Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 145

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Kristján Ingi Arnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Framlögð tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta af Ljárskógsströnd.
Framlagt til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi á Ljárskógaströnd skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga fyrir auglýsingu.
Deiliskipulagstillagan, dags. 5. apríl 2024, verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu á Ljárskógaströnd, sbr. mál 519/2023 í skipulagsgátt. Deiliskipulagstillaga þessi fjallar einungis um verslunar og þjónustulóðir (VÞ-18 OG VÞ-19) og felst í uppbyggingu gistiþjónustu í smáhýsum. Samanlagður fjöldi smáhýsa á hvorri lóð er 12 hús og fjöldi gistirýma er 44. Hámarksbyggingarmagn á hvorri lóð eru 800 fermetrar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ekki samþykkt núverandi útfærslu á svæði VÞ-19, þar sem byggingarreitur liggur yfir bæði vatnsveitu og háspennustreng, en leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna, með fyrirvara um lagfæringar, til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
LSK_20240405_DS_Greinagerð_Útgáfa_3.pdf
2. 2207022 - Skógrækt í landi Ljárskóga
Skipulagsstofnun hefur til kynningar matsáætlun vegna skógræktar í landi Ljárskóga (Mat á umhverfisáhrifum) sbr mál nr. 0301/2024 í Skipulagsgátt og óskar umsagnar Dalabyggðar um matsáætlunina á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggð hefur kynnt sér matsáætlunina dags. 15. mars 2024 og bendir á eftirfarandi atriði:

Umfang fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ljárskóga er umfram stærðarviðmið um skógrækt sem heimil er á landbúnaðarsvæðum (allt að 200 ha) og kallar framkvæmdin því á aðalskipulagsbreytingu þar sem landnotkun verði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að mikilvægt er að huga að aðgengi sauðfjár að beitarlandi sem þinglýst er í skjölum.

Samkvæmt matsáætlun er þess vænst að hægt sé að hefja framkvæmdir við skógræktina sumarið 2025, en forsenda þess er að ofangreind aðalskipulagsbreyting um nýtt skógræktarsvæði hafi þá öðlast gildi.

Nefndin tekur undir umsögn Fiskistofu um að rétt væri að fjalla um möguleg umhverfisáhrif áburðarnotkunar á lífríki í vatni og fiskstofna.

Einnig bendir nefndin á að vélvædd flekking sé óæskileg á stórum hluta svæðisins vegna landfræðilegra aðstæðna og viðkvæms gróðurs. Jafnframt fer stórfelld afmörkun með girðingum ekki vel saman með beitarnýtingu.

Að öðru leyti gerir umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar ekki athugasemdir við matsáætlunina. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun umsögnina.
Til umsagnar. Matsáætlun Ljárskógar skógrækt.15.03.2024.pdf
3. 2404005 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku
Framlögð umsókn Vegagerðar um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga 123/2010 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku og efnisvinnslu malarslitlags í tveimur námum í Dalabyggð árið 2024. Tilgangur fyrirhugaðra framkvæmda er efnisöflun vegna viðhalds á malarvegum á svæðinu. Með umsókn fylgja undirrituð samþykki landeigenda.
Um er að ræða efnistöku í eftirfarandi námum:

Vörðufell námunr. 17275, er í landi Vörðufells. Áætluð efnistaka er 4.000m3. Að efnistöku lokinni verður námusvæðið mótað og aðlagað að umhverfinu í samráði við landeiganda.

Grund námunr. 17444, er í landi Kjarlaksstaða. Áætluð efnistaka er 4.000 m3. Áður hefur verið unnið malarslitlag í námunni. Að efnistöku lokinni verða bakkar slegnir niður og námusvæðið mótað og aðlagað að umhverfinu í samráði við landeiganda.

Efnistakan er í samræmi við aðalskipulag, sbr. efnistökusvæði E5 Vörðufell og E53 Grund, í kafla 17.7 Efnistöku- og efnislosunarsvæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til efnistökunar, sbr. umsókn.
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Dalabyggð.pdf
4. 2401015 - Sorphirða og umhverfisdagar 2024
Aframhaldandi umræður um málaflokkinn í kjölfar síðasta fundar umhverfis- og skipulagsnefndar þar sem eftirfarandi var bókað:
"Fyrir liggja tvö minnisblöð frá umsjónarmanni framkvæmda. Annað með tillögum að breytingum á gjaldskrá og sorphirðu frá heimilum í sveitarfélaginu. Hitt fjallar um mögulegar breytingar á fyrirkomulag hreinsunarátaks í dreifbýli (málm- og timburgámar) sumarið 2024 og tillögur að færslu þriggja grenndarstöðva fyrir frístundahús.
Drög að dagskrá og hugmyndir fyrir umhverfisdaga í Dalabyggð 2024 til umræðu.

Nefndin er samþykk tillögunum sem koma fram í minnisblaði um móttöku og flokkun úrgangs og fela sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda að útfæra þær áfram. Nefndin samþykkir tillögur um hreinsunarátak."
5. 2404004 - Umsókn um byggingarleyfi að Vesturbraut 12
Umsókn um byggingarleyfi að Vesturbraut 12
Nefndin felur byggingarfulltrúa að leiðbeina umsækjanda um öflun nauðsynlegra gagna og samþykkja leyfi í kjölfar þess.
Jafnframt bendir nefndin á að byggingarreglugerð kveður á um tiltekinn fjölda salerna á tiltekinn fjölda sæta, til að rekstarleyfi fáist. Áformin þarf að bera formlega undir meðeigendur hússins og lóðarinnar og fá þeirra samþykki á byggingarleyfisumsókn.
6. 2209007 - Hreinsistöð - umsókn umbyggingarleyfi
Dalabyggð sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð við sjávargarðinn neðan Búðarbrautar á aðalskipulagsreit I6. Mannvirkið er 20' gámur festur á forsteyptar undirstöður.
Nefndin samþykkir erindið og leggur til að veitt verði leyfi að undangenginni grenndarkynningu til þeirra sem gerðu athugasemdir við fyrri tillögu.
Hreinsistöð_afstaða og frágangur_tkn uppf okt22.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta