti en því að 1. mgr. 23. gr. laganna um lágmarksfjárhæðir öðlast gildi gagnvart sveitarfélögum 31. maí 2019. Innkaupareglur sveitarfélagsins hafa ekki verið endurskoðaðar með hliðsjón af nýjum lögum.
Sveitarstjóra falið að endurskoða innkaupareglurnar. Verður tekið fyrir á fundi byggðarráðs í júní.
Samþykkt samhljóða.
Innkaupareglur Dalabyggðar 2011.pdf
Lög um opinber innkaup.pdf
7. 2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
Úr fundargerð 242. fundar byggðarráðs 26.03.2020, dagskrárliður 7:
2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
Kvenf. Fjóla óskar eftir endurnýjun á samningi frá 26.04.2017 vegna félagsheimilisins Árbliks
Frestað til næsta fundar.

Sveitarstjóra falið að gera drög að samningi til eins árs á eftirfarandi forsendum: Ekki verði greiðslur fyrir fundi félagsins, áfram verði mögulegt að nýta búnað skv. búnaðarlista en sækja verði um niðurfellingu á kostnaði vegna annarra viðburða til byggðarráðs á sama hátt og önnur félagasamtök gera.
Samþykkt samhljóða.
Beiðni frá Kvf. Fjólu með ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki.pdf
Hlutir í eigu kvenf.pdf
Gjaldskrá-félagsheimila-2020.pdf
8. 2001050 - Bátabrautin í Hnúksnesi
Úr fundargerð 243. fundar byggðarráðs 26.03.2020, dagskrárliður 21:
2001050 - Lagfæring á bátabrautinni í Hnúksnesi
Spurt er hverjar séu framtíðaráform Dalabyggðar varðandi umgengni á svæðinu bátabraut og bryggju í Hnúksnesi.
Sveitarstjóra falið að útbúa minnisblað um málið.

Sveitarstjóra falið að leita eftir afstöðu Hnúksness ehf. í málinu.
Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2001050 - Bátabrautin í Hnúksnesi.pdf
Myndir teknar 23_04_2020.pdf
9. 1511023 - Miðstöðvar og mangarar í Breiðafirði - útiskiltasýning
Óskað er eftir að samstarf sé hafið aftur en til þess var stofnað 2015.
Dalabyggð er tilbúin til samstarfs um verkefnið að því leyti sem það fellur að breyttum áherslum og stefnumótun sem hefur orðið síðan 2015. Ekki er gert ráð fyrir fjárframlögum vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
MA-verkefni_Tryggvi-Dór_Loka.pdf
10. 1904034 - Sorphreinsun - útboð 2020 - 2022
Framlenging núverandi samnings um tvo mánuði.
Sveitarstjóra veitt heimild til að framlengja núverandi samning um tvo mánuði.
Samþykkt samhljóða.
11. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.
Bent er á að skólaskrifstofum er ætlað umtalsvert hlutverk skv. þingsályktunartillögunni en sú þjónusta er ekki til staðar hjá öllum sveitarfélögum. Sveitarstjóra falið að skila inn umsögn.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025 643 mál.pdf
12. 2004022 - Samningur um tæmingu rotþróa
Samningur við verktaka vegan tæmingu rotþróa er runninn út.
Leitað verði verðtilboða og gerður samningur við þjónustuaðila fyrir 2020.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
13. 2004003 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Dalabyggðar að óska umsagnar Minjastofnunar vegna skógræktarverkefna
Drög að greinargerð lögð fram.
14. 2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli
Sveitarstjóra falið að gera samning við Sturlufélagið um framkvæmd verksins.
Samþykkt samhljóða.
Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og afturköllun fyrri ákvörðunar_.pdf
15. 2003020 - Athugasemdir vegna afgreiðslu sveitarstjórnar - skógrækt á Hóli í Hvammssveit
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis lögð fram.
Til umboðsmanns Alþingis - svar við bréfi dags 12_03_2020 - mál nr 10388_2020.pdf
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis.pdf
16. 2004018 - Ársfjórðungsyfirlit 2020
Yfirlit yfir fyrsta fjórðung 2020 lagt fram. Verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.
17. 1905010 - Götulýsing í Dalabyggð
Gert er ráð fyrir að slökkt verði á götulýsingu 15. maí til 15. ágúst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta