Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 120

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.10.2021 og hófst hann kl. 17:15
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar með bréfi dags. 3. september 2021 í kjölfar ítrekunar Dalabyggðar um staðfestingu stofnunarinnar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða.
Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð skipulagstillaga í samræmi við ábendingar Skiplagsstofnunar dags. 3.9.2021.

Bætt var við ákvæðum í kafla 3.2 um mótvægisaðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í samræmi við kafla 4.3. Í kafla 3.2.4 Iðnaðarsvæði í greinargerð er bætt við eftirfarandi línum: „Halda skal öllu raski í lágmarki og eftir því sem kostur er skal endurnýta svarðlag við frágang og aðlaga land að óröskuðu landi. Ef votlendi tapast skal endurheimta sambærilega stærð votlendis innan sveitarfélagsins. Efni til slóða og mannvirkjagerðar verður að mestu leyti tekið innan skilgreinds iðnaðarsvæðis aðallega úr uppgreftri."

Þá er í kafla 3.2.4. Iðnaðarsvæði í greinargerð ennfremur fellt út orðalagið: „Hámarkshæð í miðju hverfils 150 m.“ Í staðinn er bætt við línunni: „Hámarkshæð í miðju hverfils 120 m og hámarkshæð með spaða í hæstu stöðu er 180 m.“

Jafnframt er bætt við uppfærðri dagsetningu á forsíðu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framangreindar breytingar á aðalskipulagi verði samþykktar og í framhaldi ítrekuð fyrri beiðni um afgreiðslu af hálfu Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar með bréfi dags. 3. september 2021 í kjölfar ítrekunar Dalabyggðar um staðfestingu stofnunarinnar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver í landi Sólheima.
Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð skipulagstillaga í samræmi við ábendingar Skiplagsstofnunar dags. 3.9.2021.

Bætt er við ákvæðum í kafla 3.2 um mótvægisaðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í samræmi við kafla 4.3. Í kafla 3.2.4 Iðnaðarsvæði í greinargerð er bætt við eftirfarandi línum: „Halda skal öllu raski í lágmarki og eftir því sem kostur er skal endurnýta svarðlag við frágang og aðlaga land að óröskuðu landi. Ef votlendi tapast skal endurheimta sambærilega stærð votlendis innan sveitarfélagsins. Efni til slóða og mannvirkjagerðar verður að mestu leyti tekið innan skilgreinds iðnaðarsvæðis aðallega úr uppgreftri."

Þá er í kafla 3.2.4. Iðnaðarsvæði í greinargerð ennfremur fellt út orðalagið: „Hámarkshæð í miðju hverfils 150 m.“ Í staðinn er bætt við línunni: „Hámarkshæð í miðju hverfils 120 m og hámarkshæð með spaða í hæstu stöðu er 200 m.“

Jafnframt er bætt við uppfærðri dagsetningu á forsíðu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framangreindar breytingar á aðalskipulagi verði samþykktar og í framhaldi ítrekuð fyrri beiðni um afgreiðslu af hálfu Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2110016 - Hróðnýjarstaðir - lausn úr landbúnaðarnotum
Fyrir liggur erindi um lausn úr landbúnaðarnotum fyrir hluta jarðarinnar Hróðnýjarstaðir í tengslum við breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að 419 ha svæði í landi Hróðnýjastaða verði leyst úr landbúnaðarnotum í samræmi við breytingar á jarðalögum er tóku gildi 1. júlí sl. Uppdráttur af svæðinu liggur fyrir. Stærð svæðisins og afmörkun er takmörkuð við þau mannvirki sem nauðsynleg eru fyrir iðnaðarsvæði vindorkuvers. Á fyrirhugðu iðnaðarsvæði er áfram gert ráð fyrir óbreyttri nýtingu landsins til beitar.

Samþykkt samhljóða.
4. 2110017 - Sólheimar - lausn úr landbúnaðarnotum
Fyrir liggur erindi um lausn úr landbúnaðarnotum fyrir hluta jarðarinnar Sólheimar í tengslum við breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðis fyrir vindorkuver.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að 408 ha svæði í landi Sólheima verði leyst úr landbúnaðarnotum í samræmi við breytingar á jarðalögum er tóku gildi 1. júlí sl. Uppdráttur af svæðinu liggur fyrir. Stærð svæðisins og afmörkun er takmörkuð við þau mannvirki sem nauðsynleg eru fyrir iðnaðarsvæði vindorkuvers. Á fyrirhugðu iðnaðarsvæði er áfram gert ráð fyrir óbreyttri nýtingu landsins til beitar.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta