Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 227

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að mál nr. 2211004 Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar fundur 132 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 8.
Lagt til að mál nr. 2208006F Atvinnumálanefnd Dalabyggðar fundur 32 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 9.
Lagt er til mál nr. 2210003F Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns fundur 65 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 12.
Lagt til að mál nr. 2201039 Mál frá Alþingi til umsagnar 2022 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 18.


Röð annara dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2023 til 2026 sem samþykkt var af byggðarráði á 300. fundi þessa að senda til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að heildar skatttekjur og A og B hluta ársins 2023 verði 828,1 millj.kr. og aðrar tekjur 559,2 millj.kr.
Gjaldamegin er gert ráð fyrir að í laun og launatengd gjöld verði varið 657,5 millj.kr., fjármagnskostnaður verði 31,9 millj.kr. og annar kostnaður og afskriftir nemi 634,8 millj.kr.
Rekstrarniðurstaðan verði samkvæmt því 63,0 millj.kr. í rekstrarafgang.
Heildarfjárfesting ársins 2023 er áætluð 727 millj.kr. og vigta þar lang þyngst fyrirhugaðar framkvæmdir við íþróttamannvirki sem eru 600 millj.kr. á árinu 2023.
Fyrirhugað er að halda íbúafund til að ræða áætlunina þann 17. nóvember n.k. kl. 20:00.

Til máls tóku: Björn Bjarki, Skúli, Garðar, Eyjólfur.

Lagt til að vísa fjárhagsáætlun til 2. umræðu.

Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2023-2026 fyrri umræða, drög fyrir byggðarráð 27.10.2023..pdf
2. 2211002 - Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi G.IV Dala hótel Laugum Sælingsdal
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar varðandi umsókn um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, tegund a-hótel, b-stærra gistiheimili, sem rekinn verður sem Dala hótel, Laugum í Sælingsdal.
Til máls tók: Eyjólfur.

Sveitarfélagið Dalabyggð gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar að Laugum.

Samþykkt samhljóða.
Ums.b.og umsókn rek.G.IV-Dala hótel,Laugum Sælingsdal, Búðard._2022049140.pdf
3. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.
Samkvæmt samningi Silfurtúns við Dalakot ehf frá 2020 gilti samningur sá um eldhúsrekstur til 31. desember 2022.
Silfurtúni var heimilt samkvæmt samningnum að framlengja hann til ársloka 2023.
Hér er lagður fram viðauki við fyrri samning þar sem fram kemur að hann sé framlengdur til og með 30. apríl 2023, en þá verði samtal tekið um framhaldið.

Til máls tók: Björn Bjarki

Lagt til að viðauki við samning milli Silfurtúns og Dalakots verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.
4. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Lagður fram ársreikningur Fóðuriðjunnar fyrir árið 2021.
Til máls tók: Eyjólfur.

Fjárhagsstaða félagsins er ekki góð. Lagt til að byggðarráði verði falið að taka málið til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Ársreikningur 2021 Fóðuriðjan Ólafsdal.pdf
Fundargerð
5. 2210001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 300
Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
5.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun áranna 2023 - 2026 til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður þann 10. nóvember n.k.
5.2. 2202026 - Framkvæmdir 2022
Framlagt tilboð frá Jenna ehf. sem barst í kjölfar verðkönnunar sem auglýst var varðandi jarðvegsskipti í gatnagerð í Lækjarhvammi og Iðjubraut.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á 21,3 millj.kr., í verkið og felur umsjónarmanni framkvæmda að ganga frá samningi.
5.3. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Á 63. fundi félagsmálanefndar Dalabyggðar var fjallað um jafnréttisáætlun og henni vísað til umfjöllunar í byggðarráði.

Rædd voru fyrirliggjandi fyrstu drög að uppfærðri jafnréttisáætlun Dalabyggðar og samþykkt að vinna áfram á milli funda að gerð hennar. Í kjölfar þess fari hún til umsagnar í nefndum og ráðum Dalabyggðar.
5.4. 2210025 - Afréttarmál
Rætt um fjallskil og þau tilvik sem upp hafa komið í haust varðandi það mikilvæga verkefni sem fjallskil eru í Dalabyggð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og formanni atvinnumálanefndar að funda með fulltrúum fjallskilanefnda á næstunni.
5.5. 2210026 - Atvinnumál
Rætt um uppbyggingu innviða og mikilvægi einstakra þátta t.a.m. hvað varðar tækifæri til atvinnuuppbyggingar.

Byggðarráð Dalabyggðar vill árétta mikilvægi þess að 3 fasa rafmagn verði lagt á sem flesta staði í dreyfbýlinu. Fyrir liggur að áhugasamir aðilar hafa í hyggju að setja upp atvinnustarfsemi á Fellsströnd rétt utan þess svæðis sem Rarik hyggst leggja til í ár 3 fasa streng.
Byggðarráð Dalabyggðar hvetur Rarik til að endurmeta þær áætlanir og fara lengra með strenginn en nú er á áætlun og felur sveitarstjóra að koma þeim áherslum á framfæri við Rarik og alþingismenn í NV-kjördæmi.
5.6. 2210020 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Samþykkt að verða við erindinu.
5.7. 1905020 - Grassláttur og hirða - verksamningur 2019 - 2020 og 2021-2023
Framlagt erindi frá BS þjónustunni ehf. þar sem óskað er eftir að gildistími samnings við fyrirtækið um garðslátt verði styttur um eitt ár og að samningurinn gildi þar með til 31.12.2022.
Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu og felur sveitarstjóra að undirbúa útboð á garðslætti í Dalabyggð.
5.8. 2209006 - Viljayfirlýsing Dalaskógar
Framlögð drög að viljayfirlýsingu á milli Dalabyggðar og Dalirnir heilla ehf/Dalaskógar um heimild til handa Dalirnir heilla ehf./Dalaskógar til þess að athuga svæði austan við Vestfjarðarveg, norðan Iðjubrautar, nánar og jafnframt að leggja fram hugmyndir um mögulega nýtingu svæðisins undir gróðurhús eða þyrpingu gróðurhúsa.
Byggðarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur sveitarstjóra að undirrita hana f.h. Dalabyggðar.

5.9. 2205025 - Frístundaakstur
Rætt um frístundaakstur í kjölfar eftirfarandi bókunar á 114. fundi fræðslunefndar Dalabyggðar svohljóðandi:
"Framlagt minnisblað um útfærslu á frístundaakstri fram til 2. desember n.k. Fræðslunefnd óskar eftir að byggðarráð Dalabyggðar taki málið til umfjöllunar og afgreiðslu m.t.t.fjármögnunar á fundi sínum n.k. fimmtudag og eigi samtal við Íþróttafélagið Undra um mögulegt fyrirkomulag þessa verkefnis ef af verður."

Byggðarráð samþykkir að styðja við tilraunaverkefni Íþróttafélagsins Undra um tómastundaakstur fram til 2. desember n.k. um allt að 1 millj.kr. Varðandi mögulegt framhald verkefnisins í kjölfar tilraunaverkefnis til 2.desember n.k. skuli samtal tekið á milli aðila fyrir lok nóvember n.k. og er sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Íþróttafélagsins Undra á þessum nótum.

5.10. 2206019 - Tikynning um fyrirhugaða niðurfellingu Ormsstaðavegar nr 5922-01 af vegaskrá
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við ákvörðun þessa.
6. 2210002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 130
Til máls tók: Eyjólfur um dagskrárlið 8 og 7, Guðlaug um fundargerðina í heild.

Lagt til að mál nr. 2205022, dagskrárliður 7 verði tekið úr fundargerð, þar sem það átti ekki að koma til umfjöllunar hjá nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

Lögð fram leiðrétting á máli nr. 2210016, dagskrárliður 8.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
6.1. 2209007 - Hreinsistöð við Búðarbraut, niðurstaða grenndarkynningar
Þann 13.sept. s.l. var bréf lagt fram frá eiganda Búðarbrautar 3,6, 8, 10,12 og Sunnubraut 2. Í bréfinu er lýst ósætti með að nýta þessa staðsetningu fyrir hreinsistöð, sýnileiki hennar er mikill frá götunni sem og stofum/borðstofum húsa í grenndarkynningu.
- Sótt er um bráðabirgðastöðuleyfi, verður stöðin bráðabirgða?
- Hversu langt tímabil má telja til bráðabirgða?
- Verður hægt að afturkalla leyfið að 12 mánuðum liðnum og verður þá aftur grenndarkynnt ef um framlengingu stöðuleyfis verður að ræða?
- Er gámurinn sem slíkur hugsaður sem varanleg eða bráðabirgðalausn?
- Verður stöðin og umhverfi hennar afgirt eða er tryggt að börn geti ekki farið sér að voða við dælubrunninn eða annað sem gæti skapað hættu?
- Er mögulega lyktar eða hljóðmengun að ræða frá stöðinni?
- Hvernig verður frágangi kringum stöðina háttað og á hversu stóru svæði umhverfis hana?
?Settar eru fram áhyggjur af framtíðar svæðisin í ljósi þess að geti verið nýtt sem almenningssvæði eða frekari uppbygging og athafnapláss í tengslum við Leifsbúð og hafnarsvæðið.?
?Lögð er fram tillaga að nýrri staðsetningu u.þ.b. 70 metra til norðausturs þar sem hún yrði þá komin í hvarf undir barðið og þá ekki næstum eins áberandi þó hún sæist vissulega að einhverju leiti frá syðri hluta Búðarbrautar og Leifsbúð. Sú staðsetning hentar einnig betur ef um hljóðmengun er að ræða. Auk þess er þar fastara undirlag gagnvart aðkomu og undirstöðu fyrir stöðina. Staðsetning kallar vissulega á auka lengd í lögnum að og frá stöðinni en skaðar jafnframt meiri sátt um stöðina, sem hlýtur að vera einhvers virði.?
Umhverfis- og skipulagsnefnd fór yfir athugasemdir sem bárust í grenndarkynningu og þakkar fyrir góðar og málefnalegar athugasemdir. Kristjáni Inga falið að útfæra breytingar og kynna fyrir bréfriturum.
6.2. 2210014 - Skógrækt í landi Kolsstaða
Þann 14.sept 2022 var lagt fram erindi frá Kristján E. Karlsson sem hefur hug á að gera samning við skógræktina um nytjaskóg í landi Kolsstaða í Miðdölum á landi sem er 25,9 hektarar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar áformunum, en bendir á þinglýstan lóðarleigusamning á svæðinu.
6.3. 2210015 - Ósk um framlengingu stöðuleyfis
Þann 4.október var lagt fram erindu þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingastöð í landi Hróðnýjarstaða sem rennur út 25.október 2022
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir að ítarlegar rannsóknir séu forsenda upplýstra ákvarðana og samþykkir því stöðuleyfi í ár, frá deginum í dag.
6.4. 2210018 - umsókn um viðbót við framkvæmdaleyfi
Vegagerðin óskar eftir að sækja efni í fjöru á Gunnarsstöðum sem er ekki í gildandi framkvæmdaleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekar gagna og leggja málið fyrir aftur.
6.5. 2210017 - Framkvæmdaleyfi bakkavarnar í Hörðudalsá
Send var inn þann 10.október 2022 umsókn um framkvæmdaleyfi gerðar hefðbundinnar bakkavarnar í Hörðudalsá fyrir landi Seljalands.
Umhverfis- og skipulagsnefnd setur sig ekki upp á móti erindinu.
6.6. 2210013 - Arney - Staðfesting á reyndarteikningum
Þann 12.10.2022 voru lagðar fram teikningar frá Reyndarteikningum til umfjöllunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd staðfestir reyndarteikningar.
6.7. 2210016 - Landnotkun - breyting á nýtingu húsnæðis
Baldur Gíslason óskar eftir breytingu á landnotkun á húsnæði Fremri fasteignir ehf. við Ægisbraut 4 til að nota húsið sem íbúðarhúsnæði yfir sumarmánuði í stað fiskvinnslu. Rýmið sem um ræðir er efri hæðini í norðurhluta húsins.
Nefndin hafnar erindinu miðað við fyrirliggjandi gögn.
6.8. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar
Þann 9.ágúst var lagt fram erindi frá Sigurbjörgu Landslagsarkitekt hjá Landlínum og vill vita hvort deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Á á Skarðströnd sá gildandi. 5.október barst svar frá Skipulagsstofnun að teikningar fyrir svæðið eru gildandi. Uppbygging á svæðinu er ekki í samræmi við deiliskipulagsáætlun frá 1992.
Skipulagsstofnun segir teikningar fyrir svæðið gildandi, en uppbygging á svæðinu ekki í samræmi við deiliskipulagsáætlun frá 1992. Málinu er frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
7. 2210005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 131
Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
7.1. 2210033 - Umsókn um byggingarleyfi
Þann 17.10.2022 bárust teikningar af þjónustuhúsi frá Minjavernd fyrir Ólafsdal. Þjónustuhúsið verður notað sem snyrting fyrir ferðamenn.
Samþykkt.
7.2. 2210035 - Umsókn um byggingarleyfi - Skólahús
Þann 29.10.2022 bárust teikningar af skólahúsinu í Ólafsdal þar sem því verður breytt til að nýtast sem gistihús. Í kjallara verður veitingasalur og eldhús. Gistiherbergin verða með aðstöðu eins og baðherbergjum og stofum.
Viðbygging verður reist við suðurhlið hússins með stiga milli 1. og 2. hæðar og útidyrum á jarðhæð.
Samþykkt.
7.3. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Kynnt minnisblað frá Verkís, þar sem gerð er grein fyrir athugasemdum og umsögnum sem bárust á auglýstum tíma með
athugasemdarfresti frá 15. júlí 2022 til 26. ágúst 2022 Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032. Í minnisblaðinu eru einnig settar
fram tillögur að viðbrögðum við ábendingum. Farið var yfir athugasemdir sem fram komu á minnisblaði og tillögur Verkís að viðbrögðum.
Nefndin fjallaði um framkomnar athugasemdir. Formaður lagði til að haldinn yrði annar fundur, þar sem þetta mál yrði tekið fyrir sérstaklega. Nefndin samþykkti það.
8. 2211004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 132
Til máls tók: Eyjólfur.

Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
8.1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Umhverfis- og skipulagsnefnd fór yfir fyrirliggjandi athugasemdir við nýtt aðalskipulag og tillögur að svörum. Efnislegri yfirferð er lokið, en nauðsynlegt er að prófarkalesa skjalið.
8.2. 2210018 - umsókn um viðbót við framkvæmdaleyfi
Nefndin ser sér ekki fært að veita umbeðið leyfi, vegna ónógra gagna og umsagna hagaðila á borð við Fiskistofu og Breiðafjarðarnefnd. Nefndin leggur til að Vegagerðin sæki um auknar heimildir í aðrar námur á aðalskipulagi. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti aukna efnistöku í núverandi námum, að því marki sem aðalskipulag heimilar. Erindinu er hafnað.
9. 2208006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 32
Til máls tók: Garðar um fundargerðina í heild.

Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
9.1. 2209006 - Viljayfirlýsing Dalaskógar
Fulltrúar Dalaskóga koma á fund nefndarinnar.
Nefndin þakkar Franz fyrir komuna á fundinn, samtalið og upplýsingarnar.
9.2. 2206017 - Samantekt um stöðu sauðfjárræktar
Nefndin ræðir stöðu sauðfjárræktar í Dalabyggð
Formaður mun funda ásamt sveitarstjóra með fjallskilanefndum í Dalabyggð.
Formaður mun fara yfir forsendur endurskoðunar búvörusamnings í sauðfjárrækt með sveitarstjóra.
Nefndin ræðir samantekt á gögnum fyrir matvælaráðherra.
9.3. 2210032 - Að Vestan 2023
Nefndin skoðar samstarf við N4 varðandi innslög úr Dalabyggð í "Að Vestan"
Nefndin leggur áherslu á framhald samstarfs við N4 um "Að Vestan" þar sem það reynist vel til kynningar á sveitarfélaginu.
9.4. 2210034 - Framkvæmdir á höfn í Búðardal
Nefndin ræðir möguleika á framkvæmdum á höfn í Búðardal til frekari atvinnuuppbyggingar.
Nefdin leggur til við sveitarstjórn að það verði skoðað að kaupa og setja upp krana við bryggjuna í Búðardal.
Krani við bryggjuna er forsenda fyrir hafsækinni starfsemi og frekari uppbyggingu atvinnu þar í kring.
Skoðaðir verði möguleikar á styrkjum og jafnvel samstarfi til kaupa á krana.
9.5. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022
Atvinnuleysistölur fyrir september 2022. Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 1.
Lagt fram til kynningar.
10. 2209010F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 114
Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 4, Skúli um dagskrárlið 4.

Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
10.1. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar
Lögð fram til kynningar Skólastefna Dalabyggðar fyrir árin 2019 til 2022.
Formaður lagði til að skipaður yrði starfshópur til að halda utan um undirbúning og vinnu við gerð uppfærðrar skólastefnu Dalabyggðar fyrir árin 2023 til 2026.
Samþykkt að fela formanni fræðslunefndar, fulltrúa foreldra í fræðslunefnd og skólastjóra að hefja vinnuna og koma með fyrstu drög að uppfærðri skólasefnu og tillögu að frekara verklagi á næsta fund fræðslunefndar.
10.2. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Skólastjóri fór yfir stöðu einstakra þátta í starfsemi Auðarskóla.
a) Uppfærð heimasíða Auðarskóla er komin í loftið og er verið að vinna áfram við að setja inn efni á síðuna. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið um áramótin næstu og þá verði aftur tekið upp netfangið www.audarskoli.is.
b) Ytra mat leikskóla Auðarskóla. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember n.k. Skólastjóri mun kanna hvernig staðan er á þessu verkefni í ljósi þess að breytingar eru í farvatninu varðandi Menntamálastofnun. Ef verkefnið heldur áfram er skólastjóra falið að leggja inn umsókn f.h. Auðarskóla.
c) Skólapúlsinn, í farvatninu er fyrsta könnun í Skólapúlsinum og beinist hún að nemendum í 2. til 5. bekk.
d) Innra mat grunnskólans og staðan á umbótaáætlun ytra mats. Stefnt er að því að skýrsla innra mats fyrir skólaárið 2021 - 2022 liggi fyrir á nóvemberfundi fræðslunefndar.

Rætt var um starfssemi félagsmiðstöðvarinnar og að ekki er komin fram dagskrá og þ.h. varðandi starfsemina.

Einnig var rætt um líðan nemenda í Auðarskóla í ljósi umræðu undanfarinna daga í fjölmiðlum um einelti. Skólastjóri fór yfir stöðu mála í Auðarskóla og sagði frá að stöðugt sé verið að vega og meta hver staðan er hvað þennan þátt varðar í skólanum. Fræðsla fyrir nemendur, foreldra og samfélagið allt er mikilvæg hvað þennan þátt varðar og er skólinn t.a.m. núna þessar vikurnar að leggja áherslu á að fræða mið- og efstastig um einelti og birtingarmyndar þess. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir vandamenn ungmennanna láti sig málið varða.
Fræðslunefnd mælist til þess að ungmennaráð Dalabyggðar verði kallað saman hið fyrsta og þau fái m.a. til umfjöllunar eineltisstefnu Auðarskóla.


10.3. 2210028 - Starfsáætlun Auðarskóla 2022-2023
Skólastjóri kynnti drög að starfsáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2022 - 2023. Samþykkt að fræðslunefnd skoði starfsáætlunina á milli funda og komi með ábendingar og/eða tillögur um þætti sem má bæta við og breyta og að hún verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi fræðslunefndar.
10.4. 2205025 - Frístundaakstur
Framlagt minnisblað um útfærslu á frístundaakstri fram til 2. desember n.k.
Fræðslunefnd óskar eftir að byggðarráð Dalabyggðar taki málið til umfjöllunar og afgreiðslu m.t.t.fjármögnunar á fundi sínum n.k. fimmtudag og eigi samtal við Íþróttafélagið Undra um mögulegt fyrirkomulag þessa verkefnis ef af verður.
10.5. 1303013 - Framhaldsskóladeild í Búðardal
Formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri sögðu frá fundum sem þau áttu með annarsvegar skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hinsvegar skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar um þá möguleika sem væru til staðar um samstarf um framhaldsskóladeild í Búðardal.
Fræðslunefnd er sammála um að bjóða skólameisturum þessara skóla til fundar með fræðslunefnd Dalabyggðar.
11. 2208009F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 28
Til máls tók: Einar um dagskrárlið 1.

Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
11.1. 2209004 - Jörvagleði 2023
Nefndin heldur áfram skipulagningu fyrir Jörvagleði 2023.
Athuga þarf með húsnæði fyrir sýningar og auglýsa eftir þátttöku ásamt því að hafa samband við þá sem hafa sýnt áhuga.
Ásmundi Sveinssyni verður gert hátt undir höfði.
Farið verður í að safna þátttakendum í einstaka dagskrárliði.
Setningarathöfn verður á miðvikudagskvöldinu.
Stefnt að kvöldviðburðum alla hátíðina.
Félög, íbúar og fyrirtæki verði hvött til þátttöku.
Unnið áfram að dagskránni.
11.2. 2005013 - Menningarviðburðir í Dalabyggð
Nefndin ræðir aðra viðburði í Dalabyggð.
Nefndin ræðir möguleika á fleiri og smærri viðburðum, hvernig sé hægt að útbúa þá og skipuleggja.
Viðburði í aðventunni, viðburði nærri páskum og að sumri.

Menningarmálanefnd hvetur íbúa til að hafa samband við nefndina ef þeir hafa hugmyndir varðandi viðburði og minnir á menningarmálaverkefnasjóðinn sem verður auglýstur 2. desember n.k. þar sem hægt er að sækja um fyrir viðburði og fleira menningartengt.
12. 2210003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 65
Til máls tók: Þuríður um fundargerðina í heild.

Fundargerð lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
12.1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022
Rætt um rekstur Silfurtúns á yfirstandandi ári.
Formaður stjórnar fór yfir stöðu mála, jafnvægi er í starfsmannahaldi og vonandi verður svo áfram.
RAI mat var skilað inn fyrir síðustu mánaðarmót, mikilvægt er að fá samþykki frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir því að fá uppfærð daggjöld út frá þeim niðurstöðum sem þar komu fram.
Stjórn samþykkti varðandi kaup á loftdýnu að það verði tekið af gjafasjóði Silfurtúns.
Reksturinn er gríðarlega þungur sem fyrr, formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að vinna frekari greiningu á rekstrinum á milli funda.
12.2. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda, samskipti við HVe og heilbrigðisráðuneyti
Rætt um þá möguleika sem til staðar eru taldir varðandi samþættingu á starfi Silfurtúns og annarra heilbrigðisstofnana á svæðinu.
Sveitarstjóri sagði frá fundi sínum með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þar sem m.a. var rætt um þá möguleika sem til staðar eru varðandi samþættingu. Á þeim fundi var sammælst um að gera drög að viljayfirlýsingu um samstarf Silfurtúns og HVE. Stjórn Silfurtúns samþykkti þau drög sem kynnt voru og fólu sveitarstjóra að senda þau til forstjóra HVE til yfirferðar.
12.3. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.
Framlagður viðauki sem snýr að framlengingu á gildandi samningi við Dalakot um umsjón með eldhúsi Silfurtúns og framreiðslu á mat til heimilsfólks.
Stjórn samþykkir samninginn sem gildir út apríl 2023, mikilvægt er að huga að framhaldi í tíma.
Fundargerðir til kynningar
13. 2201006 - Fundargerðir Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. 2022
Lögð er fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Hvamms ehf. frá 11.10.2022.
Lagt fram til kynningar.
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 11 10 2022.pdf
14. 2201011 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2022
Lögð er fram til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 20.10.2022.
Lagt fram til kynningar.
178 2022_1020_Samþykkt fundargerð.pdf
HEV_Fjarhagsaaetlun_2023 til sveitarfélaga.pdf
15. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022
Lögð er fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.10.2022, 914.fundur.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 914.pdf
Mál til kynningar
16. 2210021 - Fjárhagsáætlun 2023
Lögð er fram til kynningar fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fjárhagsáætlun 2023..pdf
17. 2002008 - Fundargerðir Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs.
Lagt fram fundarboð á ársfund Brunavarna Dala, Reykhóla og Strands bs.
Lagt fram til kynningar.
Ársfundarboð 9.11.2022.pdf
18. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir Dalabyggð til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 84. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. nóvember nk.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjóra falið að skrifa og skila inn umsögn um málið.
Til umsagnar 84. mál frá nefndasviði Alþingis.pdf
Tillaga til ingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 84. mál..pdf
19. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tók: Björn Bjarki
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 227.pdf
Lagt til að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 15. desember n.k.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð yfirfarin, prentuð og undirrituð.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta