Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 58

Haldinn á fjarfundi,
04.02.2021 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Níels Hermannsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi,
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir, 


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Erla B. Kristjánsdóttir og Einar Jónsson ráðgjafar við endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar mæta á fundinn.
Ráðgjafar frá Verkís kynntu aðalskipulagsgerðina og fóru yfir tenginguna við félagsmál. Nefndin ræddi spurningar sem fram komu.

Hvernig getur aðalskipulagið stuðlað og/eða stutt við uppbyggingu félagsþjónustu?
Hvernig sjáið þið félagsþjónustu veitta til framtíðar?
Er eitthvað á málefnasviði fatlaðra sem þarf að skoða í tengslum við aðalskipulagið?

Rætt um fjölskylduvænt samfélag, að Dalabyggð veiti góð skilyrði fyrir fjölskyldur til að búa á. Mikilvægi þess að huga að aðgengi fyrir alla, bæði í umhverfi og í og við mannvirki Dalabyggðar. Umræða um aðstæður til útivistar t.d aðgengi að göngustígum.

Umræða um búsetukosti fyrir alla í Dalabyggð. Umræða um félagsleg leiguhúsnæði og búsetukosti fyrir eldri borgara í nálægð við Dvalar og hjúkrunarheimili Silfurtún.
Samgöngur þurfa að vera góðar til að veita þjónustu í sveitirnar.
Rætt um að huga umferðar öryggismálum.

Mál til kynningar
2. 2011003 - Handbók og vinnusmiðjur um virkt samráð
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bréf með upplýsingum um verkefnið.pdf
Samráð - bæklingur.pdf
3. 2012020 - Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægsaðgerðum vegna COVID-19.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta