Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 65

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.11.2022 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Þuríður Jóney Sigurðardóttir formaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022
Rætt um rekstur Silfurtúns á yfirstandandi ári.
Formaður stjórnar fór yfir stöðu mála, jafnvægi er í starfsmannahaldi og vonandi verður svo áfram.
RAI mat var skilað inn fyrir síðustu mánaðarmót, mikilvægt er að fá samþykki frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir því að fá uppfærð daggjöld út frá þeim niðurstöðum sem þar komu fram.
Stjórn samþykkti varðandi kaup á loftdýnu að það verði tekið af gjafasjóði Silfurtúns.
Reksturinn er gríðarlega þungur sem fyrr, formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að vinna frekari greiningu á rekstrinum á milli funda.
2. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda, samskipti við HVe og heilbrigðisráðuneyti
Rætt um þá möguleika sem til staðar eru taldir varðandi samþættingu á starfi Silfurtúns og annarra heilbrigðisstofnana á svæðinu.
Sveitarstjóri sagði frá fundi sínum með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þar sem m.a. var rætt um þá möguleika sem til staðar eru varðandi samþættingu. Á þeim fundi var sammælst um að gera drög að viljayfirlýsingu um samstarf Silfurtúns og HVE. Stjórn Silfurtúns samþykkti þau drög sem kynnt voru og fólu sveitarstjóra að senda þau til forstjóra HVE til yfirferðar.
3. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.
Framlagður viðauki sem snýr að framlengingu á gildandi samningi við Dalakot um umsjón með eldhúsi Silfurtúns og framreiðslu á mat til heimilsfólks.
Stjórn samþykkir samninginn sem gildir út apríl 2023, mikilvægt er að huga að framhaldi í tíma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta