| |
1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024 | |
Skólastjóri rakti aðkomu Ásgarðs að starfinu á fyrstu vikunum, fór yfir þær endurbætur sem hafa verið í gangi á grunnskólahúsinu og annað sem viðkemur grunnskólastarfinu. Einnig sagði hún frá endurskoðun á rýmingaráætlunum og fleiri öryggisþáttum, t.a.m. varðandi Dalabúð sem er nú í æ ríkara mæli notað sem skólahúsnæði með einum eða öðrum hætti. Samstarf við verktaka í mötuneyti og þrifum er að fara vel af stað. | | |
|
2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024 | |
Það er helst mannekla sem sett hefur sett strik í reikninginn í starfssemi leikskólans nú á fystu dögum starfsins í haust. Búið að auglýsa laust starf á leikskólanum en um er að ræða eitt fullt starf sem vantar í, að öðru leiti er leikskólinn full mannaður. Að öðru leiti eru ýmis verkefni að fara af stað, m.a. í samstarfi við Ásgarð sem mun veita leikskólanum samskonar þjónustu og grunnskólanum. Samstarf við verktaka í mötuneyti er að fara vel af stað í leikskólanum eins og í grunnskólanum. Foreldrafélag Auðarskóla mun bjóða upp á haustfagnað á næstu dögum, fræðslunefnd þakkar foreldrafélaginu fyrir þetta góða framtak. Eins mun foreldrafélagið standa fyrir fræðslu til handa foreldrum þann 26. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti foreldra og barna, fræðslunefnd fagnar sömuleiðis þessu framtaki foreldrafélagsins. Sagt var frá hugmyndum um fleiri fræðsluerindi sem eru í bígerð á vegum foreldrafélagsins. | | |
|
3. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar | |
Næstu skref verða mótuð í samstarfi við Ásgarð og í kjölfar þess verða starfsmenn virkjaðir í vinnunni. | | |
|
4. 2110050 - Farsæld barna - samstarf við Heimili og skóla | |
Fræðslunefnd fagnar því að samtal sé komið á við samtökin Heimili og skóla og líst vel á að boðað verði til fundar með þeim í Búðardal t.d. í október sem yrði opin öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu. | | |
|
5. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027 | |
| Að loknum umræðum um lið 1 til 5 yfirgáfu skólastjóri og fulltrúi starfsmanna fundinn.
| |
|
6. 2010009 - Framhaldsnám - akstur í MB | |
| |
|
|
8. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024 | |
Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs ber að kjósa í ungmenna ráð fyrir 15. september ár hvert, tvo fulltrúa í senn. Auglýsing nú kom seint fram og því samþykkir fræðslunefnd að framlengja frest til og með 27. september nk. | | |
|