Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 219

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.05.2022 og hófst hann kl. 16:07
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2201003- Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022, fundargerð til kynningar, verði dagskrárliður 26.
Mál.nr.: 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð, mál til kynningar, verði dagskrárliður 30.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2203021 - Sveitarstjórnarkosningar 2022
Kjörskrá lögð fram.
Sveitarstjórn staðfestir kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar 14.05.2022.
Samþykkt samhljóða.
2. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 126. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 27.04.2022, dagskrárliður 4:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ákvörðun ráðherra varðandi breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima.
Nefndin tekur undir með ráðherra um óhóflegar tafir á afgreiðslu málsins hjá Skipulagsstofnun.

Þar sem fyrir liggur ákvörðun ráðherra um synjun á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Sólheima leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umrætt iðnaðarsvæði verði skilgreint sem varúðarsvæði.

Samþykkt samhljóða,

Til máls tók: Eyjólfur.

Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu og ákvörðun innviðaráðherra og skorar á Alþingi að endurskoða án tafar lagaumhverfi í tengslum við málefni vindorku enda um að ræða mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög. Mikilvægt er að leyst verði úr þeirri óvissu sem nú er til staðar. Sveitarstjórn tekur undir með ráðherra um óhóflegar tafir á afgreiðslu málsins hjá Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fyrirhugað iðnaðarsvæði í landi Sólheima verði skilgreint sem varúðarsvæði í samræmi við ákvörðun ráðherra.
Samþykkt samhljóða.
Ákvörðun ráðherra í máli IRN22011084 varðandi breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar.pdf
3. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 126. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 27.04.2022, dagskrárliður 5:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Ákvörðun ráðherra varðandi breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin tekur undir með ráðherra um óhóflegar tafir á afgreiðslu málsins hjá Skipulagsstofnun.

Þar sem fyrir liggur ákvörðun ráðherra um synjun á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umrætt iðnaðarsvæði verði skilgreint sem varúðarsvæði.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu og ákvörðun innviðaráðherra og skorar á Alþingi að endurskoða án tafar lagaumhverfi í tengslum við málefni vindorku enda um að ræða mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög. Mikilvægt er að leyst verði úr þeirri óvissu sem nú er til staðar. Sveitarstjórn tekur undir með ráðherra um óhóflegar tafir á afgreiðslu málsins hjá Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fyrirhugað iðnaðarsvæði í landi Hróðnýjarstaða verði skilgreint sem varúðarsvæði í samræmi við ákvörðun ráðherra.
Samþykkt samhljóða.
Ákvörðun ráðherra í máli IRN22011084 varðandi breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar.pdf
4. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Úr fundargerð 126. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 27.04.2022, dagskrárliður 1:
2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Fyrir liggur tillaga að aðalskipulagi Dalabyggðar og minnisblað með svörum við athugasemdum í kjölfar yfirferðar Skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur yfirfarið umsögn Skipulagsstofnunar dags. 19.4.2022 um tillögu að aðalskipulagi Dalabyggðar og samþykkir að aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrsla hennar verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.
gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, að gerðum þeim lagfæringum sem lýst er í minnisblaði dags. 24.4.2022 með fyrirvara um afgreiðslu sveitarstjórnar um aðalskipulagsbreytingar vegna vindorkuvera í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Kristján.
Fyrir liggur tillaga að aðalskipulagi Dalabyggðar, minnisblað með svörum við athugasemdum í kjölfar yfirferðar Skipulagsstofnunar og ákvörðun ráðherra í máli er varðar aðalskipulagsbreytingar í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima.

Sveitarstjórn hefur yfirfarið umsögn Skipulagsstofnunar dags. 19.4.2022 um tillögu að aðalskipulagi Dalabyggðar og minnisblað frá skipulagsráðgjöfum Verkís dags, 24.4.2022. Jafnframt hefur sveitarstjórn farið yfir og fallist á ákvörðun ráðherra dags. 6.4.2022 (sbr. dagskrármál nr. 2 og 3.) um að fyrirhuguð iðnaðarsvæði í landi Hróðnýjarstaða og Sólheima skuli skilgreind sem varúðarsvæði sbr. ákvæði skipulagsreglugerðar um svæði í biðflokki rammaáætlunar.

Sveitarstjórn samþykkir að aðalskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, að gerðum þeim lagfæringum sem lýst er í minnisblaði dags. 24.4.2022 og ákvörðun ráðherra.
Samþykkt samhljóða.
Aðalskipulag_Dalabyggðar_yfirferð skipulagsstofnunar (ID 272895).pdf
ASK-Dalabyggdar 2020-2032-GRG-tillaga (ID 176795).pdf
5. 2204019 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki IV
Úr fundargerð 288. fundar byggðarráðs 26.04.2022, dagskrárliður 2:
2204019 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki IV
Heimild til að auka Stofnframlag til Bakkahvamms hses að kr. 1.500.000
Lækkun fjárfestinga upphæð v. Íþróttamannvirkja kr. 1.500.000
Ábyrgð og aðrar skuldbindingar utan efnahagsreiknins Dalabyggðar af fjárhagsáætlun 2022 vegna Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands umfram árlegt Framlag til stofnanna og birt verður í fjárhagsáætlunum
Dalabyggðar verður:
Hlutur Dalabyggðar í rekstrarafkomu SSV skv Fjárhagsáætlun 2022 kr. 123.000 þúsund
Hlutur Dalabyggðar í rekstrarafkomu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands skv Fjárhagsáætlun 2022 kr. 161.000.
Viðauki IV samþykktur samhljóða og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tók: Kristján.
Viðauki IV við fjárhagsáætlun 2022 samþykktur samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Viðauki 4.pdf
6. 2204011 - Tilnefning fulltrúa í samráðshóp um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar
Beiðni um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp um verkefnið: Forsendugreining fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun.

Tillaga að sveitarstjóri verði tilnefndur sem fulltrúi Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Beiðni um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar.pdf
7. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Úr fundargerð 288. fundar byggðarráðs 26.04.2022, dagskrárliður 6:
2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Tillaga um opnun og bætt aðgengi skógarsvæða í Búðardal. Einnig sum 0,2 ha svæði til ræktun á öspum til afklippinga á stiklingum.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga um Brekkuskóg.

Samþykkt samhljóða.
Aðgengi skógarsvæðis í Búðardal.pdf
8. 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða.
Úr fundargerð 288. fundar byggðarráðs 26.04.2022, dagskrárliður 9:
2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða.
Úr fundargerð stjórnar Bakkahvamms hses 25.04.2022, dagskrárliður 1:
Erindi til Dalabyggðar vegna viðbótarfjárveitingar
Bakkahvammur hses. óskar eftir því að Dalabyggð leggi stofnunni til 1,5 millj. króna í viðbótarstofnframlag vegna byggingar þriggja íbúða. Stjórnarformanni falið að senda erindi til byggðarráðs og sveitarstjórnar vegna þessa.
Samþykkt samhljóða.

Hækkun stofnframlags til Bakkahvamms hses um kr. 1.500.000 samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Bréf Bakkahvamms hses til Dalabyggðar 26_04_2022.pdf
9. 2204021 - Stofnun lóðar í Giljalandi
Úr fundargerð 126. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 27.04.2022, dagskrárliður 3:
2204021 - Stofnun lóðar í Giljalandi
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Giljalands, landnr. 137528.
Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt samhljóða.
Giljaland-skemma-lóðamynd-1.01-2022.04.03.pdf
10. 2204025 - Mótmæli gegn fækkun póstdreifingardaga.
Sveitarstjórn Dalabyggðar mótmælir harðlega þjónustuskerðingu sem Íslandspóstur hefur tilkynnt um með fækkun daga þar sem póstur er borinn út. Þetta bætist við stuttan opnunartíma póstafgreiðslu sem gerir fólki ekki auðvelt að sækja póstþjónustu. Sveitarstjórn óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Íslandspósts til að ræða póstþjónustu í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.
11. 2204020 - Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2022
Úr fundargerð 57. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns 26.04.2022, dagskrárliður 3:
2204020 - Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2022
Sótt verður um framlag vegna baðherbergis og endurnýjun á tveimur íbúðum.
Einnig verði sótt um styrk til að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna. Með þeirri breytingu samþykkir stjórnin umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að hún verði staðfest.

Samþykkt samhljóða.
12. 2101013 - Brunavarnaáætlun 2021-2026
Brunavarnaáætlun lögð fram. Lagt er til að áætluninni verði vísað til byggðarráðs til staðfestingar.
Sveitarstjórn vísar afgreiðslu brunavarnaáætlunar til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Brunavarnaráætlun Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda 2022-2026. Til kynningar.pdf
13. 2204026 - Breytingar á Fasteignafélaginu Hvammi ehf.
Lagt er til að fulltrúar Dalabyggðar í stjórn Fasteignafélagsins Hvamms ehf. fái umboð til að félaginu verði breytt í fjárfestingafélag, átthagafjárfesti, sem fjárfesti í verkefnum í Dalabyggð og nágrannasveitarfélögum.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
14. 2204003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 288
1. Sælingsdalslaug 2022 - 2204016
2. Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki IV - 2204019
3. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts - 2204007
4. Stekkjarhvammur 7 - Húsaleigusamningur - 1909023
5. Sorphirða í Dölum 2022 - 2111026
6. Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg - 2204014
7. Vinnuskóli Dalabyggðar 2022 - 2204017
8. Sveitarstjórnarkosningar 2022 - 2203021
9. Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða - 2110028
10. Laus störf 2022 - 2204018
11. Mál frá Alþingi til umsagnar 2022 - 2201039

Til máls tók: Kristján um dagskrárlið nr. 10.
Samþykkt samhljóða.
15. 2204001F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 29
1. Framkvæmdir á tengivegi í Gilsfirði - 2204003
Til máls tók: Þuríður.

Sveitarstjórn ítrekar ályktun atvinnumálanefndar um að jákvætt er að farið sé í framkvæmdir á vegum í sveitarfélaginu en leggur áherslu á að þegar farið er í framkvæmdir utan áætlana sé fjármagni veitt sérstaklega til þeirra verkefna en ekki tekið af öðrum liðum svo sem tengivegapotti Vestursvæðis.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerð atvinnumálanefndar samþykkt samhljóða.
16. 2201004F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 61
1. Stefna Silfurtúns - 2201021
2. Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar - 2102004
3. Trúnaðarbók félagsmálanefndar - 2010027
4. Skýrsla vegna starfs 2021 - 2201036
5. Umsókn um félagslega leiguíbúð - 2203027

Samþykkt samhljóða.
17. 2203002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 109
1. Ærslabelgur í Búðardal - 2106005
2. Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð - 1911028
3. Erindi vegna sérfræðiþjónustu í grunnskóla - 2109017
4. Skóladagatal Auðarskóla 2022-2023 - 2202004
5. Ráðning skólastjóra Auðarskóla - 2201031

Samþykkt samhljóða.
18. 2204007F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 25
1. Bæjarhátíð 2022 - 2110030
Samþykkt samhljóða.
19. 2204004F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 57
1. Rekstur Silfurtúns 2022 - 2201044
2. Skýrsla um Silfurtún - 2204015
3. Umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra - 2022
4. Samstarf um rekstur öldrunarheimilis - 2110023

Samþykkt samhljóða.
20. 2110022 - Ungmennaráð Dalabyggðar 2021-2022
Fundargerðir 2. og 3. fundar 2022 lagðar fram.
Samþykkt samhljóða.
3. fundur Ungmennaráðs Dalabyggðar 20042002.pdf
2. fundur Ungmennaráðs Dalabyggðar.pdf
Fundargerðir til kynningar
21. 2203021 - Sveitarstjórnarkosningar 2022
Fundargerð kjörstjórnar
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð kjörstjórnar 8.apríl 2022.pdf
22. 1911028 - Fundargerðir byggingarnefndar íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Fundargerð 7. fundar lögð fram.
Samþykkt samhljóða.
Byggingarnefnd 7.pdf
23. 2201004 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2022
Fundargerðir stjórnar 13.04.2022 og 25.04.2022 lagðar fram.
Til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 13042022.pdf
Fundur stjórnar Bakkahvamms 25042022.pdf
24. 2201008 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022
Fundargerð 201. fundar lögð fram.
Til kynningar.
Breiðafjarðarnefnd - fundur-201.pdf
25. 2201009 - Fundargerðir Öldungaráðs 2022
Fundargerð Öldungaráðs frá 26.04.2022 lögð fram.
Til kynningar.
Öldungaráð- 13_fundur 26_04_2022.pdf
26. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022
Fundargerð frá 27.04.2022 lögð fram.
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 909.pdf
Mál til kynningar
27. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Upplýsingar sem sendar voru út lagðar fram.
Til kynningar.
Útsendar upplýsingar.pdf
28. 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Úr fundargerð 288. fundar byggðarráðs 36.04.2022, dagskrárliður 5:
2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Úr fundargerð 285. fundar byggðarráðs 24.02.2022, dagskrárliður 9:
2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 8:
2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Á 212. fundi sveitarstjórnar 09.12.2021 var eftirfarandi tillaga samþykkt undir dagskrárlið 2 (2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - Gjaldskrár 2022.) þegar gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps var samþykkt:
Anna gerir tillögu um að gera könnun á notkun sorpíláta út frá tunnuflokkum.
Borið upp að tillögu Önnu sé vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Byrjað verður á að kanna þær upplýsingar sem Íslenska gámafélagið hefur um notkun sorpíláta.
Samþykkt samhljóða.
Skv. upplýsingum frá Íslenska gámafélaginu er græna tunnan vel nýtt og yfirleitt orðin full hjá flestum á losunardögum. Gráa tunnan er einnig vel nýtt þó er vissulega minna í þeim tunnum þar sem fáir eru í heimili. Varðandi brúnu tunnuna þá er ekki alveg komin full reynsla á þá losunartíðni sem var sett á eftir áramót sem er á 6 vikna fresti.
Ákveðið að bíða með frekari ákvarðanir eftir skýrslu frá ÍG.
Magntölur úr öllum tunnum við heimili í Dalabyggð árið 2021
Samanburður á magntölum úr öllum tunnum við heimili í Dalabyggð árið 2021
Áreiðanlegar magntölur (kg/ári) fyrir úrgang frá hverri stofnun úr
grá‐, brún‐ og blátunnu.
Mánuður - Gráa tunnan - Græna tunnan - Brúna tunnan - Heyrúlluplast
Febrúar 5.410 22.740
Mars 7.080
Apríl 6.830 12.400
Maí 6.970 3.100 340
Júní 4.260 2.450 1.210
Júlí 4.680 3.780 1.490
Ágúst 4.480 640 2.420 6.960
September 4.660 3.380 940
Október 3.680 2.860 1.970
Nóvember 4.460 550 2.030
Desember 4.960 6.700 2.460
Alls 108.505 42.800 12.860 42.100

Til kynningar.
Skilagrein 2021.pdf
29. 2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Úr fundargerð 217. fundar sveitarstjórnar 05.04.2022, dagskrárliður 34:
2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Lagt er til að ærslabelgur verði settur niður á strandblakvellinum í Búðardal.
Til máls tók: Kristján, Jón Egill, Anna, Pálmi, Skúli og Kristján (annað sinn).
Tillaga að staðsetning verði lögð fyrir ungmennaráð, umhverfis- og skipulagsnefnd og fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 109. fundar fræðslunefndar 13.04.2022, dagskrárliður 1:
2106005 - Ærslabelgur í Búðardal
Fræðslunefnd mælir með því að ærslabelgurinn verði settur niður á strandblakvellinum.
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 3. fundar ungmennaráðs 20.04.2022, dagskrárliður 1:
Staðsetning Æslabelgs.
Því stærri sem hann er þá því betra að hafa hann hjá blakvellinum. Mikið öryggi að hafa völlinn á blakvellinum, er langt frá götu. Verndað umhverfi. Mælum með að hann verði vel merktur.
Samþykkt.

Úr fundargerð 126. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 27.04.2022, dagskrárliður 2:
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að strandblaksvöllurinn verði skoðaður sem fyrsti valkostur fyrir ærslabelg þar sem kostnaður við undirlag verður í lágmarki.
Samþykkt samhljóða.

Til kynningar.
30. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Úr fundargerð 109. fundar fræðslunefndar 14.04.2022, dagskrárliður 2:
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða niðurstöðu skólaráðs og gerir hana að sinni greinargerð.
"Skólaráð metur sem svo að íþróttakennslu barna sé fullnægt í Búðardal fyrir utan sundkennslu á elsta stigi. Að því sögðu mælist skólaráð til þess að nýta sundaðstöðuna á Laugum til að fullnægja sundkennslu elstu nemenda á tímabilinu ágúst-október og mars-maí. Skólaráð telur að yngri nemendum sé ekki fyrir bestu að ferðast á milli Búðardals og Lauga yfir skólaárið í hverri viku. Upphafleg ákvörðun sveitastjórnar að nýta aðstöðuna í Búðardal var að nemendur úr dreifbýli voru að eyða of löngum tíma í skólabíl út frá lögum (4. gr. reglugerð nr. 656/2009. Reglur um skólaakstur í grunnskóla). Þá mælist skólaráð einnig til þess að sveitarstjórn beri saman kostnað aksturs á milli Búðardals og Lauga á móti því að dýpka og lengja núverandi sundlaug í Búðardal."

Til máls tók: Skúli.
Til kynningar.
31. 2204027 - Fyrirspurn um kaup á Laugum
Viðræður hafa verið við aðila sem hefur sýnt áhuga á kaupum á Laugum.
Til máls tók: Skúli.
Til kynningar.
32. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Til kynningar.
Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun) 582 mál.pdf
33. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Til máls tóku: Kristján og Eyjólfur.
Til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra maí 2022.pdf
Fundargerð yfirfarin og staðfest.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07 

Til bakaPrenta