Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 143

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.02.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Lagt til að máli nr. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 7.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Framlagt bréf frá Skógræktarfélagi Dalasýslu vegna samnings um uppbyggingu í Brékkuskógi við Búðardal.
Nefndin felur Jóni Agli og sveitarstjóra að vinna málið áfram með hagsmuni sveitarfélagssins að leiðarljósi og gætt verði að aðgengi fyrir alla.
2. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Til afgreiðslu fyrir auglýsingu, sbr. 3. mgr. 30 . gr. skipulagslaga.
Umsagnir bárust við vinnslutillögu og var breytingartillagan uppfærð með hliðsjón af þeim.

Nefndin samþykkir að auglýsa vinnslutillöguna, með því skilyrði að lóðir sem þegar hafa verið skipulagðar séu óbreyttar. Skipulagsfulltrúa falið að afla gagna.
3. 2312007 - Ólafsdalur breyting á gildandi deiluskipulagi
Framlegt erindi frá Minjavernd ehf. vegna lítilsháttar breytinga á deiliskipulagi í Ólafsdal.
Nefndin frestar erindinu með vísan í síðustu málsgrein erindisins, þar sem Minjavernd ehf.lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að funda með nefndinni.
Sveitarstjóra falið að kalla til fundar.
4. 2402002 - Skógrækt í landi Hamra
Framlögð gögn vegna skógræktar í landi Hamra sbr. 13. gr. skipulagslaga.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna verkefnið.
5. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Framlögð fyrstu drög Arkís að deiliskipulagsáföngunum þremur í Búðardal til kynningar. Þar eru útfærðar nýjar lóðir, afmörkun núverandi lóða og byggingarreitir.
Nefndin fór yfir drögin og mun í framhaldi halda vinnufund með Arkís um frekari vinnslu tillagnanna.
Sveitarstjóra falið að kalla til fundar.
6. 2006017 - Umhverfisdagar/umhverfisviðurkenningar í Dalabyggð
Rætt um og kynntar hugmyndir varðandi umhverfisdaga og viðraðar mögulegar útfærslur varðandi viðurkenningar vegna umhverfismála í Dalabyggð.
Sveitarstjóra falið að útfæra tillögu fyrir næsta fund umhverfis- og skipulagsnefndar.
Mál til kynningar
7. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Í Samráðsgátt stjórnvalda er að finna drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Dalabyggð gerði verulegar athugasemdir við reglugerðardrögin á fyrri stigum samráðs og mun senda inn umsögn að nýju.
Málið er lagt fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd til kynningar og óskað eftir athugasemdum ef einhverjar eru sem eiga erindi í téða umsögn sem er í undirbúningi.
Í fylgigögnum er eldri umsögn sveitarfélagsins vegna málsins og reglugerðardrögin sem liggja nú í Samráðsgátt.

Nefndin vísar því til sveitarstjóra ítreka áður gerðar athugasemdir.
20240108 Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu drög..pdf
Umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta