Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 280

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.11.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtalið mál bætist á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2111021 - Leyfi og umsögn vegna flugeldasýningu og brennu, almennt mál, verði dagskrárliður 11.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Gjaldskrár fyrir árið 2022:
- Gjaldskrá Auðarskóla
- Gjaldskrá Silfurtúns
- Gjaldskrá, leiga beitar- og ræktarlands
- Gjaldskrá, geymslur á Fjósum
- Gjaldskrá fráveitu
- Gjaldskrá félagsheimila
- Gjaldskrá fyrir hundahald
- Gjaldskrá slökkviliðs
- Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar á Laugum
- Gjaldskrá Vatnsveitu
- Gjaldskrá hafna Dalabyggðar
- Gjaldskrá bókasafns
- Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjalda
- Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps
- Gjaldskrá fyrir hirðingu og förgun dýraleyfa

Breytingatillögur eftir fyrri umræðu.
- Staðgreiðsla hækkat um 10 m.kr.
- Jöfnunarsjóður lækkaður um 10 m.kr.

- Laun hækkuð 3,775 m.kr.
- Framlag 1,602 millj í í málaflokki 20 og líka 53
- Tekjur lækka 4,717 v. nemenda utan sveitarfélag
- Tekjur hækka 2,868 v. byggingarleyfis, gatnagerða, fráveitu og vatnsveitu
- Tekjur lækka 508 þús v. lækkunar á húsaleigu félagslegrar húsnæðis’
- Gjöld lækka um 250 þús v. heinlætismála og um 116 þús v.brunamála.
- Gjöld hækka 250 v.félaglegra húsnæðis og 184 þús v.matarkostnaðar

Fjárfestingar, upphæðir vegna íþróttamannvirkja.

Gert verði ráð fyrir framkvæmdakostnaði vegna íþróttamiðstöðvar kr. 950 m.kr. í fjárhagsáætlun.
Breytingar á tillögu að fjárhagsáætlun samþykktar.
Gjaldskrár:
Hækkun á sorpgjöldum verði 20% fyrir heimili í sveitarfélaginu og einbýlishús í þéttbýli en sorpjald fyrir frístundahús og einbýlishús í dreifbýli um 5%.
Vistgjöld vegna leikskóla verði skoðuð með lækkun í huga.
Gjaldskrár staðfestar og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
GJALDSKRÁ fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð 2022.pdf
Bókasafn Dalabyggðar - gjaldskrá 2022.pdf
Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2022 - tilb..pdf
Gjaldskrá vatnsveitu 2022.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps 2022 - tilb..pdf
Gjaldskrá Íþróttamiðst Laugum 2022 - tilb..pdf
Gjaldskrá félagsheimila 2022 - tilb_.pdf
Gjaldskrá Slökkvilis Dalabyggðar 2022 - tilb..pdf
Gjaldskrár Fjósar 2022 - tilb..pdf
Gjaldskrá fyrir Silfurtún 2022 - tilb..pdf
GJALDSKRÁ fyrir hundahald 2022 - tilb..pdf
GJALDSKRÁ fráveitu í Dalabyggð 2022 - tilb..pdf
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2022 - tilb..pdf
Gjaldskrá Auðarskóli 2022 - tilb..pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1. Þá kom Haraldur Reynisson endurskoðandi inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað undir þessum dagskrárlið.
2. 2111020 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VIII.
Umræða um viðauka.
Verður tekið fyrir á aukafundi 6. desember.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari, Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sátu fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 2110048 - Umsókn um lóð - Bakkahvammur 13
Umsókn frá Pálma Ólafssyni um lóðina Bakkahvamm 13 fyrir einbýlishús.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Bakkahvammi 13 til Pálma Ólafssonar með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðin er núna skilgreind sem raðhúsalóð.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fram fari minniháttar breyting á deiliskipulagi þar sem lóðinni Bakkahvammi 13 verði breytt úr raðhúsalóð í lóð fyrir einbýli og lóðinni Bakkahvammi 15 verði breytt úr raðhúsalóð fyrir fjórar íbúðir í lóð fyrir þrjár íbúðir. Jafnframt verði lóðaúthlutun til Bakkahvamms hses. breytt þannig að stofnuninni verði úthlutað lóðinni Bakkahvammi 15 í stað Bakkahvamms 17.

Samþykkt samhljóða.
4. 2111011 - Vinnslutillaga Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033
Úr fundargerð 211. fundar sveitarstjórnar 11.11.2021, dagskrárliður 15:
2111011 - Vinnslutillaga Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033
Reykhólahreppur óskar eftir umsögn um vinnslutillögu fyrir aðalskipulag 2021-2033.
Tillaga að vísa afgreiðslu til byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.

Dalabyggð gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna.
Samþykkt samhljóða.
A1394-061-U01 Aðalskipulag Reykhólahrepps - tillaga á vinnslustigi 11 10 2021.pdf
A1394-065-U01 Umhverfisskýrsla drög - 11 10 2021..pdf
Bréf til hagaðila.pdf
Breiðafjarðareyjar.pdf
Reykhólahreppur austur.pdf
Reykhólahreppur vestur.pdf
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi sat fundinn undir dagskrárliðum 3 og 4.
5. 2111009 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2022
Erindi lagt fram.
Byggðarráð óskar Stígamótum velfarnaðar en hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.
Beiðni um framlag.pdf
6. 2111014 - Umsókn um styrk vegna vegar
Umsókn um styrk frá eigendum Hellu, Skorarvíkur og Skóga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.
Samþykkt samhljóða.
Umsókn um vegastyrk 5.11.21.pdf
Vegabætur Skógar og Hella 5.11.21.pdf
Viðar Ólafsson verkstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 6.
7. 2111018 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2022
Erindi vegna styrks fyrir árið 2022.
Byggðarráð leggur til í tillögu að fjárhagsáætlun að styrkur til Ólafsdalsfélagsins verði kr. 250.000.
Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð - styrkbeiðni 2022.pdf
8. 2111002 - Styrkumsókn vegna jólaballs og Pálínuboðs
Var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.

Borist hefur ný umsókn frá Umf. Stjörnunni.

Í samræmi við samning Dalabyggðar og UDN fær Umf. Stjarnan afnot af Tjarnarlundi vegna jólaballs án endurgjalds.
Samþykkt samhljóða.
jólaball og Pálínuboð - Umf. Stjarnan.pdf
9. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Menningarmálanefnd Dalabyggðar hefur unnið úttekt á nýtingu félagsheimila í eigu sveitarfélagsins og leggur til eftirfarandi sem fyrstu kosti:
- Árblik - gestastofa, athugað verði með hentugt rekstrarform og mögulega leigt til rekstraraðila.
- Tjarnarlundur - menningarhús/Sturlustofa, athugað verði með hentugt rekstrarform og mögulega leigt til rekstraraðila.
- Staðarfell - samtal við Hvöt og Dögun um yfirtöku á eignarhlut Dalabyggðar í félagsheimilinu.
- Dalabúð - Frekara hlutverk verði skoðað eftir að hönnun og tenging íþróttamannvirkja liggur fyrir.
Að öðru leiti vísar nefndin í skýrslu sem lögð er fram á fundinum.

Boðað verði til fundar formanns byggðarráðs og sveitarstjóra með Kvenfél. Hvöt og Umf. Dögun um Staðarfell.
Lagt er til við sveitarsjórn að Árblik verði auglýst til leigu.
Samþykkt samhljóða.
Skýrsla menningarmálanefnd aukin nýting félagsheimila.pdf
10. 2111015 - Endurskoðun samnings um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Á fundi oddvita og sveitarstjóra þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að samningi um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa var meðfylgjandi texti niðurstaðan. Breytingar eru gerðar annars vegar í samræmi við fyrirmæli frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og hins vegar samkvæmt reynslu undanfarinna tveggja ára.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði staðfestur.
Samþykkt samhljóða.
Drög að endurskoðun samstarfssamnings um byggingar- og skipulagsfulltrúa.pdf
11. 2111021 - Leyfi og umsögn vegna flugeldasýningu og brennu.
Erindi frá Björgunarsveitinni Ósk þar sem beðið er um umsögn vegna flugeldasýningar og brennu á gamlárskvöld og leyfi Dalabyggðar sem landeiganda.
Byggðarráð veitir fyrir hönd Dalabyggðar sem landeiganda leyfi fyrir brennu og flugeldasýningu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisumsóknir fyrir flugeldasýningu og brennu á gamlárskvöld.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur - flugeldasýning gamlárskvöld 2021.pdf
Flugeldasýning í Búðardal_yfirlitsmynd.pdf
Tölvupóstur - brenna gamlárskvöld 2021.pdf
Áramótabrenna og sýning í Búðardal 2021.pdf
Mál til kynningar
12. 2105020 - Framkvæmdir 2021
Staða á fjárfestingum.
Minnisblað lagt fram.

Gengið verður til samninga verktaka vegna tilfærslu á losunarsvæði fyrir gróðurúrgang.
Fráveita, Dalaveitur og Vínlandssetur er í skoðun.
Aðrar framkvæmdir eiga að klárast fyrir árslok skv. áætlun.
Staða á útgjöldum varðandi fjárfestingar.pdf
Framkvæmdir_minnisblað 2021-11-24.pdf
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda satfundinn undir dagskrárlið 11.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15.15 

Til bakaPrenta