Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 285

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.02.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins.
Mál.nr.: 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr.: 2202032 - Leiga vegna Hólmsréttar, almennt mál, verði dagskrárliður 14.
Mál.nr.: 2202033 - Niðurlagning kennitalna fyrir Eiríksstaðanefnd og Grunnskóla Búðardals, almennt mál, verði dagskrárliður 15.
Mál.nr.: 2202034 - Umsókn um lækkun húsaleigu í Árbliki, almennt mál, verði dagskrárliður 16.
Mál.nr.: 2202031 - Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022, mál til kynningar, verði dagskrárliður 24.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2202006 - Lokun útibús Arion banka í Dalabyggð.
úr fundargerð 214. fundar sveitarstjórnar 10.02.2022, dagskrárliður 8:
2202006 - Lokun útibús Arion banka í Dalabyggð.
Úr fundargerð 284. fundar byggðarráðs 02.02.2022, dagskrárliður 1:
2202006 - Lokun útibús Arion banka í Dalabyggð.
Arion banki hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Dalabyggð frá og með 1. apríl.
Byggðarráð mótmælir harðlega ákvörðun Arion banka að loka útibúinu í Búðardal. Með þessu er verið að draga verulega úr þjónustu við íbúa Dalabyggðar, sérstaklega við eldri borgara. Byggðarráð fer fram á að forsvarsmenn bankans komi á fund sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Eyjólfur, Anna, Ragnheiður, Skúli, Einar, Anna (annað sinn), Eyjólfur (annað sinn), Þuríður, Kristján, Eyjólfur (þriðja sinn).
Lagt til að byggðarráð haldi umræðunni áfram.
Samþykkt samhljóða.

Þórður Ingólfsson, formaður Menningar- og framfarasjóðs Dalasýslu mætir á fundinn.

Ákveðið að Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu og Dalabyggð fundi með fjármálastofnun um að hún taki yfir skuldbindingar Sparisjóðs Dalasýslu og Arion banka gagnvart útibúi í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.
2. 2101013 - Brunavarnaáætlun 2021-2026
Frestað frá síðasta fundi.
Áætlun fyrir árið 2022 staðfest. Áætlun 2023 til 2026 er gerð með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir hvert ár.
Samþykkt samhljóða.
Framkvæmdaáætlun BDRS 2022-2026 Drög til kynningar Útgáfa 2.pdf
Framkvæmdaáætlun slökkviliðs Dalabyggðar-2022-2026_kostnaður. Útgáfa 2.pdf
3. 2110021 - Úttekt HMS á starfsemi Slökkviliðs Dalbyggðar.
Frestað frá síðasta fundi.
Vísað til afgreiðslu undir dagskrárlið 2.
4. 2202018 - Breytingar varðandi úrgangsmál
Umræða um breytingar á úrgangsmálum sem taka gildi á næsta ári.
Rætt um þær breytingar sem framundan eru í úrgangsmálum sem munu leiða til flóknari vinnslu og hærri kostnaðar.
5. 2202023 - Beiðni um styrk
Styrkbeiðni frá Íþróttafélaginu Undra.
Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
Beiðni um styrk - Undri.pdf
6. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Ákvörðun um leigu.
Gjaldskrá samþykkt að frátaldri leigu á lokaðri skrifstofu.
Verðskrá - drög.pdf
Einar Jón Geirsson vék af fundi eftir dagskrárlið 6 og Ragnheiður Pálsdóttir kom á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
7. 2202025 - Endurskoðun vefstefnu Dalabyggðar
Endurskoða þarf vefstefnu m.t.t. þess hversu lengi upplýsingar eru geymdar á vefsíðu.
Samþykkt samhljóða að í vefstefnu verði kveðið á um að gögn síðustu tveggja kjörtímabila komi fram á heimasíðunni en eldri gögn fari úr.
vefstefna-undirrituð.pdf
8. 2202012 - Umsókn um styrk vegna korts
Styrkumsókn frá Cycling Westfjords vegna upplýsingakorts fyrir reiðhjólaferðamenn á Vestfjörðum.

Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 20.000. Styrkurinn komi af fjárframlagi til markaðsmála skv. fjárhagsáætlun.
Styrkur vegna korts - Dalabyggð.pdf
9. 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 8:
2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Á 212. fundi sveitarstjórnar 09.12.2021 var eftirfarandi tillaga samþykkt undir dagskrárlið 2 (2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - Gjaldskrár 2022.) þegar gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps var samþykkt:
Anna gerir tillögu um að gera könnun á notkun sorpíláta út frá tunnuflokkum.
Borið upp að tillögu Önnu sé vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Byrjað verður á að kanna þær upplýsingar sem Íslenska gámafélagið hefur um notkun sorpíláta.
Samþykkt samhljóða.

Skv. upplýsingum frá Íslenska gámafélaginu er græna tunnan vel nýtt og yfirleitt orðin full hjá flestum á losunardögum. Gráa tunnan er einnig vel nýtt þó er vissulega minna í þeim tunnum þar sem fáir eru í heimili. Varðandi brúnu tunnuna þá er ekki alveg komin full reynsla á þá losunartíðni sem var sett á eftir áramót sem er á 6 vikna fresti.
Ákveðið að bíða með frekari ákvarðanir eftir skýrslu frá ÍG.
10. 2202015 - Áningarstaður á Merkjahrygg á Bröttubrekku
Óskað er eftir afstöðu og aðkomu Dalabyggðar og Borgarbyggðar varðandi uppbyggingu á áningarstað/kaldri upplýsingastöð við Merkjahrygg á Bröttubrekku.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina. Bent er á að skýra þarf mörk milli sveitarfélaga á fyrirhuguðum stað. Málið fer því til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd.
Áningastaður á Bröttubrekku-verkefnislýsing-2022.pdf
Skúli H. Guðbjörnsson vék af fundi undir dagskrárlið 11.
11. 2112012 - Leiga á Árbliki
Tvær umsóknir bárust um leigu á Árbliki.
Sveitarstjóra og verkefnisstjóra ferða-, markaðs og atvinnumála falið að ræða við umsækjendur. Óskað verður eftir því að Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi hjá SSV taki einnig þátt í viðtölunum.
Samþykkt samhljóða.
Skúli kemur aftir inn á fundinn.
12. 2112011 - Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum
Úr fundargerð 123. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 17.02.2022, dagskrárliður 2:
2112011 - Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum
Úr fundargerð 282. fundar byggðarráðs 16.12.2021, dagskrárliður 17:
2112011 - Fyrirspurn um leigu á útihúsunum á Fjósum
Fyrirspurn hefur borist um leigu á útihúsinum á Fjósum fyrir hesthús.
Sambærileg umsókn barst á árinu 2015 og var henni þá hafnað af sveitarstjórn á eftirfarandi forsendum eftir að umhverfis- og skipulagsnefnd hafði fjallað um málið:
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 tilheyrir svæðið sem húsin standa á landnotkunarflokki Opin svæði til sérstakra nota. Í flokki opinna svæða til sérstakra nota eru svæði með útivistargildi þar sem gert er ráð fyrir mannvirkjagerð í tengslum við starfsemi sem þar er stunduð. Hér er t.d. um að ræða tjaldsvæði fyrir almenning, golfvelli, íþróttasvæði og skipulögð trjáræktarsvæði. Á uppdrætti er svæðið umhverfis útihúsin mörkuð smáhýsum og tjaldsvæði annars vegar og golfvelli hins vegar. Ekki er heimilt að gefa út leyfi til framkvæmda sem samrýmist ekki landnotkun í skipulagi. Miðað við núgildandi skipulag eru því verulegar takmarkanir á notkun húsanna og t.d. ekki hægt að vera með dýrahald eða iðnaðarstarfsemi í þeim. Hins vegar voru ekki gerðar athugasemdir við að húsin væru nýtt sem lokaðar geymslur svo sem verið hefur.
Erindinu vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar,
Samþykkt samhljóða.
Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 17.
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að breyta fyrri afgreiðslu og leggur til við byggðarráð að erindinu verði hafnað.
Samþykkt samhljóða.

M.t.t. umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar er umsókn um leigu á útihúsunum á Fjósum hafnað.
Samþykkt samhljóða.
13. 2202030 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki III
Umræða um laun kjörinna fulltrúa að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Rætt um breytingar á launum kjörinna fulltrúa.
14. 2202032 - Leiga vegna Hólmsréttar
Reikningur vegna Hólmsréttar lagður fram.
Reikningur samþykktur og miðað verði við tvö dagsverk. Gera þarf skriflegan samning vegna leigunnar.
Samþykkt samhljóða.
15. 2202033 - Niðurlagning kennitalna fyrir Eiríksstaðanefnd og Grunnskóla Búðardals
Eiríksstaðanefnd og Grunnskóli Búðardals eru með kennitölur og bankareikning. Þá er tilgátuhúsið á Eiríksstöðum skráð á Eiríksstaðanefnd.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að kennitölur Eiríksstaðanefndar og Grunnskóla Búðardals verði lagðar niður og eignir skráðar á þær færðar til Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
16. 2202034 - Umsókn um lækkun húsaleigu í Árbliki
Umsókn frá Búnaðarfélagi Miðdala um lækkun húsaleigu. Í gjaldskrá fyrir Árblik er ekki gert ráð fyrir leigu á kjallara.
Samþykkt að leigan verði sú sama og fyrir minni salinn í Dalabúð.
Mál til kynningar
17. 2202024 - Ársreikningur Dalabyggðar 2021
Lífeyrisskuldbinding Dalabyggðar hefur hækkað óvænt um 26 m.kr.
Hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021.pdf
18. 2202008 - Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags
Bréf frá Bjargi íbúðafélagi lagt fram.
Byggðarráð þakkar fyrir upplýsingarnar.
Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða.pdf
19. 2201018 - Vínlandssetur 2021
Frestað frá síðasta fundi.
Óskað er eftir að fulltrúar Vínlandsseturs komi á næsta fund byggðarráðs.
20. 2202011 - Boð um könnun
Bréf frá Stafsmannafélaginu Kili og Gallup lagt fram.
Byggðarráð þakkar fyrir boðið en samþykkir að taka ekki þátt að þessu sinni.
Bréf_til_sveitarfélaga_2022.pdf
21. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.
Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 33. mál.
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.

Umsagnir frá Dalabyggð lagðar fram.

Umsagnir Dalabyggðar samþykktar samhljóða.
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi 93 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar 33 mál.pdf
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða 332 mál.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti nr 81_2003 með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum) 43 mál.pdf
Umsögn um þingsályktunartillögu um hagkvæmisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti nr 81_2003 með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum).pdf
22. 2202019 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2022
Aðalfundarboð lagt fram.
ottar_220211-095707-34.pdf
23. 2109027 - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Stofnfundur húsnæaðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni fór fram 23. febrúar og er Dalabyggð einn stofnaðila.
24. 2202026 - Framkvæmdir 2022
Minnisblað lagt fram.
Minnisblað - 2202026 - fjárfestingar 2022.pdf
25. 2202031 - Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) lagt fram.
Bréf EFS til sveitarstjórnar 21.02.2022.pdf
26. 2202028 - Trúnaðarbók byggðarráðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta