Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 130

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.10.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Baldvin Guðmundsson varamaður,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Alexandre Wicente varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Arwa Fadhli Skipulagsfulltrúi,
Kristján Ingi Arnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir fyrsta lið.
1. 2209007 - Hreinsistöð við Búðarbraut, niðurstaða grenndarkynningar
Þann 13.sept. s.l. var bréf lagt fram frá eiganda Búðarbrautar 3,6, 8, 10,12 og Sunnubraut 2. Í bréfinu er lýst ósætti með að nýta þessa staðsetningu fyrir hreinsistöð, sýnileiki hennar er mikill frá götunni sem og stofum/borðstofum húsa í grenndarkynningu.
- Sótt er um bráðabirgðastöðuleyfi, verður stöðin bráðabirgða?
- Hversu langt tímabil má telja til bráðabirgða?
- Verður hægt að afturkalla leyfið að 12 mánuðum liðnum og verður þá aftur grenndarkynnt ef um framlengingu stöðuleyfis verður að ræða?
- Er gámurinn sem slíkur hugsaður sem varanleg eða bráðabirgðalausn?
- Verður stöðin og umhverfi hennar afgirt eða er tryggt að börn geti ekki farið sér að voða við dælubrunninn eða annað sem gæti skapað hættu?
- Er mögulega lyktar eða hljóðmengun að ræða frá stöðinni?
- Hvernig verður frágangi kringum stöðina háttað og á hversu stóru svæði umhverfis hana?
?Settar eru fram áhyggjur af framtíðar svæðisin í ljósi þess að geti verið nýtt sem almenningssvæði eða frekari uppbygging og athafnapláss í tengslum við Leifsbúð og hafnarsvæðið.?
?Lögð er fram tillaga að nýrri staðsetningu u.þ.b. 70 metra til norðausturs þar sem hún yrði þá komin í hvarf undir barðið og þá ekki næstum eins áberandi þó hún sæist vissulega að einhverju leiti frá syðri hluta Búðarbrautar og Leifsbúð. Sú staðsetning hentar einnig betur ef um hljóðmengun er að ræða. Auk þess er þar fastara undirlag gagnvart aðkomu og undirstöðu fyrir stöðina. Staðsetning kallar vissulega á auka lengd í lögnum að og frá stöðinni en skaðar jafnframt meiri sátt um stöðina, sem hlýtur að vera einhvers virði.?

Umhverfis- og skipulagsnefnd fór yfir athugasemdir sem bárust í grenndarkynningu og þakkar fyrir góðar og málefnalegar athugasemdir. Kristjáni Inga falið að útfæra breytingar og kynna fyrir bréfriturum.
Athugasemdir og ábendingar frá eigendum.pdf
2. 2210014 - Skógrækt í landi Kolsstaða
Þann 14.sept 2022 var lagt fram erindi frá Kristján E. Karlsson sem hefur hug á að gera samning við skógræktina um nytjaskóg í landi Kolsstaða í Miðdölum á landi sem er 25,9 hektarar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar áformunum, en bendir á þinglýstan lóðarleigusamning á svæðinu.
3. 2210015 - Ósk um framlengingu stöðuleyfis
Þann 4.október var lagt fram erindu þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingastöð í landi Hróðnýjarstaða sem rennur út 25.október 2022
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir að ítarlegar rannsóknir séu forsenda upplýstra ákvarðana og samþykkir því stöðuleyfi í ár, frá deginum í dag.
4. 2210018 - umsókn um viðbót við framkvæmdaleyfi
Vegagerðin óskar eftir að sækja efni í fjöru á Gunnarsstöðum sem er ekki í gildandi framkvæmdaleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekar gagna og leggja málið fyrir aftur.
5. 2210017 - Framkvæmdaleyfi bakkavarnar í Hörðudalsá
Send var inn þann 10.október 2022 umsókn um framkvæmdaleyfi gerðar hefðbundinnar bakkavarnar í Hörðudalsá fyrir landi Seljalands.
Umhverfis- og skipulagsnefnd setur sig ekki upp á móti erindinu.
Mál til kynningar
6. 2210013 - Arney - Staðfesting á reyndarteikningum
Þann 12.10.2022 voru lagðar fram teikningar frá Reyndarteikningum til umfjöllunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd staðfestir reyndarteikningar.
7. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir
Sótt er um landskipti út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framlögð gögn skýri ekki umsókn um landskipti frekar en áður hefur komið fram.
8. 2210016 - Landnotkun - breyting á nýtingu húsnæðis
Baldur Gíslason óskar eftir breytingu á landnotkun á húsnæði Sæfrost ehf. við Ægisbraut 4 til að nota húsið sem íbúðarhúsnæði yfir sumarmánuði í stað fiskvinnslu. Rýmið sem um ræðir er efri hæðini í norðurhluta húsins.
Nefndin hafnar erindinu miðað við fyrirliggjandi gögn.
9. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar
Þann 9.ágúst var lagt fram erindi frá Sigurbjörgu Landslagsarkitekt hjá Landlínum og vill vita hvort deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Á á Skarðströnd sá gildandi. 5.október barst svar frá Skipulagsstofnun að teikningar fyrir svæðið eru gildandi. Uppbygging á svæðinu er ekki í samræmi við deiliskipulagsáætlun frá 1992.
Skipulagsstofnun segir teikningar fyrir svæðið gildandi, en uppbygging á svæðinu ekki í samræmi við deiliskipulagsáætlun frá 1992. Málinu er frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta