Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 305

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.02.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að máli nr. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 10.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209011 - Samningur um hreinsun vettvangs
Framlögð drög að samningi á milli Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Dalabyggðar um hreinsun vettvangs á og við vegi í kjölfar umferðaróhappa eða annarra atvika sem krefjast upphreinsunar.
Samningur tekur til hreinsunar á vegsvæði í kjölfar umferðaróhappa og -slysa þegar slökkvilið er kallað til, og ekki er um að ræða mengunaróhapp eins og það er skilgreint í 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000.
Greiðslur verði í samræmi við gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar.

Lagt til að framlagður samningur verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.
Samningur við slökkvilið - Vegagerðin og Sl.Dalabyggðar.pdf
2. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023
Minnisblöð varðandi skilti við aðkomu að Búðardal og staðarvísa lögð fram.
Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem útbúi auglýsingu þar sem kallað er eftir hönnun á verki sem býður fólk velkomið í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að útbúa erindisbréf í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að útfæra kostnaðargreiningu vegna staðarvísa á lögbýli/heimili í dreifbýli innan Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
3. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi
Framlagt erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi málefni slökkviliða.
Stjórn SSV mun skipa fimm fulltrúa í vinnuhóp um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Einn fulltrúi verði tilnefndur af Dalabyggð.
Lagt til að fulltrúi Dalabyggðar verði Skúli Hreinn Guðbjörnsson.

Samþykkt samhljóða.
173- erindisbréf vinnuhóps um málefni slökkviliða.pdf
4. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023
Rætt um stöðu safnamála í Dalabyggð.
Byggðarráð Dalabyggðar skipar þrjá fulltrúa í vinnuhóp til að halda utan um vinnu til að finna byggðasafni/listasafni nýja aðstöðu, m.t.t. varðveislu og miðlunar, í samræmi við framlagt erindisbréf.
Fulltrúar í vinnuhóp verði: Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Ingveldur Guðmundsdóttir og Jón Egill Jóhannsson.

Samþykkt samhljóða.
Erindisbréf vinnuhóps um safnamál, febrúar 2023.pdf
5. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála á viðræðum við Eykt ehf.
Samkvæmt sérfræðiáliti verður skuldastaða vegna framkvæmda við íþróttamannvirki undir skuldaviðmiðunum sveitarfélaga.
Sveitarstjóra og formanni byggðarráðs falið að ganga frá samningum við Eykt ehf. miðað við tilboð dagsett 22.02.2023 að upphæð 1.199.390.735 kr.-

Samþykkt samhljóða.
6. 1702012 - Starfsmannamál og skipulag á skipulags- og byggingarsviði
Rætt um stöðu mála varðandi starfsemi skipulags- og byggingarsviðs og samstarf við nágrannasveitarfélög.
Lagt til að gengið verði til samninga við VSÓ ráðgjöf við að móta starfsumhverfi skipulags- og byggingafulltrúa út frá því að ein umhverfis-, bygginga og skipulagsnefnd taki yfir verkefnin á starfssvæðinu og jafnframt að fyrirtækið sinni á verktímanum, í 3 til 5 mánuði, embætti skipulagsfulltrúa Dala, Reykhóla og Stranda.

Samþykkt samhljóða.
7. 2302010 - Rekstrarsamningar 2023
Rætt um gildandi rekstrarsamninga sem Dalabyggð er aðili að og einstaka þætti þeirra.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
8. 2209012 - Laugar í Sælingsdal - samskipti
Rætt um einstaka þætti varðandi tæki, búnað og öryggisþætti m.t.t.hvað sé kaupleigutaka og hvað Dalabyggðar/Dalagistingar hvað úrbætur og/eða lagfæringar varðar.
Lagt til að leiga fyrir fyrsta mánuð ársins verði felldur niður vegna galla á háfi í eldhúsi sem Dalabyggð/Dalagisting mun taka á sig. Dalabyggð/Dalagisting munu einnig greiða reikning fyrir rafmagnsviðgerð í lok árs 2022.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við ofangreint og umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
9. 2302013 - Ársreikningur Dalabyggðar 2022
Rætt um stöðu mála á vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2022.
Byggðarráð er upplýst um stöðuna.
Stefnt er að fyrri umræðu um ársreikning á fundi sveitarstjórnar 9. mars n.k.

Samþykkt samhljóða.
10. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Lagður fram lóðaleigusamningur fyrir Ægisbraut 5.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
11. 2302012 - Matvælastefna landbúnaðarmál
Nú eru í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar annars vegar drög að landbúnaðarstefnu og hins vegar matvælastefnu.
Lögð fram drög að umsögnum við matvælastefnu og landbúnaðarstefnu.
Sveitarstjóra falið að undirrita og senda inn umsagnir Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
Umsögn_landbúnaðarstefna_Dalabyggð_byggdarrad.pdf
Umsögn_matvælastefna_Dalabyggð_byggdarrad.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:09 

Til bakaPrenta