Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 116

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.05.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104020 - Haukabrekka, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til hluta Haukabrekku (L137485) í Stóra-Langadal og nær yfir um 21,7 ha svæði. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 26.03.2021.

Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið með sjö frístundalóðum frá 1999 en hið nýja fyrirhugaða deiliskipulag felur í sér breytta afmörkun þeirra og í einu tilfelli nýja staðsetningu.

Fyrirhugað er að stofna 4 lóðir til viðbótar við þær 3 sem eru á svæðinu og settar fram byggingarheimildir á hverri þeirra. Núgildandi deiliskipulag verður fellt úr gildi með gildistöku nýs deiliskipulags.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Haukabrekku og að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá skipulagsgögnum til auglýsingar skv. lögbundnu auglýsingaferli sbr. 41. gr. skipulagslaga.

Fallið verði frá því að gera skipulagslýsingu fyrir verkefnið þar sem nú þegar er deiliskipulag í gildi fyrir svæðið.
8885-001-DSK-001-V01 Haukabrekka-tillaga.pdf
8885-001-DSK-001-V02 Haukabrekka.pdf
2. 2008010 - Skógrækt á jörðinni Ásgarði í Hvammssveit
Lagt fram á nýjan leik erindi um skógrækt í landi Ásgarðs og svarbréf frá Skuggasveini ehf. við afgreiðslu málsins í umhverfis-og skipulagsnefnd og sveitarstjórn frá því í febrúar sl.
Í svarbréfi dags. 30. apríl 2021 gerir eigandi Ásgarðs athugasemdir við afgreiðslu 202. fundar sveitarstjórnar þar sem óskað var eftir ítarlegri gögnum varðandi framkvæmdina en hann telur afgreiðsluna ganga í berhögg við afgreiðslu sveitarstjórnar þann 10. desember 2020.

Á fundi sveitarstjórnar þann 10. desember 2020 var staðfest bókun frá 110. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þess efnis að skógrækt væri leyfileg á svæðinu þar sem framkvæmdin falli undir flokk II og III með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2006. Einnig var bókað að grenndarkynna þyrfti framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum.
Landeigandi telur að með téðri afgreiðslu, frá 10. desember 2020, hafi sveitarstjórn staðfest að fullnægjandi gögnum hafi verið skilað.

Skipulagsnefnd hafnar þessu enda var óskað eftir ítarlegri gögnum í kjölfar grenndarkynningar þar sem gerð var alvarleg athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Var það í samræmi við rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með framkvæmd grenndarkynningar og innsendri athugasemd stofnast nýr þáttur í málinu sem taka þarf afstöðu til.

Afstaða var tekin með því að óska eftir ítarlegri gögnum en stjórnvaldi er heimilt að óska eftir gögnum m.a. með tilliti til upplýstrar ákvörðunartöku.

Auk þess vísar nefndin í 70. gr. náttúruverndarlaga um ræktun, þ.m.t. skógrækt, í kafla um skipulagsgerð, framkvæmdir og fl., en þar segir að þess skal gætt að hún (ræktunin) falli sem best að heildarsvipmóti lands. Ljóst er að fyrirhuguð framkvæmd fellur ekki vel að heildarsvipmóti lands á umræddu svæði og kemur til með að hafa neikvæð sjónræn áhrif.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu erindis um skógrækt á 64 ha í landi Ásgarðs verði frestað á nýjan leik á grundvelli þess að landeigandi hefur synjað beiðni nefndarinnar um ítarlegri ásýndargögn sem eru forsenda þess að hægt sé að meta grenndarhagsmuni nágranna.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa auk þess að leita álits Skipulagsstofnunar í málinu.
Ásgarður svarbréf 300421.pdf
Skógræktarsamningur Ásgarður.pdf
Tilkynning um skógrækt_Ásgarður.pdf
Almenn mál - umsagnir og vísanir
3. 2104016 - Borgarbyggð, ósk um umsögn - vindmyllur á Gróthálsi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar óskar eftir umsögn frá Dalabyggð um skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð, sem samþykkt var á fundi 210 þann 11. febrúar 2021.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.
Borgarbyggð, ósk um umsögn - vindmyllur á Grjóthálsi.pdf
Ósk um umsögn skipulags- og matslýsing_Dalabyggð.pdf
Skipulagslýsing_210309Borgarbyggð.pdf
4. 2104021 - Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna br. á aðalskipulagi
Borgarbyggð óskar umsagnar frá Dalabyggð skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breytingin felst í breyttri landnotkun á 4,5 ha svæði, úr landbúnaði í verslun- og þjónustu, í landi Stafholtsveggja II í Borgarbyggð. Á svæðinu er gert ráð fyrir ferðaþjónustu með gistingu, veitingasölu o.fl. Svæðið verður merkt S11 á sveitarfélagsuppdrætti. Ný aðkomuleið að Stafholtsveggjum II mun tengjast núverandi heimreið austan við íbúðarhús Stafholtsveggja I.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar.
a406-Stafholtsveggir_20210324.pdf
Ósk um umsögn ASK breyting Stafholtsveggir II_Dalabyggð.pdf
5. 2105007 - Landgræðsluáætlun 2021-2031
Landgræðslan óskar eftir umsögn um Landgræðsluáætlun 2021-2031. Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. júní næstkomandi.
Lagt fram og afgreiðslu frestað.
Umhverfismat-tillogu-landgraedsluaaetlunar.pdf
landgraedsluaaetlun.pdf
Tölvupóstur 06_05_2021 - frá Landgræðslunni.pdf
6. 2105008 - Drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar
Óskað er eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.

Tilefni mótunar nýrrar stefnu, landsáætlunar í skógrækt, byggir á 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019. Þar segir: Ráðherra gefur út eigi sjaldnar en á fimm ára fresti landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Landsáætlunin skal kveða á um stefnu stjórnvalda þar sem fjallað er um stöðu og framtíð skóga í landinu, ásamt tölusettum markmiðum um árangur í skógrækt.

Lagt fram og afgreiðslu frestað.
Kynning á drögum að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar.pdf
landsaaetlun-i-skograekt-19-april-2021.pdf
landsaetlun_skograekt_seralit_tgg_sj_27-apr-2021.pdf
umhverfismat-landsaaetlunar-i-skograekt-19-april-2021.pdf
Mál til kynningar
7. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 18:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Lagt fram til kynningar. Rætt var um helstu verkefni á komandi misserum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30 

Til bakaPrenta