Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 147

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.01.2026 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri, Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Ísak Sigfússon lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Kynnt staða mála varðandi framkvæmdir og væntanleg lok þeirra, ráðningar og á innkaupum á búnaði.
Framlögð drög að gjaldskrá til kynningar.

Lýðheilsufulltrúi sagði frá því að nú er búið að manna íþróttamiðstöðina og verið er að kaupa inn húsgögn og annan búnað til þess að hægt verði að opna mannvirkið og hefja starfsemi í febrúar.
Lýðheilsufulltrúi kynnti drög að gjaldskrá hússins.
Stefnt er að vígslu hússins í lok febrúar.
Ísak Sigfússon lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
2. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Lýðheilsufulltrúi kynnti starfið í félagsmiðstöðinni og hvernig því verði háttað nú á vorönn.
Lýðheilsufulltrúi sagði frá starfseminni sem er með líku sniði og verið hefur. Einnig voru kynntar nýjar reglum sem tóku gildi eftir áramótin síðustu varðandi nesti og slíkt og tóku þeir sem mæta í félagsmiðstöðina þátt í að móta þær reglur sem nú gilda.
Ísak Sigfússon lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
3. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð
Farið yfir stöðu mála varðandi farsæld barna og samþætta þjónustu í Dalabyggð.
Verkefnastjóri fjölskyldusviðs sagði frá stöðu mála í Dalabyggð. Einnig sagði hún frá starfsemi Farsældarráðs á Vesturlandi sem Dalabyggð á aðild að. Fyrsti fundur þess ráðs verður haldinn í yfirstandandi viku og munu fulltrúar Dalabyggðar sitja fundinn.
4. 2601010 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2026
Farið yfir stöðu mála í grunnskólanum.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála í grunnskólanum og upplýsti jafnframt fræðslunefnd um að verið er að koma tónlistarskólanum inn í Abler varðandi utanumhald á skráningu og samskipti við nemendur og forráðamenn líkt og komið er á varðandi íþrótta- og félagsstarf ungmenna í Dalabyggð.
5. 2601011 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025
Farið yfir stöðu mála í leikskólanum.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála í leikskólanum.
6. 2305001 - Skólaþjónusta
Rætt um fyrirkomulag sérfræðiþjónustu við Auðarskóla í kjölfar erindis frá hluta starfsmanna grunnskóladeildar Auðarskóla sem kynnt var og rætt á síðasta fundi fræðslunefndar.
Staða máls rædd og samþykkt að halda áfram rýni á verkefninu sem um ræðir.
7. 2601019 - Drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum
Í Samráðsgátt er nú til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Drögin fjalla m.a. um tíðni mats, framkvæmd, undanþágur og birtingu niðurstaðna skyldubundins samræmds námsmats í grunnskólum.
Rætt um framkomin drög og sveitarstjóra falið að senda inn umsögn f.h. Dalabyggðar í anda umræðunnar á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta