Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 12

Haldinn á fjarfundi,
17.11.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir sveitarstjórnarfulltrúi,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Úr fundargerð 197. fundar sveitarstjórnar 15.10.2020, dagskrárliður 8:
2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Úr fundargerð 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020, dagskrárliður 7:
2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Ráðstefna og málstofa um aukna nýtingu fyrir blómlega menningu í félagsheimilum og menningarhúsum sveitarfélaga kynnt nefnd.
Lagt fram til kynningar.
Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að hugað verði að fjölþættari nýtingu félagsheimila í Dalabyggð.
Sveitarstjórn felur menningarmálanefnd að vinna tillögur að fjölþættari nýtingu félagsheimila í Dalabyggð.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Nefndin ræðir hugmyndir frá formanni. Formanni og verkefnastjóra falið að vinna málið áfram.
2. 2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Úr fundargerð 257. fundar byggðarráðs 22.10.2020, dagskrárliður 2:
2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Úr fundargerð 197. fundar sveitarstjórnar 15.10.2020, dagskrárliður 7:
2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Úr fundargerð 11. fundar menningarmálanefndar 15.09.2020, dagskrárliður 5:
2009004 - Menningarmálaverkefnasjóður
Formaður kynnir hugmynd um menningarmálaverkefnasjóð.
Lagt er til að stofnaður verði sjóður þar sem menningarmálanefnd getur fengið umsóknir um styrki og úthlutað til menningarmálaverkefna í Dalabyggð. Sveitarstjórn tryggi sjóðnum fjármagn á fjárhagsáætlun, í fyrsta sinn 2021. Nefndin leggur til að samdar verði reglur um hlutverk sjóðsins og úthlutun úr honum. Verkefnastjóra falið að vinna áfram.
Tillögu menningarmálanefndar vísað til byggðarráðs.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Byggðarráð telur að hér sé um jákvætt verkefni að ræða en ekki er svigrúm til þess á fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin vill vinna verkefnið áfram með það að markmiði að hægt verði að stefna að fyrstu úthlutun 2022. Nefndin vísar því til Byggðarráðs að gera ráð fyrir verkefninu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2022.
3. 2009003 - Jörvagleði 2021
Nefndin skoðar skipulag Jörvagleði 2021
Nefndin heldur áfram að skipuleggja Jörvagleði sem stefnt er að 2021.
Búið að athuga með áhuga eigenda í Brautarholti sem hafa tekið vel í verkefnið og stefna á að hafa viðburð þar.
Nefndin hvetur Leikklúbb Laxdæla til að stefna að sýningu í tengslum við Jörvagleði.
Gaman væri að flétta starf Auðarskóla inn í Jörvagleði.
Hugmyndir um stofutónleika, þarf að skoða og útfæra miðað við aðstæður.
Rætt um að gera sögu húsmæðraskólans á Staðarfelli hátt undir höfði.
Fleiri atriði og viðburði er verið að skoða, verður rætt nánar þegar nær dregur.
Ball.
4. 2005013 - Menningarviðburðir í Dalabyggð
Nefndin skoðar menningarviðburði í tengslum við desember, aðventuna og áramót í Dalabyggð.
Nefndin ræðir hugmyndir sem hægt væri að útfæra miðað við ástandið.
Nýta þá skóga sem eru á svæðinu til útiveru.
Finna jólatrjám í ár staði í þorpinu, m.a. nær Silfurtúni svo íbúar þar geti notið þess.
Nefndin vill standa fyrir smásagnakeppni í aðdragana jóla, sögurnar yrðu lesnar upp og deilt með íbúum.
Nefndin vill einnig kalla eftir viðburðum og atriðum frá íbúum.
Nefndin hvetur fyrirtæki í Dalabyggð til þátttöku í aðventunni.
Verkefnastjóra falið að vera í sambandi við Skógrækt ríkisins og athuga með aðgengi að jólatrjám.
Sveitarfélagið horfi til samstarfs við björgunarsveitina í tengslum við áramótin.
5. 1806031 - Menningarmálanefnd - erindisbréf
Nefndin gengur frá erindisbréfi menningarmálanefndar
Verkefnastjóri gengur frá erindisbréfi fyrir næsta fund nefndarinnar.
Mál til kynningar
6. 2009032 - Reglur um birtingu skjala með fundargerðum A-hluta nefnda Dalabyggðar
Lagt fram til kynningar
7. 2011007 - Ársskýrsla 2019 - Byggðasafn Dalamanna
Lagt fram til kynningar.
Byggðasafn Dalamanna ársskýrsla 2019.pdf
8. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Rannsóknarsetur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst framkvæmdi spurningakönnun meðal menningarstjórnendar um áhrif kórónuveirufaraldursins. Niðurstöður lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta