Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 40

Haldinn á fjarfundi,
12.01.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Þórður Már Sigfússon mætti á fundinn kl. 16:30 og Skúli H. Guðbjörnsson og Kristján Sturluson kl. 17:00.
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Skipulagsfulltrúi og ráðgjafar frá Verkís sem vinna að endurskoðun aðalskipulags mæta á fundinn. Til umræðu er hvort/hvernig eigi að fjalla um þjónustu við og málefni aldraðra í aðalskipulaginu.
Rætt snertifleti vinnu við aðalskipulag við málefni aldraðra og þjónustu við þá. Ráðgjafar taka saman niðurstöðu úr umræðunum.
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi Dalabyggðar ásamt Erlu B. Kristjánsdóttur og Einari Jónssyni frá Verkís sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2012023 - Rekstur Silfurtúns 2021.
Rætt um reksturinn í desember og janúar.

Á sl. ári voru 17 vikur ónýttar, flest dvalarrými. Að hluta var ástæðan að reglur vegna Covid gerðu erfitt fyrir að taka inn nýja íbúa. Einnig var fólk ekki tilbúið að koma inn vegna þeirra hafta sem voru í gildi. Eins og staðan er núna þá er fullt og biðlisti, einkum eftir dvalarrýmum.

Rætt um aðgengisreglur sem giltu yfir hátíðirnar.

Búið er að bólusetja heimilisfólk, fyrri sprautu. Gert er ráð fyrir síðari sprautu í næstu viku. Óbreyttar heimsóknarreglur verða út janúar. Ekki verður hægt að slaka á hömlum á fullu fyrr en hefur náðst að bólusetja starfsfólk en staðan verður tekin á því í byrjun febrúar.


2020-des Bréf til ættingja_heimsóknir um jól og áramót.pdf
Heimsoknarreglur Silfurtuns um jól og áramót 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til bakaPrenta