Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 111

Haldinn á fjarfundi,
08.01.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason varamaður,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi
Bjarnheiður Jóhannsdóttir stýrði fundi í forföllum formanns og varaformanns.

Í upphafi fundar óskaði Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi, eftir því að setja mál nr. 210019 á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012011 - Óskað eftir breytingum á stærð og mörkum frístundalóðar - Sælingsdalur
Ríkiseignir óska eftir því að breyta stærð og mörkum frístundalóðar í landi Sælingsdals.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið svo fremi sem skipulagið standist gildandi aðalskipulag og er skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að svo sé.
Loftmyndakort með hnitum.pdf
2. 2010005 - Ytra-Fell - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Eigendur Ytrafells óska eftir leyfi til að breyta deiliskipulagi frístundabyggðar í Ytra-Felli. Breytingin felst í minnkun lóðar og stækkun byggingarreits. Lóð (nr. 2) minnkar úr 1,3 ha í 1 ha og byggingarreiturinn á henni stækkar lítillega.


Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 2. október síðastliðinn þar sem það var metið sem svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi væri að ræða. Því er ekki talin ástæða til meðferðar málsins skv. 1. mgr. 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru allir landeigendur samþykkir breytingunni og því ekki þörf á grenndarkynningu. Hins vegar lágu ekki fyrir öll gögn í málinu og óskaði nefndin eftir ítarlegri gögnum sem lúta að óverulegri breytingu á deiliskipulagi og undirskrift/samþykki allra lóðarhafa.

Líkt og áður sagði telur skipulagsnefnd að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og að fara megi með hana samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Borist hefur skriflegt samþykki allra lóðarhafa og gögn deiliskipulags sem teljast fullnægjandi samkvæmt lögum.

Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Ytra-fells.
Deiliskipulag Ytra Fell 2020-Teikning.pdf
MM(97)01 Ytra Fell.pdf
3. 2012018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Gautastaðir
Halldór Jóhannsson tilkynnir um skógræktaráform á jörðinni Gautastaðir landnr. 137917 og óskar eftir afstöðu hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð nr. 772/2012.
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar til fyrir liggur samþykki annarra landeigenda.
Umsókn framkvæmdal. Gautastaðir.pdf
Gautastaðir.pdf
4. 2012019 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt, Selárdalur
Halldór Jóhannsson tilkynnir um skógræktaráform á jörðinni Selárdalur landnr. 137957 og óskar eftir afstöðu hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð nr. 772/2012.
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar til fyrir liggur samþykki landeigenda.
Umsókn framkvæmdal. Selárdal.pdf
Selárdalur.pdf
5. 2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
Úr fundargerð 261. fundar byggðarráðs 17.12.2020, dagskrárliður 3:
2012016 - Staða og framtíð úrgangsmála á Vesturalndi
Starfshópur sem vann að stefnumótun varðandi úrgangsmál á Vesturlandi hefur skilað skýrslu.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin fagnar skýrslunni og gerir ekki athugasemdir við hana.
Fundargerð.eigendahóps.12_10_2020.pdf
Fundargerð.starfshóps.staða og stefna í úrgangsmálum_19.11.2020.pdf
Fundargerð.starfshóps.staða og stefna í úrgangsmálum_9.11.2020.pdf
Skýrsla.Lokaútgáfa.8.12.2020.pdf
6. 2001001 - Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð - umsögn
Úr fundargerð 261. fundar byggðarráðs 17.12.2020, dagskrárliður 13:
2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að semja tillögu að umsögn í samræmi við umræður á fundinum. Umsögnin fari síðan til umhverfis- og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin tekur undir drög að umsögn og leggur til að orðalag um samráð verði endurskoðað.
Þuríður Jóney vék af fundi þegar dagskrárliður 7 var tekinn fyrir og Kristján Sturluson yfirgaf fundinn fyrir 8. dagskrárlið.
7. 2101019 - Stofnun lóða - Lyngbrekka og Svínaskógur
Landeigendur óska eftir því að stofnaðar verði lóðir á Lyngbrekku og Svínaskógi og er gjörningurinn til þess gerður að stofna á félag utan um búið en halda íbúðarhúsunum frá því.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við stofnun lóða á Lyngbrekku og Svínaskógi.
Mál til kynningar
8. 2012017 - Vatnaáætlun Íslands 2022-2027
Til kynningar tillaga Umhverfisstofnunar að fyrstu vatnaáætlun fyrir Ísland sem felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd. Hluti af vatnaáætlun er aðgerðaáætlun þar sem settar eru fram aðgerðir til að tryggja gott ástand vatns og vöktunaráætlun þar sem markmiðið er m.a. að samræma vöktun á vatni um allt land.

Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir eru sex mánuðir eða til og með 15. júní 2021.

Kristján Ingi Arnarsson kom og kynnti Vatnaáætlun Íslands 2022-2027.
Aðgerðaáætlun 2022-2027_DRÖG.pdf
Umhverfisskýrsla_vatnaáætlun 2022-2027_DRÖG.pdf
Vatnaáætlun 2022-2027_DRÖG.pdf
Vöktunaráætlun 2022-2027_DRÖG.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15 

Til bakaPrenta