Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 229

Haldinn á fjarfundi,
21.12.2022 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023, álagningarhlutfall útsvars.
Hámarksútsvar sem sveitarfélög mega leggja á hefur hækkað í 14,74% eða um 0,22% samkvæmt breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, 16. desember 2022 samanber þingskjal 880.
Þetta er gert samkvæmt samkomulagi um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli ríkis og sveitarfélaga. Álagður tekjuskattur ríkis lækkar um sama hlutfall í báðum skattþrepum.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 sem samþykkt var á Alþingi 16. desember 2022, samþykkir sveitarstjórn Dalabyggðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Breytingartillögur við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.pdf
Málefni fatlaðs fólks_samkomulag_20221612 (1).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20 

Til bakaPrenta