Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 28

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.03.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Sigríður Huld Skúladóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Bjarnheiður Jóhannsdóttir var gestur á fundinum undir dagskrárlið 1.
1. 2201017 - Eiríksstaðir 2021
Rekstraraðilar koma á fund nefndarinnar og ræða rekstur 2021 og áætlanir 2022.
Bjarnheiður fer yfir rekstur síðasta árs og áætlanir fyrir 2022.
Carolin Baare Schmidt og Skjöldur Orri Skjaldarson voru gestir á fundinum undir dagskrárlið 2.
2. 2201019 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2021
Rekstraraðilar koma á fund nefndarinnar og ræða rekstur 2021 og áætlanir 2022.
Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta árs og áætlanir fyrir 2022.
3. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Frá síðasta fundi nefndarinnar:
3. 2102016 - Stefna atvinnumálanefndar 2021
Nefndin ræðir möguleika til að útvíkka dreifikerfi hitaveitu í sveitarfélaginu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Nefndin bendir íbúum á að opið er fyrir umsóknir í Orkusjóð Orkustofnunar fyrir styrki til orkuskipta. Styrkir geta numið 33% af áætluðum stofnkostnaði og meðal verkefna sem styrkt eru er bætt orkunýting þar sem verið er að setja upp búnað sem minnkar raforkunotkun til beinnar hitunar í rafkyntum varmaveitum og/eða minnkar olíunotkun.

Nefndin skorar á RARIK að útvíkka núverandi hitaveitukerfi í Dalabyggð, með tilliti til þess hve mörg heimili og fyrirtæki í dreifbýli Dalabyggðar reiða sig á rafmagn til húshitunar og þeirra bilana sem hafa verið á dreifikerfi raforku í sveitarfélaginu undanfarið. Nefndin telur forsendur vera til staðar til að nýta það heita vatn sem til fellur í Dalabyggð í þágu samfélagsins á svæðinu.
Jarðvarmaveita í Dalabyggð í dag þjónustar ekki nema hluta íbúa, áhersla stjórnvalda er á orkuskipti og nefndin vill að tækifærið sé nýtt til að sveitarfélagið sé með í þeirri vegferð. Með því að draga úr notkun rafmagns til húshitunar geta skapast aðstæður til að nýta það frekar til atvinnuuppbyggingar, orkuskipta bílaflota og í landbúnaði.
Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er umframgeta inni á kerfinu sem gefur tilefni til að nýta hana betur.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 27 (22.2.2022) - Stefna atvinnumálanefndar 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta