Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 153

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.02.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir lið 1.
1. 2501043 - Stofnun lóða veitumannvirkja í Búðardal 2025
Til stendur að stofna lóðir um tvær nýjar spennistöðvar og eitt lokahús Rarik og um mannvirki Dalabyggðar fyrir hreinsun fráveitu. Farið yfir drög að afmörkun lóða áður en gerðar verða merkjalýsingar til staðfestingar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomin drög að lóðarmörkum hreinsistöðvar/fráveitu og spennistöðvar við Vesturbraut.
2. 2501041 - Boð um þátttöku í samráði - Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna
Framlagt boð frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um þátttöku í samráði um tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna. Umsagnarfrestur er til og með 24.04.2025.
Sveitarstjóra falið að vinna drög að umsögn og kynna fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og sveitarstjórn áður en umsögn verður skilað inn f.h. Dalabyggðar.
3. 2501042 - Aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033
Framlagt erindi er varðar ósk um umsögn Dalabyggðar við tillögu að nýju aðalskipulagi Strandabyggðar 2021 - 2033. Frestur til athugasemda er til 28.02.2025.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að aðalskipulagi Strandabyggðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta