Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 131

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
02.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Alexandre Vicente varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Arwa Fadhli Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2210033 - Umsókn um byggingarleyfi
Þann 17.10.2022 bárust teikningar af þjónustuhúsi frá Minjavernd fyrir Ólafsdal. Þjónustuhúsið verður notað sem snyrting fyrir ferðamenn.
Samþykkt.
þjónustuhús 1-TEIKNINGAR.pdf
2. 2210035 - Umsókn um byggingarleyfi - Skólahús
Þann 29.10.2022 bárust teikningar af skólahúsinu í Ólafsdal þar sem því verður breytt til að nýtast sem gistihús. Í kjallara verður veitingasalur og eldhús. Gistiherbergin verða með aðstöðu eins og baðherbergjum og stofum.
Viðbygging verður reist við suðurhlið hússins með stiga milli 1. og 2. hæðar og útidyrum á jarðhæð.

Samþykkt.
Skólahús-4.pdf
Skólahús-3.pdf
Skólahús-2.pdf
Mál til kynningar
3. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Kynnt minnisblað frá Verkís, þar sem gerð er grein fyrir athugasemdum og umsögnum sem bárust á auglýstum tíma með
athugasemdarfresti frá 15. júlí 2022 til 26. ágúst 2022 Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032. Í minnisblaðinu eru einnig settar
fram tillögur að viðbrögðum við ábendingum. Farið var yfir athugasemdir sem fram komu á minnisblaði og tillögur Verkís að viðbrögðum.

Nefndin fjallaði um framkomnar athugasemdir. Formaður lagði til að haldinn yrði annar fundur, þar sem þetta mál yrði tekið fyrir sérstaklega. Nefndin samþykkti það.
Aðalskipulag_Dalabyggðar_athugasemdir_auglýst_tillaga (ID 304927).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta