| |
| 1. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar | |
| Nefndin leggur til að texti neðst á bls. 2: "og dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún" verði felldur út, þar sem sveitarfélagið rekur Silfurtún ekki lengur. | | Loftslagsstefna Dalabyggðar - svar til OUS.pdf | | |
|
| 2. 2510031 - Deiliskipulag Tungu á Skógarströnd | |
Lögð er fram til samþykktar til auglýsingar tillaga að deiliskipulagi sett fram í greinargerð og uppdrátti, dags. 1.8.2025. Tillagan gerir ráð fyrir einni sameignarlóð með fimm byggingarreitum fyrir frístundahús á hverjum reit auk eins gestahúss eða geymsluhúss. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst þegar gerðar hafa verið eftirfarandi lagfæringar á gögnum: - Í texta á uppdrætti er talað um skýra skiptingu lóða en um er að ræða eina lóð. Leiðrétta þarf misræmið. - Í skýringardálki á uppdrætti vantar tákn fyrir lóðamörk.
| | |
|
| 3. 2511025 - Borgarbraut - óveruleg deiliskipulagsbreyting | |
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Borgarbrautar til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur breytinguna geta fallið undir málsmeðferð um óverulega breytingu. Ekki er um að ræða fjölgun íbúða í götunni eða hærri hús en gildandi skipulag heimilar og því eru áhrif hennar óveruleg á nærumhverfið. Nefndin samþykkir breytingartillöguna að undangenginni grenndarkynningu eigenda húsa við Borgarbraut í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
| | |
|
| 4. 2412014 - Eiríksstaðir 2025 | |
| Nefndin leggur til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á grundvelli gamallar tillögu að skipulagi, sem ekki öðlaðist gildi á sínum tíma. | | |
|
| 5. 2511018 - Umsókn um breytt staðfang | |
| Nefndin setur sig ekki upp á móti breytingu á nafni fasteignarinnar. | | |
|
| 6. 2512004 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjósi að Emmubergi | |
| Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. | | |
|
| |
| 7. 2511024 - Markvissari árangur í umhverfis- og loftslagsmálum | |
| Mál til kynningar. | | Aðgerð 7 - kortlagning - samantekt..pdf | | |
|