Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 220

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
02.06.2022 og hófst hann kl. 16:06
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Vilhjálmsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Skúli Hreinn Guðbjörnsson starfsaldursforseti setur fundinn, bíður nýkjörna sveitarstjórnarfulltrúa velkomna og óskar þeim til hamingju með kjörið.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2203021 - Sveitarstjórnarkosningar 2022 - Skýrsla kjörstjórnar.
Á kjörskrá voru 517, 265 karlar og 252 konur. Alls greiddu 319 atkvæði og var kjörsókn 61,7%. Auðir seðlar voru 8 og ógildir 2.
Eftirtaldir hlutu kjör sem aðalmenn:
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, 199 atkvæði
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 195 atkvæði
Garðar Freyr Vilhjálmsson, 191 atkvæði
Guðlaug Kristinsdóttir, 185 atkvæði
Einar Jón Geirsson, 168 atkvæði
Þuríður Jóney Sigurðardóttir, 132 atkvæði
Skúli Hreinn Guðbjörnsson, 132 atkvæði
Eftirtaldir hlutu kjör sem varamenn:
1. Sindri Geir Sigurðarson, 97 atkvæði
2. Alexandra Rut Jónsdóttir, 129 atkvæði
3. Jón Egill Jónsson, 88 atkvæði
4. Ragnheiður Pálsdóttir, 81 atkvæði
5. Anna Berglind Halldórsdóttir, 67 atkvæði
6. Guðrún Erna Magnúsdóttir, 68 atkvæði
7. Bjarnheiður Jóhannsdóttir, 96 atkvæði

Skýrsla kjörstjórnar lögð fram til kynningar.
2. 2205013 - Kjör oddvita og varaoddvita
Skv. 7. gr. samþykkta Dalabyggðar skal sveitarstjórn á fyrsta fundi kjósa oddvita og varaoddvita. Skulu þeir kjörnir til eins árs í senn.
Lagt til að Eyjólfur Ingvi Bjarnason verði oddviti til eins árs.

Samþykkt samhljóða.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason tók við stjórn fundarins.

Lagt til að Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verði varaoddviti til eins árs.

Samþykkt samhljóða.
3. 2205014 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð
Skv. 27. gr. samþykkta Dalabyggðar skal sveitarstjórn á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa þrjá aðalmenn og jafn marga varamenn í byggðarráð til eins árs.
Fram fór leynileg kosning.

Kjörnir fulltrúar í byggðarráð eru:

Skúli Hreinn Guðbjörnsson, 7 atkvæði
Einar Jón Geirsson, 7 atkvæði
Guðlaug Kristinsdóttir, 7 atkvæði

Kjörnir varamenn í byggðarráð eru í eftirfarandi röð:

1. Þuríður Jóney Sigurðardóttir, 7 atkvæði
2. Garðar Freyr Vilhjálmsson, 7 atkvæði
3. Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, 7 atkvæði

Kjörinn formaður byggðarráðs er:

Skúli Hreinn Guðbjörnsson, 7 atkvæði
4. 2205015 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Kjósa skal fulltrúa í nefndir og stjórnir sem tilgreindar eru í A hluta 48. greinar til fjögurra ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum kosningum.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir fólki sem býður sig fram til setu í nefndum. Áhugasamir þurfa að gefa sig fram fyrir 10. júní nk.

Samþykkt samhljóða.

1. Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar. Kjósa skal þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.
Frestað.
2. Umhverfis- og skipulagsnefnd skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn kýs fimm aðalmenn og sama fjölda til vara.
Frestað.
3. Félagsmálanefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Nefndin tilnefnir úr sínum röðum einn aðal- og einn varamann í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Frestað.
4. Fræðslunefnd. Sveitarstjórn kýs fimm aðalmenn og jafnmarga til vara.
Frestað.
5. Menningarmálanefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.
Frestað.
6. Atvinnumálanefnd. Sveitarstjórn kýs fimm aðalmenn og jafnmarga til vara.
Frestað.
7. Fjallskilanefndir. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa í hverja nefnd og einn til vara, að frátalinni fjallskilanefnd Suðurdala þar sem eru fimm fulltrúar og þá tveir til vara, sbr. 2. gr. laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Nefndirnar eru: Fjallskilanefnd Skógarstrandar, fjall­skila­nefnd Suðurdala, fjallskilanefnd Laxárdals, fjallskilanefnd Hvammssveitar, fjallskila­nefnd Fellsstrandar, fjallskilanefnd Skarðsstrandar og fjallskilanefnd Saurbæjar.
Frestað.
8. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa úr röðum sveitarstjórnarmanna og þrjá til vara.
Lagt til að eftirfarandi sveitarstjórnarmenn taki sæti í stjórn Silfurtúns sem aðalmenn:

Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Guðlaug Kristinsdóttir
Þuríður Jóney Sigurðardóttir

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að eftirfarandi sveitarstjórnarmenn taki sæti í stjórn Silfutúns sem varamenn í eftirfarandi röð:
1. Einar Jón Geirsson
2. Garðar Freyr Vilhjálmsson
3. Ingibjörg Þóranna Steinudóttir

Samþykkt samhljóða.

Þar til skipað hefur verið í nefndir felur sveitarstjórn byggðarráði að taka til umfjöllunar um erindi sem þeim berast.

Samþykkt samhljóða.
5. 2205016 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Almannavarnanefnd. Sveitarstjórn skipar fulltrúa skv. samkomulagi við önnur sveitarfélög á Vesturlandi skv. 9. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008.
Frestað.

Heilbrigðisnefnd. Sveitarstjórnir á Vesturlandi kjósa sameiginlega fimm aðalmenn og jafn­marga til vara í nefndina skv. 11. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa á aðalfund.
Fulltrúi á aðalfund verði:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson, aðalmaður
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, varamaður

Samþykkt samhljóða.

Öldungaráð Dalabyggðar, Reykhóla og Strandabyggðar. Sveitarstjórn skipar einn fulltrúa og einn til vara.
Einar Jón Geirsson, aðalmaður
Guðlaug Kristinsdóttir, varamaður

Samþykkt samhljóða.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga kýs sveitarstjórn aðal- og varafulltrúa á landsþing sambandsins.
Garðar Freyr Vilhjálmsson, aðalmaður
Þuríður Jóney Sigurðardóttir, varamaður

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Sveitarstjórn kýs aðal- og vara­fulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, sbr. 9. gr. laga um Eignar­haldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68/1994.
Frestað.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa á aðalfund skv. samþykktum samtakanna og tilnefnir fulltrúa í stjórn/varastjórn.

Lagt til að í stjórn verði :
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, aðalmaður
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, varamaður

Samþykkt samhljóða.

Aðalmenn á aðalfund:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir

Varamenn á aðalfund:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Guðlaug Kristinsdóttir

Samþykkt samhljóða.

Sorpurðun Vesturlands. Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa á aðalfund. Þegar Dalabyggð á fulltrúa í stjórn Sorpurðunar Vesturlands þá skal hann valinn af sveitarstjórn.
Frestað.

Fjölbrautaskóli Vesturlands. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa í fulltrúaráð skólans og einn til vara.
Frestað.

Dalagisting ehf. Sveitarstjórn kýs fulltrúa á aðalfund og tilnefnir tvo fulltrúa í stjórn og tvo til vara.

Fulltrúi á aðalfund verði:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar í stjórn verði:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Garðar Freyr Vilhjálmsson
Guðlaug Kristinsdóttir

Varamenn:
Þuríður Jóney Sigurðardóttir
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir

Samþykkt samhljóða.

Dalaveitur ehf. Sveitarstjórn kýs fulltrúa á aðalfund og tilnefnir þrjá fulltrúa í stjórn og þrjá til vara.

Fulltrúi á aðalfund verði:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar í stjórn:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Einar Jón Geirsson
Guðlaug Kristinsdóttir

Varamenn í stjórn:
Þuríður Jóney Sigurðardóttir
Garðar Freyr Vilhjálmsson
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir

Samþykkt samhljóða.

Samráðsvettvangur Vesturlands. Sveitarstjórn tilnefnir fulltrúa skv. ákvörðun stjórnar Sam­taka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Frestað.

Fasteignafélagið Hvammur ehf. Sveitarstjórn kýs fulltrúa á aðalfund og tilnefnir einn fulltrúa í stjórn og einn til vara.

Fulltrúi á aðalfund verði:
Einar Jón Geirsson

Aðalmenn í stjórn verði:
Einar Jón Geirsson
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir

Varamenn í stjórn verði:
Garðar Freyr Vilhjálmsson
Guðlaug Kristinsdóttir

Samþykkt samhljóða.


Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa á aðalfund og tilnefnir einn fulltrúa í stjórn og annan til vara.

Fulltrúi á aðalfund og í stjórn verði:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Varamaður á aðalfund og varamaður í stjórn verði:
Þuríður Jóney Sigurðardóttir

Samþykkt samhljóða.

Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu. Sveitarstjórn tilnefnir einn fulltrúa í stjórn sjóðsins og tvo skoðunarmenn.
Frestað.

Minningarsjóður Finns Jónssonar frá Geirmundarstöðum. Sveitarstjórn tilnefnir einn full­trúa til setu í stjórn til fjögurra ára í senn.
Frestað.

Minningarsjóður Péturs T. Oddssonar (prófasts að Hvammi). Sveitarstjórn tilnefnir einn fulltrúa til setu í stjórn til fjögurra ára í senn.
Frestað.

Veiðifélag Laxdæla. Sveitarstjórn kýs fulltrúa á aðalfund og annan til vara.
Frestað.

Veiðifélag Laxár í Hvammssveit. Sveitarstjórn kýs fulltrúa á aðalfund og annan til vara.
Frestað.

Bakkahvammur hses. Sveitarstjórn kýs sex fulltrúa til setu í fulltrúaráði húsnæðissjálfs­eignarstofnunarinnar.

Fulltrúar verði:
Garðar Freyr Vilhjálmsson
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir
Guðlaug Kristinsdóttir
Þuríður Jóney Sigurðardóttir
Alexandra Rut Jónsdóttir
Guðrún Erna Magnúsdóttir

Samþykkt samhljóða.

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Sveitarstjórn kýs tvo fulltrúa í nefndina og tvo til vara.
Frestað.

Byggðasamlag um Brunavarnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Sveitar­stjóri er fulltrúi í stjórn en sveitarstjórn kýs einn til vara.

Varamaður verði:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Samþykkt samhljóða.
6. 2205020 - Kosning í verkefnabundnar nefndir skv. C-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Staðfesting á áframhaldandi skipan bygginganefndar íþróttamannvirkja í Dalabyggð.
Lagt til að skipun byggingarnefndar verði áfram með sama hætti.
Sú breyting verði á að Guðlaug Kristinsdóttir komi inn sem fulltrúi úr byggðarráði.
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir kemur inn sem fulltrúi í byggingarnefnd.

Samþykkt samhljóða.
7. 2205019 - Ráðning sveitarstjóra
Aflað hefur verið tilboða frá þremur ráðningarstofum vegna aðstoðar við að ráða nýjan sveitarstjóra. Lagt til að leitað verði samstarfs við Hagvang um ráðningu sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

Ráðningasamningur við sveitarstjóra rennur út 14. júní nk. Lagt til að byggðarráð geri samning við Kristján Sturluson um áframhaldandi störf þar til ráðning eftirmanns liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
8. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Útboðsfrestur vegna alútboðs rann út 20.05.2022 kl. 14. Engin tilboð bárust.
Lagt til að byggingarnefnd vinni tillögu um næstu skref.

Samþykkt samhljóða.
9. 2205025 - Frístundaakstur
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir leggur til að vinna við að skipuleggja frístundaakstur á milli Búðardals og Lauga fyrir næsta vetur verði sett af stað strax á fyrsta fundi Fræðslunefndar og Byggðarráðs svo aksturinn verði kominn á þegar æfingar hefjast aftur í haust. Skipuleggja þarf þetta vel í samráði við skóla og íþróttafélagið Undra.
Til máls tók: Skúli.

Lagt til að tillögunni sé vísað til byggðarráðs, fræðslunefndar, ungmennaráðs og samráð haft við íþrótta- og tómstundafulltrúa við vinnuna.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2204005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 126
1. Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar - 2002053
2. Ærslabelgur í Búðardal - 2106005
3. Stofnun lóðar í Giljalandi - 2204021
4. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041
5. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042

Samþykkt samhljóða.
11. 2204008F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 110
1. Skólastefna Dalabyggðar - 1809023
2. Skóladagatal Auðarskóla 2022-2023 - 2202004
3. Erindi vegna skólamáltíða á föstudögum - 2205001
4. Nám í lífsleikni - 2205002
5. Auðarskóli - skólastarf 2021-2022 - 2109025
6. Ungmennaráð Dalabyggðar 2021-2022 - 2110022

Samþykkt samhljóða.
12. 2205003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 58
1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044
2. Samstarf um rekstur öldrunarheimilis - 2110023

Samþykkt samhljóða.
13. 2204011F - Byggðarráð Dalabyggðar - 289
1. Brunavarnaáætlun 2021-2026 - 2101013
2. Ljósastaur á Sunnubraut - 2204024
3. Viðræður um lán vegna íþróttamiðstöðvar - 2202035
4. Brotthvarf úr framhaldsskólum - 2205003
5. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis veitingastaðar í flokki II, Sælureiturinn Árblik - 2205006
6. Mótmæli gegn fækkun póstdreifingardaga - 2204025
7. Mál frá Alþingi til umsagnar 2022 - 2201039
8. Kvartanir vegna snjómoksturs - 2203019
9. Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003042
10. Sjálfboðavinnuverkefni 2022 - 2205008
11. Sumarstörf 2022 - 2204018

Samþykkt samhljóða.
14. 2205006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 290
1. Sælingsdalslaug 2022 - 2204016
2. Vinnuskóli Dalabyggðar 2022 - 2204017
3. Römpum upp Ísland - 2205023

Til máls tók: Skúli um dagskrárlið 1.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
15. 2204006 - Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2022
Fundargerð og ársreikningur lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur veiðifélags Laxár í Hvammssveit 23_04_2022.pdf
16. 2201012 - Sorpurðun Vesturlands hf fundir 2022
Fundargerð aðalfundar og fundargerðir stjórnarfunda 7. mars og 4. maí lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð.aðalfundar Sorpurðuanr VEst.16. mars 2022.pdf
2022 05 04 Fundargerð stjórnarfundar.pdf
Fundargerð.stjf.7.mars.2022.pdf
17. 2201004 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2022
Fundargerðir stjórar stjórnar frá 5. maí og 24. maí lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 05052022.pdf
18. 2201007 - Fundargerðir stjórnar Dalaveitur 2022
Fundargerð stjórnar frá 12. maí lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalaveitur ehf - 41.pdf
19. 2202022 - Verkefnisstjórn Dala auðs
Fundargerð verkefnisstjórnar frá 3. maí lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð verkefnisstjórnar Dala Auðs nr 4_2022.pdf
20. 2201008 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022
Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 25. apríl lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd -Fundur 202.pdf
21. 2201006 - Fundargerðir Fasteignafélagið Hvammur ehf. 2022
Fundargerð stjórnar frá 25. maí lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fasteignafélagið Hvammur ehf 25_05_2022.pdf
Mál til kynningar
22. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Alls tóku 304 þátt í könnun um sameingiarkosti Dalabyggðar sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí.
240 svöruðu játandi spurningunni hvort Dalabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður. Nei sögðu 22, 26 merktu við að þeir hefðu ekki skoðun, 15 seðlar voru auðir og einn ógildur.
Svör við spurningunni um hvaða sameiningarvalkostur væri æskilegastur voru eftirfarandi:
- Húnaþing vestra 71
- Sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólms 88
- Annað 94
Af þeim sem merktu við annað var skiptingin þannig:
- 25 Reykhólahreppur og/eða sveitarfélög á Ströndum.
- 23 Húnaþing vestra ásamt Reykhólahrepp og/eða sveitarfélögum á Ströndum.
- 19 Borgarbyggð.
- 12 Stykkishólmur, Helgafellssveit ásamt Reykhólahrepp og/eða sveitarfélögum á Snæfellsnesi.
- Annað (færri en fimm á hvert) voru 15.
- Auðir seðlar voru 50 og einn ógildur.

Til máls tók: Eyjólfur.

Lagt fram til kynningar.
23. 2205004 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Gögn um kjör fulltrúa á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Landsþingsfulltrúar 2022-2026.pdf
Kjör landsþingsfulltrúa 2022-2026.pdf
24. 2202035 - Viðræður um lán vegna íþróttamiðstöðvar
Byggðarráð fundaði með Lánasjóði sveitarfélaga 4. maí.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.
25. 2201001 - Aukaaðalfundur SSV 2022
Fundarboð aukaaðalfundar SSV og Heilbrigðisnefndar Vesturlands 22. júní lagt fram.
Til máls tók: Eyjólfur.

Lagt fram til kynningar.
Aukaaðalfundur SSV - fundarboð.pdf
26. 2205012 - Ársreikningur Dalaveitna 2021
Ársreikningur lagður fram.
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur Dalaveitur 2021_12.5.2022_áritað eintak.pdf
27. 2205005 - Sveitarfélagaskólinn
Kynning á Sveitarfélagaskólanum.
Til máls tók: Eyjólfur.

Lagt fram til kynningar.
Sveitarfelagaskolinn baeklingur.pdf
Sveitarfélagaskólinn, kynningarbréf til sveitarfélaga .pdf
28. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.
Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.
Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.
Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

Til máls tók: Eyjólfur.

Lagt fram til kynningar.

Lagt til að oddvita og sveitarstjóra sé falið að útbúa umsögn um Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.

Samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd) 595 mál.pdf
Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 563 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 592 mál.pdf
Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga) 571 mál.pdf
Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða) 573 mál.pdf
Fundargerð yfirfarin, staðfest og undirrituð.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður 16. júní 2022.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta