Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 302

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.12.2022 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Tillaga að fjárhagsáætlun 2023-2026 lögð fram til umræðu með eftirfarandi breytingum frá fyrri umræðu í sveitarstjórn:

Áhrif af sölu Lauga og kostnaður v.rekstur íþróttamannvirkja í Búðardal er nú kominn inn í tillögu að áætlun m.v. þær tímasetningar sem um ræðir.
Launakostnaður á skrifstofu hækkar um 4 millj.kr. pr.ár.
Launakostnaður á Silfurtún hækkar um 1 millj.kr. og hjúkrunarkostnaður einnig um 1 millj.kr. á árinu 2023.
Árgjald á Bókasafni fellur niður f.o.m. 1. janúar 2023.
Lækkaðar eru tekjur v.dvalargjalds á leikskóla vegna niðurfellingar á dvalargjöldum fyrir skólahóp (elsta árgang í leikskóla) f.o.m. 1. janúar 2023. Meðfylgjandi fundargerð er afrit af erindi sem inniber tillögu þessa efnis.
Felldur niður styrkur til Ólafsdalsfélagsins samkvæmt samþykkt byggðarráðs.
Fellt út, skv. fyrirliggjandi áliti KPMG, framlög til SSV og Heilbrigðiseftirlits.

Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum og beinir henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Umræður urðu um afmarkað svæði fyrir hundagerði. Byggðarráð samþykkti að beina því til umhverfis- og skipulagsnefndar að gera tillögu að staðsetningu og fyrirkomulagi og senda til byggðarráðs.
Fjárhagsáætlun 2023 - síðari umræða - unnið 9.12.2022.pdf
Erindi til sveitarstjórnar.pdf
2. 2211012 - Ósk um viðræður - lóðaframboð
Lagt fram erindi frá Eykt ehf.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og er tilbúið til að láta framkvæma óverulega breytingu á deiliskipulagi til þess að tvær byggingar, með fjórum íbúðum hvor, komist fyrir við enda Bakkahvamms. Sveitastjóra falið að halda utan um verkefnið og vera í sambandi við Eykt ehf. varðandi framgang þess.
06122022 Bréf.pdf
3. 1702012 - Starfsmannamál 2022
Rætt um starfsmannamál
Sveitarstjóri kynnti drög að skipuriti Dalabyggðar. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að vinna að málinu áfram í þeim anda sem rætt var um á fundinum.
Rætt um ráðningarsamning sveitarstjóra samkvæmt endurskoðunarákvæði 1.desember ár hvert. Oddviti sveitarstjórnar sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu að breytingu. BÞ vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta