Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 274

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.08.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að röð mála breytist þannig að mál.nr. 2103048 - Aðgengi að tónlitarnámi, mál til kynningar, verði dagskrárliður 17. Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við það.
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025, mál til kynningar, verði dagskrárliður 20.
Mál.nr. 2107021 - Laugar í Sælingsdal - tilboð, mál til kynningar, verði dagskrárliður 21.
Mál.nr. 2108019 - Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis, mál til kynningar, verði dagskrárliður 22.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2108006 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki V
Tekjur af sorpgjaldi hækka um 2,2 millj.kr. og lækkar niðurgreiðsla á þjónustunni sem því nemur. Sameiginlegur kostnaður hækkar um 2 millj.kr. (lögfræðiþjónusta). Rekstrarkostnaður Dalaveitna hækkar um 1 millj.kr. vegna viðhaldskostnaðar. Fjárfesting lækkar um 76 millj.kr. (80 millj.kr. lækkun vegna íþróttamannvirkja, færist á næsta ár og 4 millj.kr. hækkun vegna sorphirðu (vísitölubreyting, fleiri sorpílát og tunnustaðir, jarðvinna o.fl.).
Samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.
Viðauki 5.pdf
2. 2104007 - Klofningsvegur nr. 590, vegur fyrir Strandir
Svæðisstjóri Vegargerðarinnar á Vesturlandi mætir á fundinn.
Á fundinn komu fulltrúar frá Vegagerðinni, Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri, Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, deildarstjóri og Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri.

Rætt um áætlanir um vegaframkvæmdir í Dalabyggð.
Laxárdalsvegur er á tengivegaáætlun 2022 og er gert ráð fyrir að framkvæma fyrir 740 millj.kr á árunum 2022-2024 Laxárdalsvegur er tengivegur og hefur verið framarlega í röð slíkra vega sl. ár. Dalabyggð telur mikilvægt að vegurinn sé tekinn út úr tengivegapottinum og farið verði í sérstakt átak til að klára hann. Laxárdalsvegur er mikilvægur sem vegur milli landshluta og varaleið áfram um Heydalsveg.
Klofningsvegur er á áætlun 2024 og 2025 og er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 360 millj.kr til að byrja með, Þessi áfangi á Klofningsvegi var ekki á tengivegaáætlun en breyting var gerð á því í byrjun árs 2021.
Stefnt er að áframhaldandi framkvæmdum á Snæfellsnesvegi en viðbótar fjármagni var veitt til framkvæmda 2021-2022 samtals um 1.110 m.rk. Að öðru leiti er Skógarstrandarvegur í öðrum og þriðja áfanga samgönguáætlunar þannig að það er gert ráð fyrir framkvæmdum á öðru og þriðja tímabili samgöngu áætlunar samtals 3.950 m.kr og má reikna með að framkvæmdir verði þarna árunum 2027-2034. Dalabyggð leggur áherslu á að þessum framkvæmdum verði flýtt.
Rætt um snjómokstur en kostnaður við hann hefur verið umfram áætlanir. Dalabyggð leggur áherslu á að ekki verði dregið úr þjónustu þar.

Byggðarráð þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir góðan fund.
3. 2108005 - Héraðsnefnd Dalasýslu lögð niður
Héraðsnefnd Dalasýslu hafði verkefni á meðan fleiri en eitt sveitarfélag var í sýslunni. Eftir að sveitarfélögin sem áttu aðild að Héraðsnefndinni sameinuðust í Dalabyggð hefur hún ekkert hlutvek lengur og hefur Dalabyggð sinnt verkefnum sem voru á vettvangi hennar og staðið undir kostnaði vegna þeirra. Því er lagt til að Héraðsnefnd Dalasýslu verði lögð niður og verkefni og eignir flytjist til Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Héraðsnefnd Dalasýslu verði lögð niður.
Samþykktir fyrir Héraðsnefnd Dalasýslu..pdf
4. 2105005 - Fjallskil 2021
Úr fundargerð 207. fundar sveitarstjórnar 12.08.2021, dagskrárliður 3:
2105005 - Fjallskil 2021
Úr fundargerð 206. fundar sveitarstjórnar 10.06.2021, dagskrárliður 18:
2105005 - Fjallskil 2021
Áskorun til fjallskilanefnda um að álagning liggi fyrir, fyrir sveitarstjórnarfund 12. ágúst.
Samþykkt samhljóða.
Borist hafa gögn frá fjórum fjallskilanefndum, Fellsströnd, Saurbæ, Skarðsströnd og Skógarströnd.

Tillaga um að staðfesta álagningu fjallskila á framangreindum svæðum.
Samþykkt samhljóða.

Ekki hafa borist gögn frá fjallskilanefndum Hvammssveitar, Laxárdals og Suðurdala.
Sveitarstjórn veitir byggðarráði umboð til að afgreiða fjallskil vegna Hvammssveitar, Laxárdals og Suðurdala.
Samþykkt samhljóða.

Gögn hafa borist frá fjallskilanefndum Hvammssveitar, Laxárdals og Suðurdala. Byggðarráð staðfestir í umboði sveitarstjórnar álagningu fjallskila á framangreindum svæðum.

Byggðarráð bendir fjallskilanefnd Suðurdala að dagsetning Bakkamúla á álagningarseðli er 18. september en 17. september á fjallskilaseðli.
Fundargerð Hvammssveit 2021.pdf
Fundargerð fjallskilanefndar Laxárdals 2021.pdf
Fundargerð Fjallskilanefndar.pdf
5. 2005034 - Fjallskil 2020
Á árinu 2020 var Ólafur Dýrmundsson fenginn til ráðgjafar varðandi tvö mál sem snúa að fjallskilum. Minnisblað var sent til fjallskilanefnda skv. ákvörðun sveitarstjórnar og kostnaði dreift á fjallskilanefndir. Formaður fjallskilanefndar Hvammssveitar gerir athugasemd við að þessi kostanður hefi verið færður á fjallskiladeildina og óskar eftir því að það verði tekið til endurskoðunar.
Byggaðrráð telur rétt að kostnaður vegna ráðgjafar varðandi fjallskil dreifist jafnt á allar fjallskiladeildir.
Samþykkt samhljóða.
6. 2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Úr fundargerð 207. fundar sveitarstjórnar 12.08.2021, dagskrárliður 11:
2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Úr fundargerð 272. fundar byggðarráðs 22.07.2021, dagskrárliður 4:
2107001 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Sveitarstjóra falið að undirbúa útboð. Stefnt að því að útboðið fari fram í ágúst.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók: Kristján
Undirbúningur útboðs stendur yfir. Gert er ráð fyrir eftirfarandi breytingum frá því að þessi þjónusta var síðast boðin út: (1) Greiðsla til verktaka miðist við flutt magn og að greitt verði fyrir ákveðið lágmarksmagn á ári. (2) Greiðslur verði bundnar vísitölu. (3) Fest verði að desember til mars verði ferð aðra hverja viku en apríl til nóvember að jafnaði í hverri viku (geti þó verið breytilegt).

Drög að útboðssklimálum lögð fram.

Drög að útboðsskilmálum samþykkt. Til viðbótar komi að verktaki þurfi að skrá magn frá hverjum aðila sem sótt er til.
Samþykkt samhljóða að auglýsa útboð með þessum skilmálum.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 6.
7. 2107024 - Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs
Úr fundargerð 207. fundar sveitarstjórnar 12.08.2021, dagskrárliður 4:
Pálmi Jóhannsson víkur af fundi undir dagskrárlið 4.
2107024 - Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs
Erindi frá Vínlandssetri ehf. þar sem samningi er sagt upp og óskað eftir nýjum, með nýjum forsendum, í ljósi heimsfaraldurs.
Sveitarstjórn vísar erindinu til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Pálmi Jóhannsson kemur aftur inn á fundinn.

Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra ásamt verkefnisstjóra falið að funda með rekstraraðilum.
8. 2107023 - Uppsögn á samningi vegna Eiríksstaða
Úr fundargerð 207. fundar sveitarstjórnar 12.08.2021, dagskrárliður 5:
2107023 - Uppsögn á samningi vegna Eiríksstaða
Erindi frá Iceland Up Close ehf. þar sem samningi er sagt upp og óskað eftir nýjum, með nýjum forsendum, í ljósi heimsfaraldurs.
Sveitarstjórn vísar erindinu til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra ásamt verkefnisstjóra falið að funda með rekstraraðilum.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 7 og 8.
9. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019
Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í félaginu.
Byggðarráð ítrekar að haldinn verði aðalfundur í Fóðuriðjunni Ólafsdal ehf. sem fyrst.
Samþykkt samhljóða.
10. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Drög að stofnsamningi fyrir sjálfseignarstofnun um nýsköpunarsetur lögð fram.
Samþykkt að kanna áhuga á aðild að sjálfseignarstofnun um nýsköpunarsetur.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 10.
11. 2108015 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags.
Fært í trúnaðarbók.
12. 2102028 - Sælingsdalslaug 2021
Rætt um opnunartíma Sælingsdalslaugar veturinn 2021-2022.
Samþykkt að vetraropnun verði mánudaga og miðvikudaga kl. 17-21. Opið verði alla laugardaga 10:30-16:00 í september og annan hvorn laugardag eftir það.
13. 2108016 - Notkun á íþróttahúsinu á Laugum
Erindi um afnot af íþróttahúsinu á Laugum fyrir íþróttaæfingar.
Byggðarráð fagnar framtakinu með stofnun Íþróttafélagsins Undra.
Á 166. fundi sveitarstjórnar 18.10.2018 var eftirfarandi samþykkt:
"Sveitarstjórn Dalabyggðar ákveður að setja það skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða uppá frístundaiðkun fyrir börn og unglinga að félögin setji sér siðareglur.
Jafnframt verði gerðar viðbragðsáætlanir og þjálfarar og annað umsjónarfólk fái fræðslu um ofbeldi og kynferðislega áreitni. Þá eiga félögin að tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun og Dalabyggð fylgist með því að þessu sé framfylgt."
Í samræmi við ofangreint óskar byggðarráð eftir þessum upplýsingum og viðbragðsáætlunum áður en afstaða er tekin til beiðni um afnot af íþróttahúsinu.
Í samningi Dalabyggðar og UDN er gert ráð fyrir að UDN hafi afnot að íþróttamannvirkjum í eigu Dalabyggðar og því þarf að taka tillit til þess.
Beiðni um aðgang að íþróttasal Laugum.pdf
14. 2101027 - Íþróttaskóli á opnunartíma Sælingsdalslaugar á laugardögum.
Erindi um að halda íþróttaskóla í íþróttahúsinu á Laugum annan hvern laugardag á opnunartíma Sælingsdalslaugar.

Sveitarstjóra veitt umboð til að afgreiða erindið.
15. 2005023 - Fundartími byggðarráðs september 2021 til maí 2022.
Rætt um fundartíma byggðarráðs komandi vetur.
Fundartími byggðarráðs verði á fimmtudögum kl. 13.
Samþykkt samhljóða.
16. 2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Úr fundargerð 207. fundar sveitarstjórnar 12.08.2021, dagskrárliður 2:
2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Úr fundargerð 272. fundar byggðarráðs 22.07.2021, dagskrárliður 8:
2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Erindi frá Hestaeigendafélagi Búðardals lagt fram.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna viðhalds vegarins að hesthúsahverfinu. Málið verði lagt fyrir sveitarstjórarfund 12. ágúst.
Samþykkt samhljóða.
Kostnaðaráætlun er frá 2,1 millj.kr. til 3,6 millj.kr. eftir því hversu mikill ofaníburður yrði settur í veginn.
Tillaga um að vísa málinu til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða að leggja til að bæta kr. 400.000 í viðauka, sjá dagskrárlið 1, vegna framkvæmda við veg að hesthúsum. Að öðru leiti er málinu vísað til fjárhagsáætlanagerðar.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 16.
Mál til kynningar
17. 2103048 - Aðgengi að tónlistarnámi
Úr fundargerð 266. fundar byggðarráðs 29.04.2021, dagskrárliður 11:
2103048 - Aðgengi að tónlistarnámi
Úr fundargerð 16. fundar menningarmálanefndar 06.04.2021, dagskrárliður 4:
2103048 - Aðgengi að tónlistarnámi
Nefndin ræðir stuðning og samhengi tónlistarnáms við menningu.
Nefndin ræðir hvort hægt sé að opna aftur fyrir tónlistarnám fullorðinna í Dalabyggð.
Fyrir sameiningu skólanna undir Auðarskóla var aðgangur fyrir fullorðna að tónlistarnámi, þetta breyttist við sameiningu og hefur haft áhrif á það að eldri einstaklingar hafa ekki getað sótt tónlistarnám í heimabyggð undanfarin ár.
Tónlistarnám er beintengt menningu og er að finna álíka fyrirkomulag í öðrum sveitarfélögum þar sem nemendur greiða þá fyrir.
Nefndin bendir einnig á að það er til skoðunar að setja á fót framhaldsskóladeild í sveitarfélaginu og bagalegt ef nemendum í henni væri ekki gert kleift að halda áfram tónlistarnámi.
Nefndin beinir því til byggðarráðs að finna málinu farveg.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir ráðið.

Tónlistarskólar með nám fyrir fullorðna taka að jafnaði fullt gjald en börn ganga fyrir í tónlistarnámi.
Vísað til fjárhagsáætlanagerðar.
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 17.
18. 2105020 - Framkvæmdir 2021
Minnisblað lagt fram.
Farið verður í forval vegna íþróttamiðstöðvar til undirbúnings alútboðs.
Framkvæmdir_minnisblað 2021-08-25.pdf
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 18.
19. 2105018 - Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.
Rætt um svar Dalabyggðar við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Unnið er að svari sem lagt verður fyrir sveitarstjórn.
Leiðbeiningar um ákvörðun vatnsgjalds.pdf
Til allra sveitarfélaga.pdf
20. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar. Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Gert er ráð fyrir vísitöluhækkunum 2,4%, útsvarstekjur hækki um 6%, framlög úr Jöfnnarsjóði verði óbreytt (sjóðurinn leggur áætlun fram um miðjan september), laun (og launatengd gjöld) hækki um 5,4% og fasteignaskattstekjur um 5%.

Forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárliðum 19 og 20.
21. 2107021 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Sveitarstjóri upplýsir um viðræður við fasteignasala.
22. 2108019 - Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis
Greinargerð um skilgreiningu á opinberri þjónustu og jöfnun aðgengis að henni hefur verið lögð fram í Samráðsgátt.
Byggðarráð samþykkir að útbúin verði umsögn um greinargerðina sem lögð verði fyrir sveitarstjórn.
Skilgreining grunnthjonustu og greinargerd.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárlið 22.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10 

Til bakaPrenta