Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 106

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.06.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 14. maí 2020 að auglýsa skipulagslýsingu frá Eflu fyrir nýtt deiliskipulag iðnaðar-og athafnasvæðis við Iðjubraut í Búðardal í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdarfrestur var til 10. júní sl. og bárust alls sjö umsagnir; frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, RARIK og Veðurstofu Íslands.

Er nú lögð fram tillaga (greinargerð og uppdráttur) að nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæði við Iðjubraut.

Umhverfisstofnun bendir á að votlendi sem falli undir lið A í 1. mgr. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd sé að hluta til inn á skipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd bendir á að um framræst svæði er að ræða og ef um er að ræða votlendi á umræddu svæði þá verður fjallað um það sérstaklega í skipulagstillögunni og umhverfisskýrslu.

Aðrar ábendingar og umsagnir frá þar til bærum stofnunum voru teknar til skoðunar við vinnslu tillögunnar.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð að deiliskipulagi athafna- og iðnaðarsvæðis við Iðjubraut og er skipulagsfulltrúa falið að setja skipulagið í lögbundið auglýsingaferli sbr. 40. og 41. grein skipulagslaga.
2. 2002039 - Lífræn lindarböð
Í eftirlitsskýrslu HeV, dags. 07.11.2019, er óskað eftir samþykki byggingar- og skipulagsyfirvalda Dalabyggðar áður en hægt er að gefa út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða starfsemi Lífrænna Lindarbaða við Sunnubraut 17 í Búðardal.
Yfirlýsing liggur fyrir frá eiganda húsnæðisins og var fyrirhuguð starfsemi grenndarkynnt fyrir íbúum nærliggjandi húsa til 10. júní sl. Engar athugasemdir bárust.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða starfsemi.
Mál til kynningar
3. 2006012 - Kostnaðarframlag vegna aðalskipulags fyrir Dalabyggð
Svar Skipulagsstofnunar við beiðni um kostnaðarframlag vegna endurskoðunar Aðalskipulags Dagalbyggðar 2004-2016, dagsett 17. mars 2020.
Til kynningar.
4. 2006017 - Umhverfisdagar í Dalabyggð
Umhverfisvika í Dalabyggð, daganna 22. - 29.júní.
Nefndin tekur jákvætt í verkefnið og hvetur alla íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt og minnir á auglýst hreinsunarátak sem hefst 18. júní á Skógarströnd og í Hörðudal.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15 

Til bakaPrenta