Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 160

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.12.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varaformaður,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Samkvæmt 5. gr. c. í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu.
Umhverfis- og loftslagsstefna Dalabyggðar gildir 2021-2031 en hana ber að endurskoða eftir þörfum en rýna árlega.

Nefndin leggur til að texti neðst á bls. 2: "og dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún" verði felldur út, þar sem sveitarfélagið rekur Silfurtún ekki lengur.
Loftslagsstefna Dalabyggðar - svar til OUS.pdf
2. 2510031 - Deiliskipulag Tungu á Skógarströnd
Framlögð tillaga til afgreiðslu að deiliskipulagi sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga fyrir frístundabyggðina Tungu í landi Dranga á Skógarströnd.
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins vegna ónógra gagna á síðasta fundi en nú hafa skilað sér inn frekari gögn.

Lögð er fram til samþykktar til auglýsingar tillaga að deiliskipulagi sett fram í greinargerð og uppdrátti, dags. 1.8.2025.
Tillagan gerir ráð fyrir einni sameignarlóð með fimm byggingarreitum fyrir frístundahús á hverjum reit auk eins gestahúss eða geymsluhúss.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst þegar gerðar hafa verið eftirfarandi lagfæringar á gögnum:
- Í texta á uppdrætti er talað um skýra skiptingu lóða en um er að ræða eina lóð. Leiðrétta þarf misræmið.
- Í skýringardálki á uppdrætti vantar tákn fyrir lóðamörk.
3. 2511025 - Borgarbraut - óveruleg deiliskipulagsbreyting
Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Tveimur raðhúsalóðum breytt í þrjár parhúsalóðir í takt við eftirspurn vegna byggingu leiguíbúða. Afmarkanir eldri lóða lagfærðar til samræmis við skráðar stærðir.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi Borgarbrautar til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur breytinguna geta fallið undir málsmeðferð um óverulega breytingu. Ekki er um að ræða fjölgun íbúða í götunni eða hærri hús en gildandi skipulag heimilar og því eru áhrif hennar óveruleg á nærumhverfið.
Nefndin samþykkir breytingartillöguna að undangenginni grenndarkynningu eigenda húsa við Borgarbraut í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
4. 2412014 - Eiríksstaðir 2025
Rædd möguleg uppsetning þjónustuhúsnæðis á Eiríksstöðum m.t.t. skipulagsmála.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á grundvelli gamallar tillögu að skipulagi, sem ekki öðlaðist gildi á sínum tíma.
5. 2511018 - Umsókn um breytt staðfang
Framlögð umsókn um breytingu á staðfangi.
Nefndin setur sig ekki upp á móti breytingu á nafni fasteignarinnar.
6. 2512004 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjósi að Emmubergi
Framlögð umsókn um byggingarleyfi fyrir fjósi að Emmubergi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Mál til kynningar
7. 2511024 - Markvissari árangur í umhverfis- og loftslagsmálum
Fyrr á þessu ári óskaði innviðaráðuneytið í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga eftir upplýsingum um aðgerðir sveitarfélaganna í umhverfis- og loftslagsmálum. Beiðnin var sett fram á grundvelli aðgerðar 7 í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2028 en markmið verkefnisins er að kortleggja aðgerðir sveitarfélaganna til að skapa grundvöll fyrir markvissari árangri á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Alls bárust svör frá 37 sveitarfélögum.
Meðfylgjandi er samantekt á framangreindri kortlagningu en með henni er þeim hluta verkefnisins eins og honum er lýst í áætluninni lokið. Næstu skref eru frekari gagnaöflun varðandi ákveðin umhverfistengd verkefni og að nýta niðurstöðurnar til að bæta upplýsingagjöf og stuðning til sveitarfélaga, s.s. í gegnum Verkfærakistu loftslagsvænni sveitarfélaga.
Þegar hefur verið ráðist í ítarlegri gagnaöflun á grunni þeirra niðurstaðna sem settar eru fram í þessari skýrslu. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi könnun á stöðu sveitarfélaga í loftslagsmálum og liggja niðurstöðurnar fyrir. Kannanir um stöðu sveitarfélaga í úrgangs- og loftslagsmálum verða jafnframt framkvæmdar reglulega á næstu árum til að sífella verði í gagnaöfluninni og hægt verði að sjá breytingar yfir ákveðin tímabil í samræmi við samstarfssamning sem er í gildi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Mál til kynningar.
Aðgerð 7 - kortlagning - samantekt..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta