Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 226

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
18.10.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg verði tekið út af dagskrá.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208004 - Vegamál
Tillaga að bókun borin upp til afgreiðslu:

Umræða um mikilvæga stofn- og tengivegi á landsbyggðinni hefur verið útundan í almennri umræðu um vegamál um langa hríð. Í því ljósi fagnar sveitarstjórn Dalabyggðar frumkvæði því sem fram hefur komið um svokallaða „samfélagsvegi“. Þó almennt sé lítill áhugi á því að sett verði á veggjöld þá er ljóst að til þess að einhverjir möguleikar opnist í þá veru að flýta framkvæmdum við Skógarstrandaveg þá þarf að hugsa í nýjum lausnum og þora að nefna aðra valkosti en þá aðferðarfræði sem til þessa hefur verið ástunduð við fjármögnun vega.

Sama á við um fáfarnari malarvegi eins og víða eru í Dalabyggð. Í þeim efnum þarf einnig að þora að nefna nýja valkosti, ekki bara varðandi fjármögnun. Í því tilliti vill sveitarstjórn Dalabyggðar hvetja vegayfirvöld til að huga að því að leggja bundið slitlag þó vegir séu ekki á allan hátt uppbyggðir og vegbreidd sé ekki eins og best gerist. Slit á bílum, dekkjum og annar kostnaður sem heimafólk sem býr við holótta og vonda vegi ber hefur ekki verið metinn til fjár. Eins má nefna akstur skólabarna sem eiga um langan veg að fara eða allt að rúmlega 85 km á dag við oft mjög slæmar aðstæður. Sveitarstjórn Dalabyggðar vill stuðla að auknum lífsgæðum heimamanna og allra þeirra sem um okkar fallega hérað aka. Bundið slitlag er einn þáttur innviða sem skiptir máli í þeim efnum.

Samþykkt samhljóða.
2. 2210010 - Útfærsla tómstundastyrks haustið 2022
Byggðarráð Dalabyggðar samþykkir að breyta reglum um frístundastyrk hjá sveitarfélaginu á þann veg að hann nái einnig til félagsstarfs, námskeiða, íþrótta og annarra tómstunda sem ekki eru í boði í sveitarfélaginu. Þannig verður m.a. hægt að nýta styrkinn á móti námskeiðum eða kennslu sem fer fram í gegnum netið.
Að auki verður styrkurinn hækkaður, tímabundið, fyrir þennan aldurshóp á haustönn 2022 og bætast 10.000 kr.- við styrkinn fyrir hvern einstakling í 1. til 10. bekk. Viðbótarfjármagnið er styrkur frá Stjórnarráði Íslands til að efla virkni og vellíðan barna og ungmenna.
Að öðru leyti gilda reglur Dalabyggðar um frístundastyrk fyrir börn og ungmenni, þ.e. viðkomandi þarf að eiga lögheimili í Dalabyggð og til að fá styrkinn greiddan þarf að skila greiðslukvittun á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 15. desember nk.

Það er von byggðarráðs að þessi samþykkt verði til þess að hvetja börn og ungmenni í Dalabyggð til að iðka íþróttir, sækja sér námskeið og sinna almennum tómstundum og styrkja þannig félagslega færni þessa dýrmæta hóps í samfélaginu.

Til máls tók: Ingibjörg.

Samþykkt samhljóða.
engin_takmork_fristundastyrkur_DROG-uppfaerd..pdf
Almenn mál - umsagnir og vísanir
3. 2209018 - Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi vegna dansleiks í Dalabúð 22. október 2022
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tækifærisleyfið.

Samþykkt samhljóða.
Ums.b.tækif.l.-Dansleikur Sauðfj.bænda,Dalabúð 22.10.2022 2022042240..pdf
Fundargerð
4. 2209005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 297
Samþykkt samhljóða.
4.1. 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða.
Erindi frá Bakkahvammi hses vegna aðkomu Dalabyggðar að brúarfjármögnun vegna almennra leiguíbúða
Lagt var fram erindi frá stjórn Bakkahvamms hses. varðandi tímabundið lán frá Dalabyggð að upphæð kr. 40.000.000,- vegna framkvæmda á lóðinni Bakkahvammur 15 þar sem verið að að reisa almennar íbúðir fyrir tekju- og eignalága.
Lánið verður endurgreitt í síðasta lagi þann 1. desember n.k. þegar framkvæmdalán til Bakkahvamms hses. gengur í gegn.
Samþykkt var samhljóða að veita lánið.
5. 2208012F - Byggðarráð Dalabyggðar - 298
Samþykkt samhljóða.
5.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir fyrstu drög að áætlun.
Búið að taka tillit til flestra launahækkana í útreikningi.
Farið yfir fjármagn til framkvæmda á næstu árum.
Ábendingar komnar frá flestum deildarstjórum/starfsmönnum vegna áætlunarinnar.

Lagt til að sveitarstjórn hittist á vinnufundi kl. 17:00 mánudaginn 26. september, til að fara yfir fyrirliggjandi drög að áætlun.
Sveitarstjóra falið að boða fundinn.

Samþykkt samhljóða.
5.2. 2202026 - Framkvæmdir 2022
Kristján Ingi fer yfir stöðu á framkvæmdum 2022 og kostnað, m.a. með tilliti til fjárfestinga á næsta ári.
5.3. 2209012 - Laugar í Sælingsdal - samskipti
Rætt um lýsingu í íþróttasal.
Lagt til að Dalabyggð sjái um að setja perur í núverandi ljósastæði.

Samþykkt samhljóða.
5.4. 2209003 - Umsókn um lóð Lækjarhvammur 22
Umsókn um lóð samþykkt samhljóða.
5.5. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Gunnarsbraut 5
Samþykkt samhljóða.
5.6. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Miðbraut 9
Samþykkt samhljóða.
5.7. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Dalbraut 8
Samþykkt samhljóða.
5.8. 2209010 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Samþykkt samhljóða.
5.9. 2208013 - Umsögn um rekstrarleyfi til reksturs gististaða í flokki II
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við rekstrarleyfi með þeim fyrirvara að rekstraraðili hafi gert samning vegna sorphirðu.

Samþykkt samhljóða.
6. 2209009F - Byggðarráð Dalabyggðar - 299
Til máls tók: Björn Bjarki um dagskrárlið 2 - mál nr. 2210011 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VII (7).

Viðauki VII borinn upp til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Skúli og Eyjólfur um dagskrárlið 5 - mál nr. 2204013 - Bygginganefnd íþróttamannvirkja í Búðardal.

Viljayfirlýsing borin upp til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð borin upp til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
6.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir stöðuna á fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023. Rætt um mögulegan kostnað við að koma á aðgangsstýringarkerfi í húseignir í eigu Dalabyggðar til viðbótar því sem fram er komið í fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun. Samþykkt að halda áfram vinnunni á næsta fundi byggðarráðs þann 27.október n.k. og senda áætlunina í kjölfar þess fundar til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar sem haldinn verði þann 10. nóvember n.k.
Stefnt skuli að íbúafundi til þess að kynna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar þann 17. nóvember og er sveitarstjóra falið að undirbúa þann fund og kynna fyrir íbúum í Dalabyggð.
6.2. 2210011 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VII (7)
Lögð fram tillaga að viðauka nr. VII fyrir yfirstandandi rekstrarár. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Stórum hluta framkvæmda við Íþróttamiðstöð í Búðardal verður frestað til ársins 2023 eða sem nemur kr. 217.800.000,- færast út af árinu 2022. Samhliða þeirri ákvörðun er hætt við lántöku upp á kr. 240.000.000,- eða henni frestað til ársins 2023.

Aukin fjárfesting til Silfurtúns kr. 4.500.000 og breytt fjárfesting úr því að keypt yrði bifreið í frekari framkvæmdir við húsnæðið kr. 3.500.000,- Með þessu næst að klára baðherbergi og endurbótum á tveimur rýmum heimilismanna. Viðbótarframlag frá Framkvæmdasjóði aldraðra kr. 4.000.000,-

Frestað framkvæmdum á Eiríksstöðum kr. 3.500.000 til ársins 2023.

Aukin fjárfesting vegna sorphirðu kr. 1.600.000

Samþykkt að ganga til viðræðna um kaup á hlut í fasteign að Miðbraut 11 fyrir allt að kr. 5.000.000,-

Á 297 fundi Byggðaráðs var samþykkt heimild til tímabundins láns til Bakkahvamms hses sem endurgreitt verði í des n.k.

Hækkun á tekjum til Silfurtúns v.aukins framlags frá SÍ vegna hagvaxtarauka kr. 2.000.000.

Lækkun á aðaskipulagsvinnu kr. 2.000.000 og launum slökkviliðs kr. 2.000.000.

Aukinn vörukaup hjá skipulagsfulltrúa og slökkvistjóra um kr 100.000 í hvorri deild fyrir sig, v.kaupa á húsbúnaði.

Aukinn kostnaður við vatnsveitu vegna aukinna viðhaldsverkefna kr. 1.000.000
6.3. 2210010 - Útfærsla tómstundastyrks haustið 2022
Lögð fram tillaga að útfærslu á því hvernig viðbótarfjármagn til frístundastarfs barna og ungmenna verði nýtt á árinu 2022. Í ljósi tillögunnar samþykkir byggðarráð Dalabyggðar eftirfarandi:

Byggðarráð Dalabyggðar samþykkir að breyta reglum um frístundastyrk hjá sveitarfélaginu á þann veg að hann nái einnig til félagsstarfs, námskeiða, íþrótta og annarra tómstunda sem ekki eru í boði í sveitarfélaginu. Þannig verður m.a. hægt að nýta styrkinn á móti námskeiðum eða kennslu sem fer fram í gegnum netið.
Að auki verður styrkurinn hækkaður, tímabundið, fyrir þennan aldurshóp á haustönn 2022 og bætast 10.000 kr.- við styrkinn fyrir hvern einstakling í 1. til 10. bekk. Viðbótarfjármagnið er styrkur frá Stjórnarráði Íslands til að efla virkni og vellíðan barna og ungmenna.
Að öðru leyti gilda reglur Dalabyggðar um frístundastyrk fyrir börn og ungmenni, þ.e. viðkomandi þarf að eiga lögheimili í Dalabyggð og til að fá styrkinn greiddan þarf að skila greiðslukvittun á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 15. desember nk.

Það er von byggðarráðs að þessi samþykkt verði til þess að hvetja börn og ungmenni í Dalabyggð til að iðka íþróttir, sækja sér námskeið og sinna almennum tómstundum og styrkja þannig félagslega færni þessa dýrmæta hóps í samfélaginu.

6.4. 2210009 - Umsókn um lóð Bakkahvammur 13
Framlögð umsókn Sindra Geirs Sigurðssonar um lóðina að Bakkahvammi 13.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
6.5. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal
Lögð fram fundargerð 11. fundar byggingarnefndar
Lögð fram fundargerð 11. fundar byggingarnefndar íþróttamannvirkja í Búðardal og rædd þau gögn sem þar voru kynnt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Eykt ehf. um gerð viljayfirlýsingar um frekari rýni á hönnunar- og kostnaðarþáttum verksins og felur sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna f.h. Dalabyggðar.
6.6. 2208014 - Sala á félagsheimilinu Staðarfelli
Framlagt lóðarblað með afmörkun lóðar í kringum Félagsheimilið Staðarfelli vegna sölumeðferðar sem er að fara í gang.
Byggðarráð samþykkir lóðamörkin fyrir sitt leyti og heimilar að eignin fari í sölumeðferð.
6.7. 2208004 - Vegamál
Rætt um hugmyndir um samfélagsvegi og uppbyggingu vegakerfisins saman ber hugmyndir sem kynntar voru á opnun fundi í Húnaþingi vestra fyrir stuttu. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir fulltrúum í sveitarstjórn Dalabyggðar og ljóst að áhugi er fyrir því að þreifa frekar á möguleikum sem í þessari útfærslu gætu falist.
Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti að bjóða byggðarráðum Húnaþings vestra og Stykkishólms/Helgafellssveitar til fundar um samgöngumál og þá brýnu þörf sem fyrir hendi er á vegabótum á þeim svæðum sem um ræðir.
7. 2209012F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 64
Samþykkt samhljóða.
7.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Rætt um fjárhagsáætlun komandi árs. Grunnforsendur eru að óbreyttu þær sömu, þ.e. fjöldi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Stjórn Silfurtúns leggur áherslu á að haldið verði áfram endurnýjun rýma og leggur til að aftur verði sótt um framlag því til stuðnings í Framkvæmdasjóð aldraðra.
7.2. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022
Farið yfir stöðuna á rekstri fyrstu 8 mánuði ársins 2022. reksturinn er þungur eins og verið hefur en mannahald er komið í jafnvægi.
Verið er að undirbúa fræðslu til starfsmanna á komandi vikum.
Búið er að klára endurbætur á einu herbergi og í undirbúningi er að fara í annað herbergi.
Framkvæmdum við baðherbergi er að ljúka.
7.3. 1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og HVE
Sveitarstjóri sagði frá fundi með heilbrigðisráðherra og samtali við forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Fundur hefur verið ákveðinn með forstjóra HVE þann 1. nóvember n.k. og varðar ósk stjórnar Silfurtúns og sveitarstjórnar Dalabyggðar um að HVE yfirtaki rekstur Silfurtúns þar sem meginávinningur á sameiningu væri faglegs eðlis.
Unnið er gott starf á Silfurtúni og er mikill vilji til þess að rekstrareiningin haldist áfram eins og verið hefur þó rekstraraðili verði HVE líkt og unnið er að undirbúningi á í Stykkishólmi.
7.4. 2011017 - Samningur um eldhúsrekstur.
Samningur við Dalakot varðandi umsjón með matseld á Silfurtúni rennur út um næstu áramót. Sveitarstjóri hefur fundað með eigendum Dalakots með það í huga að framlengja núgildandi samning. Eigendur Dalakots eru tilbúnir til að framlengja núverandi samning fram að sumri 2023 en fram að því verði rætt um fyrirkomulag varðandi umsjón á matseld á Silfurtúni.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Dalakot.
7.5. 2209008 - Fyrirhuguð úttekt embættis landlæknis
Fulltrúar frá Embætti landlæknis voru á ferð í Búðardal í lok september s.l. þar sem þeir skoðuðu aðstæður á Silfurtúni og tóku út ákveðna þætti í starfssemi heimilisins. Niðurstöðu úttektar er að vænta á næstu vikum.
7.6. 2204020 - Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2022
Framlögð afgreiðsla á umsókn Dalabyggðar til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Dalabyggð fékk úthlutað allt að 6.070.800,- og verður þeim fjármunum ráðstað í endurbætur á heimilinu.
Stjórn Silfurtúns þakkar framlagið frá Framkvæmdasjóðnum.
8. 2208004F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 31
Til máls tók: Garðar um fundargerðina og dagskrárlið 2 og Eyjólfur um fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.
8.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir málaflokk atvinnumála í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
Skoðað verði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð að gera ráð fyrir upplýsingaskiltum innan þéttbýlis varðandi þjónustuframboð eða kostnaði fyrir uppfærslu á núverandi skilti.
Skoða verði að uppfæra þjónustuskilti við mynni dala innan sveitarfélagsins.
8.2. 2011018 - Áfangastaðaáætlun 2021-2023
Unnið að uppfærslu verkefnalista í Áfangastaðaáætlun Vesturlands.
Uppfærslan er unnin í vinnuskjali og verður því ekki birt fyrr en uppfærsla allra sveitarfélaga innan SSV liggur fyrir.
Áfangastaðaáætlun yfirfarin og verkefnastjóra falið að skila gögnum til Áfangastaðastofu Vesturlands.
8.3. 2209016 - Umsögn sveitarfélags vegna umsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Óskað er eftir jákvæðri umsögn Dalabyggðar vegna fyrirhugaðar styrkumsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Lagt til að Dalabyggð gefi jákvæð viðbrögð við beiðni um umsögn/viljayfirlýsingu um uppbyggingu áningarstaða/opna skóga.
8.4. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022
Atvinnuleysistölur fyrir ágúst 2022.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 1.
Lagt fram til kynningar.
9. 2209006F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 113
Samþykkt samhljóða.
9.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir stöðu á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.Byggðarráð hefur farið yfir stöðu mála og fundað hefur verið með forstöðumönnum málaflokka, þ.á.m. skólastjóra og íþrótta- og tómstundarfulltrúa.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að horft verði til þess að starfsfólki Auðarskóla á öllum stigum standi til boða að sækja námskeið til að efla gott starf enn frekar.

Rætt um tómstundastyrk þann sem börnum/fjölskyldum í Dalabyggð stendur til boða, styrkurinn er kr.20.000,- á ári og hvernig mætti gera aðgengi að þeim stuðningi einfaldari en nú er.

Einnig rætt um þörf fyrir tómstundir fyrir börn í Dalabyggð yfir sumarmánuðina og hvernig mætti standa að því.

Rætt um mönnun félagssmiðstöðvar og það að mikilvægt er að tveir starfsmenn séu á vakt hverju sinni, fræðslunefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma tillögum um tilhögun þess til byggðarráðs til úrvinnslu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð. Einnig var rætt um fyrirkomulag á gæslu í tengslum við ferðir sem farið er með börn og unglinga.

Fræðslunefnd óskar eftir að horft verði til ofangreindra þátta við gerð fjárhagsáætlunar og áskilur sér að geta komið með fleiri ábendingar til byggðarráðs eftir því sem vinnunni fram vindur.
9.2. 2208009 - Grunnskólamál - haust 2022
Rætt um upphaf skólaársins, skólastjóri kynnti stöðu mála.
Rætt um hvort Auðarskóli ætti að verða aðili að Skólapúlsinum þar sem eru gerðar reglulegar kannanir á skólastarfi með ýmsum hætti.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála og hvernig skólastarfið fer af stað í upphafi skólaársins.
Starfsáætlun Auðarskóla er enn í drögum en unnið er að því að ljúka gerð áætlunarinnar. Ýmis vinna er í gangi í innra starfi skólans og sér senn fyrir endann á þeim þannig að í kjölfar þess mun Skólastefna Auðarskóla fyrir skólaárið 2022/2023 líta dagsins ljós.

Skólastjóri kynnti hvar vinna stendur við nýja heimasíðu Auðarskóla. Stefnt er að því að formleg opnun síðunnar verði uppúr miðjum október.

Skólastjóri kynnti fyrir hvað Skólapúlsinn stendur og hvaða möguleikar standa Auðarskóla/Dalabyggð til boða í því verkfæri sem margir skólar og fræðsluyfirvöld á landinu nýta sér.
Fræðslunefnd mælir eindregið með þvi við byggðarráð og sveitarstjórn að Auðarskóli verði aðili að Skólapúlsinum.

9.3. 2205025 - Frístundaakstur
Kynnt staða mála varðandi frístundaakstur og hvaða vinna hafi farið fram frá síðasta fundi í fræðslunefnd.
Formaður fræðslunefndar fór yfir stöðu mála, frekari gögn verða kynnt á næsta fundi fræðslunefndar.
9.4. 2208010 - Tómstundir - haust 2022
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðu mála og hvernig starfið færi af stað á fyrstu viku starfsársins.
Rætt um félagsmiðstöðina Hreysið og þær reglur sem um starfssemina gilda.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir minnisblað, sjá í fylgigögnum, varðandi starfið og hvernig það fer af stað.

Varðandi erindisbréf ungmennaráðs þá var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að senda til byggðarráðs/sveitarstjórnar tillögur að breytingum á erindisbréfinu í anda þeirrar umræðu sem varð á fundinum.

Rætt um virkni foreldra og foreldraráðs í tengslum við bæði tómstundastarf og samskipti við skóla.

Varðandi reglur um félagsmiðstöð þá leggur fræðslunefnd til að bætt verði við 5.gr.reglnanna að skipaðir verði varamenn, jafnmargir aðalmönnum, sem skipaðir eru í félagsmiðstöðvarráð og einnig kveðið á um hvenær skuli kjósa í ráðið.
13. gr.verði yfirfarin og gerð ítarlegri. Einnig farið yfir orðalag í einstaka öðrum þáttum/liðum reglnanna.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun ræða reglurnar við ungmennin, nemendaráð og skólastjórnendur og kalla eftir þeirra sjónarmiðum áður en skjalið verður frágengið og formfest.

Fræðslunefnd þakkar íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir góða yfirferð.
9.5. 2209017 - Tónlistarnám í Auðarskóla
Fyrir liggur beiðni um aðkomu að tónlistarnámi í Auðarskóla fyrir einstakling á grunnskólastigi sem er með lögheimili í Dalabyggð en sækir nám utan lögheimilis hvað grunnskóla varðar.
Fræðslunefnd styður að viðkomandi fái skólavist í tónlistarskólanum. Jafnframt bendir fræðslunefnd á að endurskoða þurfi verklagsreglur um tónlistarskóla Auðarskóla samanber þær aðstæður sem hér um ræðir.
9.6. 1303013 - Framhaldsskóladeild í Búðardal
Rætt um þá möguleika sem kunna að vera til staðar til þess að hefja samstarf við framhaldsskóla í landshlutanum til þess að starfrækja hluta náms í Búðardal.
Fræðslunefnd er áhugasöm um að kanna möguleika til þess að starfrækja hluta framhaldsnáms í Búðardal. Formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra falið að ræða við forráðamenn framhaldsskólanna á Vesturlandi um þá möguleika sem kunna að vera í stöðunni.
10. 2208005F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 27
Samþykkt samhljóða.
10.1. 2202022 - Verkefnisstjórn fyrir Brothætta byggð
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðar kemur á fund nefndarinnar.
Verkefnisáætlun hefur verið samþykkt og búið að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðar.
Menningarmál eiga einna helst undir meginmarkmið 2 og 3 í verkefnisáætlun.
Farið yfir undirmarkmið og tengingu við starf menningarmálanefndar.

Nefndin þakkar Lindu kærlega fyrir komuna og hvetur íbúa til að láta slag standa, eiga samtal við Lindu og skila inn umsókn.
10.2. 2110030 - Bæjarhátíð 2022
Uppgjör vegna Heim í Búðardal 2022
Nefndin ítrekar ánægju með framkvæmd og þátttöku á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal 2022.
10.3. 2209004 - Jörvagleði 2023
Undirbúning fyrir Jörvagleði 2023 hefst.
Sumardagurinn fyrsti fellur á 20. apríl 2023.
125 ár frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara.
Halldór Ásgeirsson listamaður hefur haft samband varðandi opna vinnustofu.
Stefnt að kvöldvöku/setningu á fimmtudagskvöldinu í Árbliki.
Leikklúbbur Laxdæla skoði sýningarhald.
Farið verði yfir drög að dagskrá Jörvagleði 2021 sem var lögð til hliðar vegna COVID-19.
10.4. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Farið yfir málaflokk menningarmála
Nefndin leggur til að veitt verði 1.000.000 kr. í fjárhagslykil 9191 í deild 0501 fyrir Menningarmálaverkefnasjóð.
Gætt verði að fjármagni til Byggðasafns Dalamanna varðandi uppsetningu eða geymslu muna.
Hugað verði að framkvæmd við aðgengi að Héraðsbókasafni Dalasýslu í samræmi við bókanir nefndarinnar.
10.5. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Farið yfir verkefni sem fengu úthlutað á árinu og undirbúningur fyrir næstu úthlutun.
Lagt er til að úthlutunarreglum verði breytt á þann hátt að 6. gr. orðist þannig:
Styrkir eru greiddir út í einu lagi inn á þann bankareikning sem kemur fram í umsókn
um leið og skýrslu um nýtingu styrkja hefur verið skilað í samræmi við 8. gr.
Með því að binda greiðslu styrkja við skýrsluskil verður úrvinnsla auðveldari, þá minnka líkur á því að
nota þurfi 9. gr. er varðar endurgreiðslu styrkja.

Samþykkt.

Úthlutun fyrir árið 2023 verði auglýst 2. desember 2022.

Samþykkt.
10.6. 2203007 - Aðgengi að bókasafni
Rætt um aðgengi að Héraðsbókasafni Dalasýslu
Umræða hefur verið um aðgangsstýringu að Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar.
Við þá vinnu vill nefndin að kannað verði með aðgangsstýringu að Héraðsbókasafni Dalasýslu með það að markmiði að auka aðgengi námsmanna og annarra íbúa að safnkosti þess.
Þannig geti íbúar komist inn og tekið bækur í útlán utan hefðbundins opnunartíma með snjalllausnum.
11. 2209004F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 63
Til máls tók: Eyjólfur um fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.
11.1. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Skv. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 skal að afloknum sveitarstjórnarkosningum gerð áætlun fyrir nýtt kjörtímabil um markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun, sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum sviðum. Áætlunin skal lögð fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Nefndin leggur til að gerð verði viðbragðsáætlun um hvernig tekið er á ofbeldi á vinnustað.

Samþykkt samhljóða

Jafnréttisáætlun vísað til byggðaráðs til umfjöllunar

Samþykkt samhljóða
11.2. 2207024 - Uppsögn á samningi um félagsþjónustu
Minnisblað SSV um félagsþjónustu í fámennum sveitarfélögum lagt fram til kynningar.
11.3. 2209014 - Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára
Nefndin leggur til að 2. mgr. 9. gr. reglna um sérstakan stuðning í húsnæðismálum í Dalabyggð verði þannig orðuð.

Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 30.000 kr. á mánuði.

Samþykkt samhljóða.
11.4. 2112001 - Breytt skipulag barnaverndar
Félagsmálastjóri kynnti breytingar á farsældarlögum ásamt breytingum á starfsemi barnaverndar sem taka gildi 1. janúar 2023.
11.5. 2101011 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
Rætt um trúnaðarmál. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók.
12. 2201004 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2022
Samþykkt samhljóða.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 15092022.pdf
Fundur stjórnar Bakkahvamms 25052022.pdf
13. 2204013 - Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Búðardal fundargerðir 2022
Samþykkt samhljóða.
11. fundur - fundargerð.pdf
Fundargerðir til kynningar
14. 2201006 - Fundargerðir Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. 2022
Til máls tók: Einar

Lagt fram til kynningar.
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 05_09_2022.pdf
15. 2201008 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022
Lagt fram til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd Fundur-205.pdf
Mál til kynningar
16. 2209015 - Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar
Lagt fram til kynningar.
Bréf með ályktun_Skipulag og framkvæmdarleyfi_Sveitarfélögin.pdf
17. 2209013 - Áskorun frá Félagi atvinnurekanda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldirborgara
Lagt fram til kynningar.
Sameiginleg áskorun Félag atvinnurekanda, Húsfélginu og Landsambandi eldri.pdf
18. 2208012 - Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks
Lagt fram til kynningar.
Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.pdf
19. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 226.pdf
Fundargerð yfirfarin og undirrituð.
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður fimmtudaginn 10. nóvember 2022.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta