| |
Jóhanna Vigdís Pálmadóttir kemur inn á fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs undir dagskrárlið 1.
| 1. 2506002 - Barnamenningarhátíð Vesturlands 2025 | |
Ákveðið hvaða dagskrárliði eigi að athuga með. Verkefnastjóra falið að hafa samband við þá aðila sem og eiga samtal við menningarfulltrúa Vesturlands um þau atriði sem verða í boði í landshlutanum. | | |
|
2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029 | |
Menningarmálanefnd hefur undanfarin ár veitt styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði. Sl. tvö ár hefur nefndin verið með 1.000.000kr.- til úthlutunar. Vilji nefndarinnar er til að sú upphæð verði hækkuð enda skilar fjárfesting í menningarverkefnum sér margfallt til baka fyrir samfélagið. Aukin umræða og meðvitun um menningu og menningarviðburði endurspeglast meðal annars í fjölbreytni þeirra verkefna sem hafa verið að sækja um styrki í Menningarmálaverkefnasjóð. Tillaga nefndarinnar er að upphæð til úthlutunar verði tvöfölduð (2.000.000kr.-) | | |
|