Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 105

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.10.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Haraldur Haraldsson skólastjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Herdís Erna Gunnarsdóttir situr fundinn. Haraldur Haraldsson er í gegnum fjarfundabúnað.


Dagskrá: 
Almenn mál
Ingibjörg Jóhannsdóttir yfirbókari situr fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun til umræðu í nefndum. Nefndir skili niðurstöðum sínum til byggðaráðs fyrir 10. október.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin bendir á þau verkefni sem koma fram í skólastefnu Dalabyggðar sem á eftir að framkvæma eða klára að fullu og beinir því til byggðarráðs að stefnan sé höfð til hliðsjónar við fjárhagsáætlunargerð.
Nefndin minnir einnig á mál er varðar aðgengi fullorðinna að tónlistarskólanum.
2. 2109024 - Starfsáætlun Auðarskóla 2021-2022
Starfsáætlun Auðarskóla er á lokametrunum og drög verða send á nefndarmenn á næstu dögum.

Yfirferð starfsáætlunar Auðarskóla er frestað til næsta fundar.
3. 2008013 - Innra mat Auðarskóla 2020 - 2021
Farið er yfir drög að innra mati Auðarskóla. Umbótaáætlun er partur af því og Herdís fer yfir hana. Tilbúið innra mat mun liggja fyrir á næstu dögum og verður sent nefndarmönnum.

Afgreiðslu innra mats Auðarskóla frestað til næsta fundar.
4. 2109017 - Erindi vegna sérfræðiþjónustu í grunnskóla
Bréf frá Stefaníu B. Jónsdóttur.
Nefndin þakkar fyrir erindið.

Skólastjórnendum í samstarfi við sveitarstjóra falið að skoða möguleika og þörf á þjónustu þroska- og iðjuþjálfa í tengslum við rekstur Auðarskóla.
Bréf til fræðslunefndar.pdf
5. 2109026 - Fundartími fræðslunefndar veturinn 2021-2022
Lagt er til að jafnaði muni nefndin funda fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 15:00
Mál til kynningar
6. 2109025 - Auðarskóli - skólastarf 2021 - 2022
1. Félagsmiðstöð - íþrótta- og tómstundastastarf í grunnskólanum.
2. Tónlistarkennsla og söngur á sal.
3. List- og verkgreinar.
4. Sjö venjur, leiðtoginn í mér.
5. Staða aðstoðarleikskólastjóra.

Haraldur fer yfir skólastarfið:

1. Nýtt fyrirkomulag gengur vel. Búið er að gefa út íþrótta- og tómstundabækling. Félagsmiðsstöðvarráð hefur verið stofnað.
2. Mikil aðsókn í tónlistarnám, um 60% nemenda Auðarskóla stunda nám í tónlistarskólanum.
3. Gróska í list- og verkgreinum, eitthvað um endurnýjun og innkaup á búnaði til að geta sinnt þeim vel.
4. Uppbygging jákvæðra samskipta og efling jákvæðs skólabrags.
5. Auglýsing vegna stöðu aðstoðarleikskólastjóra hefur verið birt.

Búið er að færa smiðjuhelgi um mánuð sem þýðir breytingu á skóladagatali. Breyting á skóladagatali borin upp fyrir nefndina.
Samþykkt.
Íþrótta-og tómstundabæklingur haust 2021.pdf
7. 2109007 - Skýrsla starfshóps um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum.
Skýrsla starfshóps ásamt bréfi frá menntamálaráðherra.
Lögð fram til kynningar.
Skýrsla starfshóps um kynfræðslu v2021.pdf
scan_R02THORD08092021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:52 

Til bakaPrenta