Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 34

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.01.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Vilhjálmsson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jón Magnús Katarínusson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Björn Bjarki sveitarstjóri kom inn á fundinn undir dagskrárlið 2.


Dagskrá: 
Almenn mál
Guðrún Esther Jónsdóttir og Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir komu sem gestir á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 1.
1. 2112012 - Leiga á Árbliki
Rekstraraðilar Árbliks mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2022 (gestir).
Guðrún Esther og Sigurdís fara yfir reksturinn á síðasta ári, eða frá aprílbyrjun 2022.

Rekstraraðilar eru bjartsýnar fyrir komandi sumri.
Til þess að rekstur geti haldið áfram er þörf á því að fara í endurnýjun á fráveitulögnum á neðri hæð hússins. Einnig þarf að bæta aðgengi að rafmagni á tjaldsvæði.

Nefndin þakkar Guðrúnu og Sigurdísi fyrir komuna.
Þorsteinn Gunnlaugsson kom sem gestur á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 2.
2. 2212003 - Mælingar á farsímasamböndum í Dalabyggð
Mælingar á farsímasamböndum í Dalabyggð framkvæmdar af Fjarskiptastofu í febrúar og maí 2022.
Gerðar voru farsímamælingar og ekið heim að bæjum þannig að mynd fengist af gæðum farsímasambanda hjá símafélögunum.
(gestir)

Þorsteinn hefur verið ráðinn til þess að gera úttekt á stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi.
Þorsteinn kemur inn í umræður um farsímamælingar frá 2022 og fer einnig yfir verkefni sitt hjá SSV.

Nefndin þakkar Þorsteini fyrir komuna.
Dalir skýrsla.pdf
fjarskiptasj_email.pdf
Þar sem ekki er um afgreiðslumál að ræða þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann á meðan Bjarnheiður fór yfir starfsemi Eiríksstaða undir dagskrárlið 3.
3. 2211029 - Eiríksstaðir 2022
Var frestað á síðasta fundi.

Rekstraraðilar Eiríksstaða mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2022 (gestir)

Bjarnheiður fer yfir starfsárið 2022 á Eiríksstöðum.

Framkvæmdum sem fengu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2022 er lokið. Ganga þarf í að laga suðurhlið á tilgátubæ.
Hátíðin Kjet&Klæði var haldin á Eiríksstöðum í maí 2022 og stefnt er að því að halda tilraunfornleifafræðihátíð árið 2023.

Nefndin þakkar Bjarnheiði fyrir yfirferðina.
4. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Drög að Jafnréttisáætlun Dalabyggðar lögð fyrir fastanefndir.
Í kaflanum þar sem talað er um þjónustuveitingu, þarf að skýra ákvæði varðandi kvaðir félaga betur.
Í textanum stendur: "Öll félög sem þiggja styrki frá sveitarafélaginu setji sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir þar sem fram kemur hvernig þau uppfylla 10. gr. laga nr. 85/2018 og 15. gr. laga gr. 150/2020 gagnvart félagsmönnum."
Lagt er til að inn í textann komi "...þiggja samningsbundna styrki frá sveitarfélaginu..."
Lagt til að inn komi markmið er varða eldri borgara í Dalabyggð, s.s. að fylgst sé með þeim sem þurfa á heimaþjónustu að halda og hvenær viðkomandi fær þjónustuna, upplýsingar séu kyngreindar og brugðist við ef hallar á eitthvert kyn.
Mótvægisaðgerðir og mælanleg markmið verði hluti af áætluninni út frá hverri greiningu.
Við ráðningar sé horft til þess að efla fjölbreytni í samsetningu starfsmannahópsins.
Jafnrettisaaetlun Dalabyggd uppfaersla2022 DROG..pdf
5. 2210026 - Uppbygging innviða
Frá 230. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar:

2. 2210026 - Uppbygging innviða
Til máls tóku: Garðar, Skúli.

Tillaga lögð fram til afgreiðslu:
Með vísan í umræðu á íbúaþingi vorið 2022 þá leggur sveitarstjórn Dalabyggðar til við atvinnumálanefnd sveitarfélagsins að hún hlutist til um að stofnaður verði starfshópur til þess að halda utan um undirbúning á byggingu Iðngarða í Búðardal.
Mikil þörf er til staðar fyrir einyrkja og minni fyrirtæki á svæðinu fyrir bættan húsakost. Ekki hefur verið byggt iðnaðarhúsnæði í Búðardal síðan upp úr árinu 1980, fyrir utan endurbætur og viðbætur við húsnæði MS, og mikilvægt að hugað verði að þessu aðkallandi verkefni af fullri alvöru til eflingar atvinnulífs í Dalabyggð.
Í því ljósi að Dalabyggð er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir má skoða í því samhengi hvort sækja mætti í opinbera sjóði verkefninu til stuðnings.

Samþykkt samhljóða.

Atvinnumálanefnd leggur til að haldinn verði opinn kynningarfundur á Iðngörðum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar fyrri hluta febrúar.
Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.
6. 2301021 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2023
Gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar lögð fram til skoðunar.
Nefndin gerir ekki ekki athugasemdir við framlagða gjaldskrá.
Gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar.pdf
7. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023
Markaðs- og kynningarstarfsemi fyrir árið 2023 rædd.
Nefndin gerir ekki athugasemd við áætlun um kynningarstarf árið 2023.
Kynningarstarfsemi_2022-23_JMS.pdf
8. 2210006 - Stafræn húsnæðisáætlun
Drög að húsnæðisáætlun Dalabyggðar tekin til umræðu ásamt því að verklag er skoðað eftir breytingar á reglugerð sem tók gildi í árslok 2022.
Meginefni reglugerðarinnar eftir breytingar eru:
- Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga skulu framvegis unnar samhliða fjárhagsáætlun
- Húsnæðisáætlunum skal skila til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 20. janúar ár hvert í stað 1. mars frá og með árinu 2024
- Húsnæðisáætlanir verða á stafrænu formi og því samanburðarhæfar á milli sveitarfélaga
- Húsnæðisáætlanir skulu gerðar til tíu ára í senn og uppfærðar einu sinni á ári
- Sveitarstjórn skal samþykkja húsnæðisáætlun sveitarfélags

Áætlunin var á dagskrá 230. fundar sveitarstjórnar en var frestað og er hér lögð fyrir atvinnumálanefnd.

Húsnæðisáætlun er unnin í stafrænu umhverfi og því eru drög að áætlun ekki með sem fylgiskjal í fundargerð, aðeins áætlun 2022.

Verkefnastjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna áfram að málinu.
dalabyggd-husnaedisaaetlun-2022 (1).pdf
Mál til kynningar
9. 2208005 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2022
Lagðar eru fram atvinnuleysistölur ársins 2022 í Dalabyggð.
Tölur fyrir janúar 2023 birtast ekki fyrr en í febrúar.

Lagt fram til kynningar.
atvinnuleysi_dalabyggd_2022.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:29 

Til bakaPrenta