Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 245

Haldinn í Árbliki,
07.05.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024, almennt mál, verði dagskrárliður 10.
2005011 - Breyttur opnunartími Arion banka í Búðardal, almennt mál, verði dagskrárliður 11.
2005012 - Erindi vegna fasteignagjalda á ferðaþjónustuhúsnæði, almennt mál, verði dagskrárliður 12.
2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli, mál til kynningar, verði dagskrárliður 14.
1807013 - Vínlandssetur, mál til kynningar, verði dagskrárliður 15.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019,
Úr fundargerð 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020, dagskrárliður 4:
2003029 - Ársreikningur Dalabyggðar 2019,
Bókun með ársreikningi vegna Covid-19
Sveitarstjóra falið að leggja tillögu fyrir fund byggðarráðs sem verður 7. maí.
Samþykkt samhljóða.

Ræddar sviðsmyndir vegna efnahagsástandsins og forsendur fyrir þeim. Jákvæðasta mynndin er viðsnúningur u.þ.b. 70 milljónir króna.

Endurskoðendur munu setja fram áritun á ársreikningi.
Haraldur Reynisson endurskoðandi, Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað undir dagskrárlið 1.
2. 2004018 - Ársfjórðungsyfirlit 2020
Úr fundargerð 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020, dagskrárliður 16:
2004018 - Ársfjórðungsyfirlit 2020
Yfirlit yfir fyrsta fjórðung 2020 lagt fram. Verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Rekstur fyrsta ársfjórðungs er í takt við áætlanir. Áhrifa COVID-19 faraldursins er ekki farið að gæta í tölum fyrir fyrsta ársfjórðung.
23.4.2020.IJ.Aðalbók - Rekstur.pdf
Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað undir dagskrárlið 2.
3. 2004027 - Skjalastefna Dalabyggðar
Drög að skjalastefnu Dalabyggðar lögð fram.
Byggðarráð lýsir ánægju með stefnuna og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Skjalastefna Dalabyggðar drög 20200430.pdf
4. 2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
Úr fundargerð 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020, dagskrárliður 7:
2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
Úr fundargerð 242. fundar byggðarráðs 26.03.2020, dagskrárliður 7:
2003018 - Ósk um áframhaldandi notkun á Árbliki
Kvenf. Fjóla óskar eftir endurnýjun á samningi frá 26.04.2017 vegna félagsheimilisins Árbliks
Frestað til næsta fundar.
Sveitarstjóra falið að gera drög að samningi til eins árs á eftirfarandi forsendum: Ekki verði greiðslur fyrir fundi félagsins, áfram verði mögulegt að nýta búnað skv. búnaðarlista en sækja verði um niðurfellingu á kostnaði vegna annarra viðburða til byggðarráðs á sama hátt og önnur félagasamtök gera.
Samþykkt samhljóða.

Drög að samningi lögð fram.

Byggðarráð staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
samningur_kvenf.Fjóla_drög.pdf
5. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal
Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa óskaði eftir fundi með Dalabyggð til að kynna breytingar á versluninni í Búðardal.
Frá Samkaupum komu á fundinn Ómar Valdimarsson forstjóri, Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs, Heiðar Róbert Birnuson rekstrarstjóri Kjörbúða og Haukur Benediktsson rekstrarstjóri Krambúða.
Kynnt var ákvörðun Samkaupa um að breyta versluninni í Búðardal úr Kjörbúð í Krambúð.
Byggðarráð ræddi mikilvægi verslunar í heimabyggð og lýsti áhyggjum yfir því ef breytingin myndi leiða til hækkunar vöruverðs.
6. 2005004 - Laun í Vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2020
Tillaga lögð fram.
Grunnlaun í vinnuskólanum hækka um 16,55%% frá síðasta ári, 2019.
Börn fædd 2007 fá 55% af grunnlaunum.
Börn fædd 2006 fá 65% af grunnlaunum.
Börn fædd 2005 fá 75% af grunnlaunum.
Börn fædd 2004 fá 85% af grunnlaunum
Börn fædd 2003 fá 95% af grunnlaunum.
Samþykkt samhljóða.
7. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál.
Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins_ landeignaskrá_ ráðstöfun_ landeigna aukið gagnsæi o_fl) 715 mál.pdf
Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara) 734 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr 76_2003 með síðari breytingum (skipt búseta barns, 707 mál.pdf
8. 2005002 - Stöðvun grásleppuveiða
Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um stöðvun grásleppuveiða frá og með 3. maí.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar fjallaði um stöðvun grásleppuveiða á 16.fundi sínum þann 5.maí s.l. og sendi eftirfarandi ályktun til byggðarráðs Dalabyggðar:
"Sjávarútvegsráðherra hefur stöðvað grásleppuveiðar og fellt öll leyfi til grásleppuveiða úr gildi.
Kemur þessi ákvörðun illa við Dalabyggð þar sem í sveitarfélaginu er starfandi fiskvinnslufyrirtækið Sæfrost ehf. sem hefur haft starfsemi af frystingu grásleppu og söltun hrogna.
Sem dæmi um umfang var Sæfrost í Búðardal næst stærst í vinnslu grásleppu á landsvísu á síðasta ári.
Undanfarin ár hefur vinnslan tryggt atvinnu í um 5 mánuði ár hvert og til stóð að í það minnsta 10 manns hefðu atvinnu þar í sumar.
Í fámennu samfélagi þar sem atvinna er fábrotin munar um hvert starf og áhyggjur atvinnumálanefndar meðal annars þær að það stefnir í a.m.k. 75% minni vinnslu hjá Sæfrosti ehf. ef staðið verður við stöðvun veiða.
Á sama tíma hafa ýmsar atvinnugreinar landsins tekið á sig skell vegna áhrifa COVID-19 veirunnar og ekki er séð hvaða atvinnugrein geti gripið þá aðila sem annars hefðu starfað við frystingu og söltun.
Atvinnumálanefnd leggur áherslu á að málið snýst um að halda störfum og rekstri fyrirtækis í sveitarfélaginu og hefur ekki síður áhrif á nágranna- og samstarfssveitarfélög Dalabyggðar."

Byggðarráð samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun sem send verður til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Hafrannsóknarstofnunar og þinngmanna Norðvesturkjördæmis:
"Byggðarráð Dalabyggðar mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að stöðva fyrirvaralaust grásleppuveiðar við landið.
Ákvörðun ráðherra kemur mjög illa við Dalabyggð. Í sveitarfélaginu er starfandi fiskvinnslufyrirtækið Sæfrost ehf. sem hefur haft starfsemi af frystingu grásleppu og söltun hrogna.
Sem dæmi um umfang var Sæfrost í Búðardal næst stærst í vinnslu grásleppu á landsvísu á síðasta ári með á sjötta hundrað tonn. Undanfarin ár hefur vinnslan tryggt atvinnu í um 5 mánuði ár hvert og til stóð að í það minnsta 10 manns hefðu atvinnu þar í sumar. Fyrirtækið er með tryggar sölur á bæði vottuðum og óvottuðum hrognum.
Í fámennu samfélagi þar sem atvinna er fábrotin munar um hvert starf. Nú stefnir í a.m.k. 75% minni vinnslu hjá Sæfrosti ehf. ef staðið verður við stöðvun veiða. Á sama tíma hafa ýmsar atvinnugreinar í Dalabyggð orðið fyrir verulegum búsifjum vegna COVID-19 faraldursins og ekki er séð hvaða atvinnugrein geti gripið þá aðila sem annars hefðu starfað við frystingu og söltun. Grásleppuveiðar eru ekki búbót heldur atvinna sem margar fjölskyldur reiða sig á og hafa gert til fjölda ára.
Dalabyggð leggur áherslu á að málið snýst um að halda störfum og rekstri fyrirtækis í sveitarfélaginu og hefur ekki síður áhrif á nágrannasveitarfélög Dalabyggðar eins og t.d. kemur fram í ályktun frá Stykkishólmsbæ þann 6. maí sl.. Nú sem aldrei fyrr þarf samfélagið stuðning opinberra stofnana til að takast á við þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru og skoða verður allar leiðir til að koma í veg fyrir frekara tjón.
Til að vernda æðarvarp á svæðinu hefur tíðkast í áratugi að grásleppuveiðar við Breiðafjörð hefjist ekki fyrr en 20. maí ár hvert. Dagarnir fimmtán sem veiða má við Breiðafjörð frá og með 20. maí bæta ekki upp þá 44 daga sem sjómenn gerðu ráð fyrir að geta gert út. Einnig er óljóst hvort að allir munu fá að veiða í 15 daga eða lokað verði á veiðar þegar ákveðnum afla er náð. Það er óviðunandi með öllu að grásleppusjómenn á innanverðum Breiðafirði, sem fara síðastir af stað, lendi í því að bíða í von og óvon eftir því hvernig veiðin gangi á öðrum svæðum.
Bent hefur verið á að mikil grásleppugengd og afli við Norðurland bendi til að stofnin sé stærri en Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir í sinni ráðgjöf. Stofnvísitala grásleppu vex milli mælinga og engin vísindaleg gögn hafa komið fram um að stofnstærð grásleppu standi ekki undir þeirri nýtingu sem fyrri viðmiðunargildi ráðgjafarreglu gerðu ráð fyrir. Full ástæða er til að setja spurningamerki við uppreikning á tunnumagni fyrri ára sem leiddi til skerðingar á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á leyfilegu heildaraflamarki í ár
Byggðarráð Dalabyggðar skorar á Hafrannsóknastofnun og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskoða heimild til grásleppuveiða á innanverðum Breiðafirði og fjölga veiðidögum þar til samræmis við áður gildandi reglugerð. Jafnframt er skorað á Alþingi að endurskoða strax núverandi fyrirkomulag á grásleppuveiðum þannig að þessi staða geti ekki komið upp aftur."
9. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
Samkvæmt jafnréttisáætlun Dalabyggðar skal í starfsemi sveitarfélagsins vinna út frá því að kynjasjónarmið verði hluti af þeim forsendum sem byggt er á við stefnumótun og gerð áætlan. Nefndir sveitarfélagsins skulu rýna stöðu sinna málaflokka m.t.t. kynjasamþættingar við upphaf vinnu við fjárhagsáætlun.
Verður tekið til umræðu samhliða fjárhagsáætlunargerð.
Samþykkt samhljóða.
10. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.
11. 2005011 - Breyttur opnunartími Arion banka í Búðardal
Arion banki hefur tilkynnt að afgreiðslutími í útibúi bankans í Búðardal verði framvegis á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10 - 14. Í samtali við svæðis- og útibússtjóra hefur komið fram að starfsmenn muni starfa áfram í sama starfshlutfalli og nú er.

Dalabyggð vill koma á framfæri vonbrigðum sínum með ákvörðun Arion banka hf. að draga úr þjónustu útibúsins í Búðardal með fækkun opnunardaga. Hins vegar er það bót í máli og mjög mikilvægt að þetta hafi ekki áhrif á starfsmenn.
Í stefnu Arion banka um samfélagslega ábyrgð segir m.a.: „Við setjum okkur í spor viðskiptavina og leitumst stöðugt við að gera betur í dag en í gær.“ Arion banki er eini bankinn sem hefur útibú í Dalabyggð og næstu baknaútibú eru í um 80 km fjarlægð. Þau spor sem íbúar Dalabyggðar eru settir í með skertum afgreiðslutíma eru að þurfa leita út fyrir sveitarfélagið eftir þjónustu þá daga sem hún verður ekki til staðar í Búðardal. Það er ekki hægt að segja að skert þjónusta sé þægilegri bankaþjónusta. Vill Dalabyggð hvetja Arion banka hf. til að endurskoða fækkun opnunardaga og gera betur í dag en í gær með því að tryggja áfram þægilegri bankaþjónustu í Búðardal.
Benda má á að á sínum tíma, þegar Búnaðarbankinn forveri Arion banka, tók yfir starfsemi Sparisjóðs Dalasýslu voru gefin fyrirheit um starfsemi og þjónustu útibúsins.
Samþykkt samhljóða.
12. 2005012 - Erindi vegna fasteignagjalda á ferðaþjónustuhúsnæði.
Erindi frá þremur ferðaþjónustuaðilum þar sem lagt er til að fasteignagjöld á ferðaþjónustuhúsnæði verði endurskoðuð.
Byggðarráð þakkar erindið og hefur skilning á þeim aðstæðum sem liggja að baki þess. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í sveitarstjórn en leggur til að erindinu verði frestað þar sem lagaheimildir sveitarfélaga til álagningar fasteignaskatts eru fyrir hvert ár og lagaleg tormerki varðandi það að breyta álagningarhlutfalli á miðju ári.
Tenging við fasteignaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefur þó verið felld niður vegna áranna 2020 og 2021.
Byggðarráð bendir á ákvörðun sveitarstjórnar um frestun eindaga fasteignagjalda sem fyrstu viðbrögð og hvetur ferðaþjónustuaðila til að nýta sér hana á meðan myndin er að skýrast.
Samþykkt samhljóða.
ferdatjonusta.pdf
Mál til kynningar
13. 2004002 - Niðurfelling á skólaakstri vegna COVID-19 - erindi frá verktökum
Uppgjöri verður þannig háttað að vegna fordæmalausra aðstæðna mun verða greitt 80% gjald vegna þeirra daga þegar skólaakstur hefur fallið niður í apríl vegna COVID-19 að frádregnum þeim sparnaði sem verktakar hafa náð með því að fara hlutabótaleið Vinnumálastofnunar. Ítrekað er að þessi afgreiðsla setur ekki fordæmi að afgreiðslu mála í framtíðinni.
Samþykkt samhljóða.
14. 2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli
Drög að samningi rædd.
Farið yfir samning frá Framkvæmdastjóði ferðamannastaða og helstu atriði varðandi samning við Sturlufélagið.
Samningur um styrk 2020..pdf
15. 1807013 - Vínlandssetur
Staða framkvæmda.
Farið yfir framkvæmdir við Vínlandssetur. Vinnu við húsið er að mestu lokið en vegna COVID-19 hafa enn ekki öll aðföng vegna sýningarinnar borist til landsins. Einnig hefur faraldurinn valdið forföllum sem munu seinka uppsetningu sýningarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til bakaPrenta